Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“

Reyn­ir Ragn­ars­son, stjórn­mála­fræð­inemi við HÍ, stofn­aði ný­ver­ið In­sta­gram-síð­una Arki­tekt­úr á Ís­landi og fékk góð­ar við­tök­ur. Hann seg­ir markmið verk­efn­is­ins vera að auka lýð­ræð­is­hefð í bygg­ing­ar­list enda hafi hún áhrif á alla lands­menn.

„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“
Reynir Ragnarsson Ungi stjórnmálafræðineminn vill að þjóðin hafi aukin áhrif á sjónrænt umhverfi sitt. Mynd: Davíð Þór

Lýðræðisvæðing arkitektúrs er Reyni Ragnarssyni mjög hugleikin. Reynir er stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands, en stofnaði nýverið síðuna Arkitektúr á Íslandi sem hann hýsir á Instagram. Þar blandar hann saman ástríðu sinni fyrir grafískri hönnun og arkitektúr með góðum viðtökum. 

Byggingarlist varði okkur öll

Reynir stofnaði síðuna til að stuðla að lýðræðisvæðingu í byggingarlist. Hann vill að þjóðin hafi meira að segja um byggingarnar sem munu einkenna borgarmyndina. „Ég stofnaði þessa síðu vegna þess að ég hafði verið að spyrja sjálfan mig hvers vegna þetta væri ekki málefni sem fólk hefur eitthvað að segja um. Ekki bara arkitektar eða fólk sem rekur byggingarfyrirtæki. Þetta er mál sem snertir okkur öll því það myndar allt sem við sjáum og lifum í. Almenningsrýmin okkar, heimilin okkar, vinnustaðirnir okkar,“ segir hann. 

Reynir telur hugmyndafræði einstaklingshyggju og nýfrjálshyggju ef til vill leiða ferð þegar byggingar eru reistar án tillits við nærliggjandi umhverfi eða félagslegt samhengi. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig fólk nálgaðist byggingarlist áður fyrr. Þessar fallegu, klassísku byggingar voru virkilega eitthvað sem fólk lagði metnað í, sem það kunni að meta. Þær settu sinn svip á borgina. Við ráðum hvernig samfélag og hvernig borg við byggjum. Við getum einblínt á annað en bara hvað er í tísku núna, eða hvað er ódýrast að byggja. Þetta virðist stundum fjalla um að arkitektar setji mark sitt á eitthvað, sama hvað, svo fólk muni eftir þeim. Nýfrjálshyggja er einnig áberandi hugmyndafræði í þessum efnum. Ég fæ mörg skilaboð um að það sé ekki hægt að skoða þetta mál án tillits til fjármagns byggingafyrirtækja. Ég er auðvitað enginn sérfræðingur á því sviði, en ég sé að þetta er mjög pólitískt allt saman,“ segir Reynir. 

Stjórnmálafræðinemi vill virkja lýðræðisvitund í byggingarlistReynir vill nýta lýðræði og nútímatækni til að byggja klassísk og tímalaus mannvirki.

Gráir kassar á lækjarbakka

Reynir spyr hvort gróðasjónarmið og smekkur fárra aðila eigi að ráða því alfarið hvernig borgin okkar mun líta út eftir hundrað ár. „Ef þú ferð út fyrir höfuðborgina, til dæmis í Grafarvoginn þar sem ég bý, þá eru gráir kassar það eina sem verið er að byggja. Þetta eiga að vera nýju fínu byggingarnar. Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar með allri tækninni sem við búum yfir. Við vitum hvað fólki finnst fallegt og hvernig umhverfi lætur fólki líða vel. Það eru til ýmsar rannsóknir sem sýna fram á það. Samt erum við bara að framleiða gráa kassa úti um allt land. Ég vissi ekkert hvernig viðtökurnar yrðu þegar ég stofnaði síðuna. Ég sótti innblástur í sambærilegar síður frá Noregi og Svíþjóð sem koma sama sjónarmiði á framfæri. Mér fannst Ísland þurfa á þessari umræðu að halda. Ég vil sjá fleira fólk tala um þessi mál. Upphaflega markmiðið með síðunni var bara að vera til og vaxa. Í öllu falli finnst mér umræðan vera þörf, sérstaklega miðað við hve mikið við erum að byggja. Útlit bygginganna mun hafa heilmikið að segja um borgarmynd framtíðar,“ segir hann. 

Vill vekja umræðu

„Ég vil sjá meiri fjölbreytni í arkitektúr og að hann sé sniðinn að því sem fólk vill. Ég tala fyrir tímalausri hönnun, að hanna byggingar úr efnum sem endast, en líka að hugsa fyrir því að þær séu fallegar á öllum tímabilum. Það þarf líka að hafa í huga hvernig nýbyggingar muni passa við nærliggjandi hús. Þetta er vídd sem ekki hefur verið talað mikið um á Íslandi. Maður lítur í kringum sig í miðbænum og sér alls konar byggingar sem voru reistar án þess tillits og eru svo gjörólíkar. Glerkubburinn við Pósthússtræti, við hliðina á Hótel Borg, er gott dæmi um það. Þegar við tölum um klassískar byggingar erum við oft að tala um gamlar byggingar. Með nútímatækni er samt allt hægt. Bygging getur verið klassísk að utan, módern að innan. Mér finnst þetta eiga að snúast um hvað við viljum sem samfélag,“ segir Reynir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Svörtu blokkirnar við Skúlagötu? Ef haldið hefði verið áfram með útlit ljósu blokkanna hefði Skúlagatan litið ágætlega út. Það má kannski spyrja sig hverjir samþykktu ýmsar svona hörmungar, svosem kýlið á Landsbankann og margt fleira.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu