Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Gosið aldrei verið svona fallegt“

Páll Stef­áns­son ljós­mynd­ari fór að eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um, þar sem ný­ir gíg­ar mynd­uð­ust í gær. Hann lýs­ir að­stæð­um á vett­vangi.

„Gosið aldrei verið svona fallegt“

Þar sem ég stóð við þrífótinn og beið eftir gos gusu, heyrði ég Grindvísk hjón rekast á hvort annað fyrir aftan mig. „Magnað, gosið hefur aldrei verið svona fallegt, þetta er ellefta ferðin okkar hingað uppeftir.“ Hin hjónin svöruðu hálf afsakandi að þetta væri bara þeirra fimmta ferð að gosinu. „Það er svo magnað við þetta gos að það er aldrei eins, það bara stækkar og stækkar,“ sagði frúin sem var í sinni elleftu ferð upp í Geldingardalina.

Rétt á eftir kom annar ljósmyndari og plantaði þrífætinum rétt við hliðina á mér. „Þetta er eins og aðfangadagur og gamlárskvöld, sinnum tíu.“ Skömmu síðar blótaði hann í sand og ösku, hann var búinn að fylla tvö kort og átti bara eitt eftir. Besti tíminn kominn, rökkrið sem lyftir upp glóðinni í hrauninu. Hann blótaði aftur, þegar hann áttaði sig á því að hann hafði bara pláss fyrir tæplega 500 myndir á síðasta kortinu. 

Þrátt fyrir að gígarnir séu orðnir sex, þá hefur ekkert bætt í hraunrennslið, sem hefur verið tæpir 5 m3/s frá upphafi gossins fyrir tæpum mánuði. Það er þriðjungi minna en Fimmvörðuhálsgosið fyrir 11 árum, og 98% minna hraunrennsli en var fyrstu vikur Holuhraunsgossins fyrir sjö árum. Það verður þó ekki tekið af þessu litla gosi, að þetta er eitt myndrænasta og fallegasta gos sem við höfum fengið í áratugi - og ekki spillir fyrir hve aðgengið er gott. Bara upp eina brekku og þá er maður kominn á heitasta reit landsins, Geldingadali. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár