Fimm ráðherrar í ríkisstjórninni telja að skoða eigi að breyta reglum um upplýsingagjöf um fjárhagslega hagsmuni þingmanna þannig að þær nái einnig til persónulegra fjárfestinga þeirra í fjárfestingarsjóðum. Samkvæmt núgildandi reglum er eignarhald þingmanna í slíkum sjóðum, sem mögulega fjárfesta í mörgum ólíkum fyrirtækjum, undanskilið upplýsingagjöf þeirra til Alþingis um persónuleg fjármál þeirra. Á sama tíma þurfa þingmenn að tilgreina eignarhald sitt á hlutabréfum ef markaðsvirðið er yfir einni milljón. Fjölmargir fjárfestingarsjóðir eru reknir á Íslandi í ýmsum fyrirtækjum og nægir að nefna til dæmis sjóðstýringarfyrirtæki Arion banka, Stefni.
„Eitt af atriðum sem ættu að koma til álita við endurskoðun á reglum um hagsmunaskráningu alþingismanna á vegum þingsins“
Katrín: Ætti að vera kannað við næstu endurskoðun
Þeir ráðherrar sem vilja skoða breytingar á reglunum hvað þetta varðar eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Guðlaugur Þór Þóðarson utanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Í …
Athugasemdir