„Ég skil bara ekki hvern andskotann þessi lögreglustjóri þarf að rannsaka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég óttast það að mörgu leyti, í svona eftirlitsstofnun eins og Seðlabankinn er, að við lendum í því að við verðum hundelt persónulega eins og farið var á eftir þessu starfsfólki,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann vísar til þess að útgerðarfélagið Samherji kærði fimm af starfsmönnum Seðlabanka Íslands til lögreglunnar vorið 2019. Samherji lagði kæruna fram vegna rannsóknar bankans á Seðlabankamáli Samherja sem hófst með húsleitum hjá félaginu árið 2012, vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál.
Starfsmennirnir sem voru kærðir voru fyrirrennari Ásgeirs í embætti seðlabankastjóra, Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Sigríður Logadóttir og Rannveig Júníusdóttir. Kæran liggur enn þá, tveimur árum eftir að hún var lögð fram, hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum, Karls …
Athugasemdir