Stundin ræddi við leiðtoga atvinnulífsins og stéttarfélaganna og lagði fyrir þá spurningar um hvernig samfélag þeir vildu sjá og berjast fyrir eftir að landinu tekst að komast í gegnum Covid-19 faraldurinn.
Hvernig telur þú æskilegt að endurreisa vinnumarkaðinn og koma samfélaginu út úr kreppunni þegar tök hafa náðst á heimsfaraldrinum?
„Lykilatriði er að tryggja viðspyrnu fyrirtækja þegar kófinu léttir. Fyrirtæki og atvinnulífið í heild skapa verðmætin sem standa undir samneyslu og velferðarkerfi og fullljóst að aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni.“
Hvaða hlutverk eiga atvinnurekendur og fyrirtækjaeigendur að leika í endurreisn efnahagslífsins?
Halldór svaraði ekki spurningunni.
Hvaða erfðasyndir vinnumarkaðarins væri kjörið að tækla í náinni framtíð?
„Pass.“
Hvernig væri best að spyrna við launaþjófnaði, að þínu mati?
„ASÍ og SA freista þess að ná saman um breytingar …
Athugasemdir