Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ragnar Þór kennir áróðri stórfyrirtækja um útbreiðslu smita

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins VR, seg­ir grát­legt að hags­mun­ir fárra fyr­ir­tækja­eig­enda hafi ver­ið tekn­ir fram fyr­ir al­manna­hags­muni.

Ragnar Þór kennir áróðri stórfyrirtækja um útbreiðslu smita
Telur fámennan og háværan hóp bera ábyrgð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kennir stórum fyrirtækjum sem barist hafa fyrir opnun landamæra um núverandi stöðu sóttvarnarmála. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við förum ekki í grafgötur með það í verkalýðshreyfingunni að við höfum gríðarlegar áhyggjur af því að það sé verið að taka hagsmuni fárra, valdamikilla fyrirtækja í samfélaginu fram yfir heilsu og hagsmuni þjóðarinnar.“ Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR. Í samtali við Stundina segist hann harma þá stöðu sem hefur skapast í samfélaginu með sérhagsmunapoti og áróðri fjársterkra afla.

Eins og tilkynnt var fyrr í dag taka gildi nýjar sóttvarnarreglur á miðnætti vegna þeirra smita sem greinst hafa síðustu daga. Samkomutakmarkanir miða við tíu manns, og öll­um skól­um landsins verð­ur lok­að til að minnsta kosti 1. apríls. Þar að auki verður sundstöðum og líkamsræktarstöðvum óheimilt að hafa opið, og krám og skemmtistöðum verður lokað.

„Það er útséð að páskafríið er nánast farið hjá mörgum,“ segir Ragnar. „Það er alveg ljóst mál að stór fyrirtæki eins og til dæmis Icelandair og stærri aðilar ferðaþjónustunnar sem hafa þrýst á eftir opnun landamæra í stað þess að bíða í tvo til þrjá mánuði á meðan að landið er bólusett bera hér mikla ábyrgð.“

Nefnir hann að fólkið í landinu hafi lagst á eitt til að ná niður fyrri smitum, en að ekki allir hafi lagt jafn mikið á sig. „Þetta er alveg skelfileg staða að vera í, þegar að okkur hefur tekist nokkrum sinnum mjög vel til að ná þessu niður með samstilltu átaki – ekki endilega átaki fyrirtækjanna heldur þjóðarinnar og allra – að missa þetta svona úr höndunum. Mér finnst þetta hræðilegt. Ég vona svo sannarlega að þessar hertar aðgerðir verði til þess að okkur takist að ná þessu niður í stað þess sem við erum að sjá í löndunum í kring um okkur þar sem enn eina ferðina er allt komið úr böndunum og enginn ræður við eitt né neitt.

„Á sama tíma og þjóðin er að kalla eftir því að getað áfram hist og verið saman þá eru hagsmunaöflin akkúrat hinum megin sem vilja tefla öllu í tvísýnu“

„Á sama tíma og þjóðin er að kalla eftir því að getað áfram hist og verið saman þá eru hagsmunaöflin akkúrat hinum megin sem vilja tefla öllu í tvísýnu, og það þegar við eigum svo stutt eftir. Við vorum farin að sjá fyrir endann á þessu, og það er grátlegt að þurfa að horfa upp á þessa stöðu.“

Telur ferðasumrinu hafa verið stefnt í hættu

Ragnar telur að ljóst að þessi fljótfærni fáeinna aðila gæti stefnt ferðasumrinu í hættu. „Það er ljóst mál að ef fólkið okkar getur ekki ferðast landið í sumar þá mun það hafa gríðarlega mikil áhrif fyrir marga aðila.“

Ragnari finnst ólíklegt að þessi forgangsröðun muni ekki hafa áhrif á val kjósenda fyrir alþingiskosningar í haust. „Það versta af öllu er að horfa upp á mjög fámennan og háværan hóp sérhagsmuna ná að þvinga fram algjörri breytingu á nálgun okkar gagnvart veirunni þvert á ráðleggingar sóttvarnarlæknis og þeirra sem hafa staðið í fremstu línunni. Mér finnst þetta vera mjög umhugsunarvert, og ég gæti trúað að kjósendur fyrir næstu alþingiskosningar muni taka þetta með sér inn í kjörklefann, hverra hagsmuna ríkisstjórnin og lagasetning þeirra hefur raunverulega verið að gæta þegar er verið að taka svona stórar ákvarðanir, eins og til dæmis hvernig og hvenær eigi að opna landið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár