Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“

Reyn­ir Ragn­ars­son, stjórn­mála­fræð­inemi við HÍ, stofn­aði ný­ver­ið In­sta­gram-síð­una Arki­tekt­úr á Ís­landi og fékk góð­ar við­tök­ur. Hann seg­ir markmið verk­efn­is­ins vera að auka lýð­ræð­is­hefð í bygg­ing­ar­list enda hafi hún áhrif á alla lands­menn.

„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“
Reynir Ragnarsson Ungi stjórnmálafræðineminn vill að þjóðin hafi aukin áhrif á sjónrænt umhverfi sitt. Mynd: Davíð Þór

Lýðræðisvæðing arkitektúrs er Reyni Ragnarssyni mjög hugleikin. Reynir er stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands, en stofnaði nýverið síðuna Arkitektúr á Íslandi sem hann hýsir á Instagram. Þar blandar hann saman ástríðu sinni fyrir grafískri hönnun og arkitektúr með góðum viðtökum. 

Byggingarlist varði okkur öll

Reynir stofnaði síðuna til að stuðla að lýðræðisvæðingu í byggingarlist. Hann vill að þjóðin hafi meira að segja um byggingarnar sem munu einkenna borgarmyndina. „Ég stofnaði þessa síðu vegna þess að ég hafði verið að spyrja sjálfan mig hvers vegna þetta væri ekki málefni sem fólk hefur eitthvað að segja um. Ekki bara arkitektar eða fólk sem rekur byggingarfyrirtæki. Þetta er mál sem snertir okkur öll því það myndar allt sem við sjáum og lifum í. Almenningsrýmin okkar, heimilin okkar, vinnustaðirnir okkar,“ segir hann. 

Reynir telur hugmyndafræði einstaklingshyggju og nýfrjálshyggju ef til vill leiða ferð þegar byggingar eru reistar án tillits við nærliggjandi umhverfi eða félagslegt samhengi. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig fólk nálgaðist byggingarlist áður fyrr. Þessar fallegu, klassísku byggingar voru virkilega eitthvað sem fólk lagði metnað í, sem það kunni að meta. Þær settu sinn svip á borgina. Við ráðum hvernig samfélag og hvernig borg við byggjum. Við getum einblínt á annað en bara hvað er í tísku núna, eða hvað er ódýrast að byggja. Þetta virðist stundum fjalla um að arkitektar setji mark sitt á eitthvað, sama hvað, svo fólk muni eftir þeim. Nýfrjálshyggja er einnig áberandi hugmyndafræði í þessum efnum. Ég fæ mörg skilaboð um að það sé ekki hægt að skoða þetta mál án tillits til fjármagns byggingafyrirtækja. Ég er auðvitað enginn sérfræðingur á því sviði, en ég sé að þetta er mjög pólitískt allt saman,“ segir Reynir. 

Stjórnmálafræðinemi vill virkja lýðræðisvitund í byggingarlistReynir vill nýta lýðræði og nútímatækni til að byggja klassísk og tímalaus mannvirki.

Gráir kassar á lækjarbakka

Reynir spyr hvort gróðasjónarmið og smekkur fárra aðila eigi að ráða því alfarið hvernig borgin okkar mun líta út eftir hundrað ár. „Ef þú ferð út fyrir höfuðborgina, til dæmis í Grafarvoginn þar sem ég bý, þá eru gráir kassar það eina sem verið er að byggja. Þetta eiga að vera nýju fínu byggingarnar. Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar með allri tækninni sem við búum yfir. Við vitum hvað fólki finnst fallegt og hvernig umhverfi lætur fólki líða vel. Það eru til ýmsar rannsóknir sem sýna fram á það. Samt erum við bara að framleiða gráa kassa úti um allt land. Ég vissi ekkert hvernig viðtökurnar yrðu þegar ég stofnaði síðuna. Ég sótti innblástur í sambærilegar síður frá Noregi og Svíþjóð sem koma sama sjónarmiði á framfæri. Mér fannst Ísland þurfa á þessari umræðu að halda. Ég vil sjá fleira fólk tala um þessi mál. Upphaflega markmiðið með síðunni var bara að vera til og vaxa. Í öllu falli finnst mér umræðan vera þörf, sérstaklega miðað við hve mikið við erum að byggja. Útlit bygginganna mun hafa heilmikið að segja um borgarmynd framtíðar,“ segir hann. 

Vill vekja umræðu

„Ég vil sjá meiri fjölbreytni í arkitektúr og að hann sé sniðinn að því sem fólk vill. Ég tala fyrir tímalausri hönnun, að hanna byggingar úr efnum sem endast, en líka að hugsa fyrir því að þær séu fallegar á öllum tímabilum. Það þarf líka að hafa í huga hvernig nýbyggingar muni passa við nærliggjandi hús. Þetta er vídd sem ekki hefur verið talað mikið um á Íslandi. Maður lítur í kringum sig í miðbænum og sér alls konar byggingar sem voru reistar án þess tillits og eru svo gjörólíkar. Glerkubburinn við Pósthússtræti, við hliðina á Hótel Borg, er gott dæmi um það. Þegar við tölum um klassískar byggingar erum við oft að tala um gamlar byggingar. Með nútímatækni er samt allt hægt. Bygging getur verið klassísk að utan, módern að innan. Mér finnst þetta eiga að snúast um hvað við viljum sem samfélag,“ segir Reynir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Svörtu blokkirnar við Skúlagötu? Ef haldið hefði verið áfram með útlit ljósu blokkanna hefði Skúlagatan litið ágætlega út. Það má kannski spyrja sig hverjir samþykktu ýmsar svona hörmungar, svosem kýlið á Landsbankann og margt fleira.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár