Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið

Frægt skilti at­hafna­manns­ins Við­ars Guðjohnsen sem hvatti veg­far­end­ur til að lesa Morg­un­blað­ið aug­lýs­ir nú leigu­íbúð­ir með mis­vís­andi heima­síðu.

Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið
Skilti Viðars Slóðin á skiltinu veitir ekki upplýsingar um leiguíbúðir, heldur um stéttabaráttu. Mynd: Davíð Þór

Skilti leigusalans og Sjálfstæðismannsins Viðars Guðjohnsen við Mörkina í Reykjavík hefur vakið athygli vegfarenda og netverja á undanförnum árum. Á því hafa staðið pólitísk skilaboð frá eiganda þess, en hann hefur nú breytt textanum á því og auglýsir leiguíbúðir sínar í húsinu við Mörkina 8.

Þegar lénið Mörkin8.is sem nú er gefið upp á skiltinu er slegið inn í vafra birtist hins vegar síða með textanum úr Kommúnistaávarpinu eftir Karl Marx og Friedrich Engels.

Svo virðist sem lénið Morkin8.is, með sérhljóðanum o, hafi verið skráð hjá ISNIC á jóladag í fyrra, en engin síða hefur þó verið sett upp á þeirri slóð. Lénið Mörkin8.is, með sérhljóðanum ö, var hins vegar skráð síðastliðinn sunnudag og sendir lesendur áfram á áðurnefndan byltingartexta. Má því draga þá ályktun að um hrekk sé að ræða og að einhver hafi viljað sýna hugsanlegum leigjendum hins hægrisinnaða Viðars grunntexta kommúnismans.

Davíð Oddsson með „alsjáandi auga“

Skiltið hefur verið nokkuð í fréttum undanfarin ár, en á því hafa staðið pólitísk skilaboð frá Viðari, meðal annars „Nei ESB“, „Nei Schengen“, „Áfram Trump“ og „Lesið Moggann Reykjavíkurbréf“. Er þar vísað í nafnlausa ritstjórnarpistla Morgunblaðsins sem eru á ábyrgð ritstjóra blaðsins, Haraldar Johannessen og Davíðs Oddssonar.

„Við erum að finna svo góðar útskýringar á hinu og þessu hjá okkar ástkæra Davíð Oddssyni, sem er náttúrlega mikill reynslubolti í lífinu og veit líka hvað er að gerast alls staðar í heiminum. Hann er með alsjáandi auga,“ sagði hann um skiltið við Fréttablaðið.

Viðar GuðjohnsenLeigusalinn bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2018.

Reglulega hafa verið unnin skemmdarverk á skiltinu frá því Viðar setti það upp fyrir nokkrum árum. Var meðal annars textanum breytt í „Áfram Dump“ og einnig krotað „ACAB“ sem er skammstöfun fyrir „All cops are bastards“ eða „Allar löggur eru skíthælar“.

Baráttan beinist gegn femínistum

Viðar sjálfur hefur kennt sig við „harðlínu hægri“ og bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2018, en hafði ekki erindi sem erfiði. Viðar hefur talað fyrir því að heimilislaust fólk og fíkniefnaneytendur, einkum af erlendu bergi brotnu, séu látnir mæta örlögum sínum án þess að fá hjálp. Þá hefur hann talað fyrir varðstöðu um „lífsrými“ Íslendinga, en orðið lífsrými samsvarar þýska hugtakinu Lebensraum sem skipar veigamikinn sess í orðræðu og hugmyndafræði nasista.

Hefur Viðar sagt baráttu sína beinast gegn femínistum „sem eru eins og mafíusamtök og eru með sósíalíska hugmyndafræði á bak við sig því þeir vilja láta stofnanir ala upp börn sín,“ eins og hann sagði í viðtali við Vísi. Hlutverk kvenna í þjóðfélaginu hefur verið honum hugleikið og hefur hann sagt að konur nenni ekki að ala upp börnin sín og eftirláti tölvum og símum það verkefni. Í aðdraganda leiðtogaprófkjörsins spurði hann eina kvenkyns mótframbjóðanda sinn: „Ætlar þú að hlýða mér, ef ég verð forystumaðurinn og vera undir mér og hlýða mér?“

„Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“

Þá hefur Viðar óhefðbundnar hugmyndir um fjölskylduformið og einhvers konar kynbótastefnu. „Af hverju er svona æðislegt að þjóna hommum og lesbíum?“ sagði hann í útvarpsþættinum Harmageddon. „Það á auðvitað að leyfa fjölkvæni hér á landi. Sjáið til dæmis Gylfa Þór Sigurðsson [knattspyrnumann]. Hann er hraustur og á nóg af peningum. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
5
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
Nauðung getur haft skelfilegar afleiðingar: „Þetta bara má ekki“
9
Fréttir

Nauð­ung get­ur haft skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar: „Þetta bara má ekki“

Formað­ur ÖBÍ rétt­inda­sam­taka seg­ir beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk vera íþyngj­andi úr­ræði sem að­eins skuli beita þeg­ar allt ann­að hef­ur ver­ið reynt til þraut­ar. Bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri hef­ur kall­að eft­ir gögn­um vegna máls Sveins Bjarna­son­ar sem um ára­bil var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár