Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ragnar Þór kennir áróðri stórfyrirtækja um útbreiðslu smita

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins VR, seg­ir grát­legt að hags­mun­ir fárra fyr­ir­tækja­eig­enda hafi ver­ið tekn­ir fram fyr­ir al­manna­hags­muni.

Ragnar Þór kennir áróðri stórfyrirtækja um útbreiðslu smita
Telur fámennan og háværan hóp bera ábyrgð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kennir stórum fyrirtækjum sem barist hafa fyrir opnun landamæra um núverandi stöðu sóttvarnarmála. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við förum ekki í grafgötur með það í verkalýðshreyfingunni að við höfum gríðarlegar áhyggjur af því að það sé verið að taka hagsmuni fárra, valdamikilla fyrirtækja í samfélaginu fram yfir heilsu og hagsmuni þjóðarinnar.“ Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR. Í samtali við Stundina segist hann harma þá stöðu sem hefur skapast í samfélaginu með sérhagsmunapoti og áróðri fjársterkra afla.

Eins og tilkynnt var fyrr í dag taka gildi nýjar sóttvarnarreglur á miðnætti vegna þeirra smita sem greinst hafa síðustu daga. Samkomutakmarkanir miða við tíu manns, og öll­um skól­um landsins verð­ur lok­að til að minnsta kosti 1. apríls. Þar að auki verður sundstöðum og líkamsræktarstöðvum óheimilt að hafa opið, og krám og skemmtistöðum verður lokað.

„Það er útséð að páskafríið er nánast farið hjá mörgum,“ segir Ragnar. „Það er alveg ljóst mál að stór fyrirtæki eins og til dæmis Icelandair og stærri aðilar ferðaþjónustunnar sem hafa þrýst á eftir opnun landamæra í stað þess að bíða í tvo til þrjá mánuði á meðan að landið er bólusett bera hér mikla ábyrgð.“

Nefnir hann að fólkið í landinu hafi lagst á eitt til að ná niður fyrri smitum, en að ekki allir hafi lagt jafn mikið á sig. „Þetta er alveg skelfileg staða að vera í, þegar að okkur hefur tekist nokkrum sinnum mjög vel til að ná þessu niður með samstilltu átaki – ekki endilega átaki fyrirtækjanna heldur þjóðarinnar og allra – að missa þetta svona úr höndunum. Mér finnst þetta hræðilegt. Ég vona svo sannarlega að þessar hertar aðgerðir verði til þess að okkur takist að ná þessu niður í stað þess sem við erum að sjá í löndunum í kring um okkur þar sem enn eina ferðina er allt komið úr böndunum og enginn ræður við eitt né neitt.

„Á sama tíma og þjóðin er að kalla eftir því að getað áfram hist og verið saman þá eru hagsmunaöflin akkúrat hinum megin sem vilja tefla öllu í tvísýnu“

„Á sama tíma og þjóðin er að kalla eftir því að getað áfram hist og verið saman þá eru hagsmunaöflin akkúrat hinum megin sem vilja tefla öllu í tvísýnu, og það þegar við eigum svo stutt eftir. Við vorum farin að sjá fyrir endann á þessu, og það er grátlegt að þurfa að horfa upp á þessa stöðu.“

Telur ferðasumrinu hafa verið stefnt í hættu

Ragnar telur að ljóst að þessi fljótfærni fáeinna aðila gæti stefnt ferðasumrinu í hættu. „Það er ljóst mál að ef fólkið okkar getur ekki ferðast landið í sumar þá mun það hafa gríðarlega mikil áhrif fyrir marga aðila.“

Ragnari finnst ólíklegt að þessi forgangsröðun muni ekki hafa áhrif á val kjósenda fyrir alþingiskosningar í haust. „Það versta af öllu er að horfa upp á mjög fámennan og háværan hóp sérhagsmuna ná að þvinga fram algjörri breytingu á nálgun okkar gagnvart veirunni þvert á ráðleggingar sóttvarnarlæknis og þeirra sem hafa staðið í fremstu línunni. Mér finnst þetta vera mjög umhugsunarvert, og ég gæti trúað að kjósendur fyrir næstu alþingiskosningar muni taka þetta með sér inn í kjörklefann, hverra hagsmuna ríkisstjórnin og lagasetning þeirra hefur raunverulega verið að gæta þegar er verið að taka svona stórar ákvarðanir, eins og til dæmis hvernig og hvenær eigi að opna landið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár