Lilja Guðmundsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Hæðargarði, er ein af tuttugu sem greindust með COVID-19 vegna smits sem rakið er til einstaklings sem virti ekki sóttkví við komuna til Íslands. Lilja gagnrýnir þá sem hafa mótmælt sóttvarnaraðgerðum og vonast eftir hertari aðgerðum á landamærunum.
Hefur áhyggjur af börnunum
Hún segir veikindi leikskólabarnanna háalvarlegt mál. Það séu jafnframt börnin sem eru fremst í huga leikskólastarfsfólksins, sem nú telja fimmtán með virk smit. „Mér finnst þetta mjög alvarleg staða því nú eru börn orðin veik. Við erum að tala um að allavega fimm börn séu komin með breska afbrigðið af kórónuveirunni. Það er fimm börnum of mikið. Þetta gerðist vegna þess að einstaklingur virti ekki sóttkví og braut af sér. Það hefði ekki gerst ef hann hefði verið á sóttvarnarhóteli, eða jafnvel ef það væru strangari viðurlög við brotum af …
Athugasemdir