Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Konur nota ópíóða meira en karlar

Notk­un lyf­seð­ils­skyldra ópíóða á Ís­landi er meiri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Konur nota ópíóða meira en karlar
Lyf Dregið hefur úr notkun ópíóða á Íslandi undanfarin ár. Mynd: Shutterstock

Notkun lyfseðilsskyldra ópíóða hefur dregist saman um 22 prósent síðan árið 2016 eftir að hafa aukist árin á undan. Í fyrra fengu 157 einstaklingar af hverjum 1.000 íbúum að minnsta kosti eina ávísun á ópíóða.

Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. Ópíóðar eru verkjastillandi lyf, en til þeirra teljast meðal annars kódeín, morfín, fentanýl, tramadól og oxýkódón. „Ópíóíðar falla í flokk ávana- og fíknilyfja en langtíma notkun þeirra getur valdið því að notandinn verður háður lyfjunum vegna vanabindingar eða líkamlegrar fíknar,“ segir í fréttabréfinu. „Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða.“

Hlutfallslega flestir þeirra sem nota ópíóða eru í eldri aldurshópunum, en 345 af hverjum 1.000 íbúum 80 ára og eldri fengu ávísun í fyrra. Einnig er greinilegur kynjamunur á notkun ópíóða og eru konur í meirihluta notenda. „Á árinu 2020 fengu 184 af hverjum 1.000 konum ávísað ópíóíðum en 131 af hverjum 1.000 körlum. Körlum sem leysa út ávísun á ópíóíða, hefur fækkað hlutfallslega meira en konum á undanförnum árum, eða um 24% frá árinu 2016. Samsvarandi tala fyrir konur er 21%.“

Telur landlæknir að læknar sýni nú meira aðhald þegar kemur að ávísunum á þessi lyf. „Þrátt fyrir að dregið hafi úr notkun ópíóíða á Íslandi á síðastliðnum árum er hún þó enn umtalsvert meiri en á hinum Norðurlöndunum,“ segir enn fremur í fréttabréfinu. „Almennt má segja að dregið hafi úr notkun ópíóíða á flestum hinum Norðurlöndunum á undanförnum tveimur áratugum eins og fyrr segir, en það er aðeins á síðustu fimm árum sem dregið hefur úr notkuninni hérlendis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu