Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ragnar Þór kennir áróðri stórfyrirtækja um útbreiðslu smita

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins VR, seg­ir grát­legt að hags­mun­ir fárra fyr­ir­tækja­eig­enda hafi ver­ið tekn­ir fram fyr­ir al­manna­hags­muni.

Ragnar Þór kennir áróðri stórfyrirtækja um útbreiðslu smita
Telur fámennan og háværan hóp bera ábyrgð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kennir stórum fyrirtækjum sem barist hafa fyrir opnun landamæra um núverandi stöðu sóttvarnarmála. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við förum ekki í grafgötur með það í verkalýðshreyfingunni að við höfum gríðarlegar áhyggjur af því að það sé verið að taka hagsmuni fárra, valdamikilla fyrirtækja í samfélaginu fram yfir heilsu og hagsmuni þjóðarinnar.“ Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR. Í samtali við Stundina segist hann harma þá stöðu sem hefur skapast í samfélaginu með sérhagsmunapoti og áróðri fjársterkra afla.

Eins og tilkynnt var fyrr í dag taka gildi nýjar sóttvarnarreglur á miðnætti vegna þeirra smita sem greinst hafa síðustu daga. Samkomutakmarkanir miða við tíu manns, og öll­um skól­um landsins verð­ur lok­að til að minnsta kosti 1. apríls. Þar að auki verður sundstöðum og líkamsræktarstöðvum óheimilt að hafa opið, og krám og skemmtistöðum verður lokað.

„Það er útséð að páskafríið er nánast farið hjá mörgum,“ segir Ragnar. „Það er alveg ljóst mál að stór fyrirtæki eins og til dæmis Icelandair og stærri aðilar ferðaþjónustunnar sem hafa þrýst á eftir opnun landamæra í stað þess að bíða í tvo til þrjá mánuði á meðan að landið er bólusett bera hér mikla ábyrgð.“

Nefnir hann að fólkið í landinu hafi lagst á eitt til að ná niður fyrri smitum, en að ekki allir hafi lagt jafn mikið á sig. „Þetta er alveg skelfileg staða að vera í, þegar að okkur hefur tekist nokkrum sinnum mjög vel til að ná þessu niður með samstilltu átaki – ekki endilega átaki fyrirtækjanna heldur þjóðarinnar og allra – að missa þetta svona úr höndunum. Mér finnst þetta hræðilegt. Ég vona svo sannarlega að þessar hertar aðgerðir verði til þess að okkur takist að ná þessu niður í stað þess sem við erum að sjá í löndunum í kring um okkur þar sem enn eina ferðina er allt komið úr böndunum og enginn ræður við eitt né neitt.

„Á sama tíma og þjóðin er að kalla eftir því að getað áfram hist og verið saman þá eru hagsmunaöflin akkúrat hinum megin sem vilja tefla öllu í tvísýnu“

„Á sama tíma og þjóðin er að kalla eftir því að getað áfram hist og verið saman þá eru hagsmunaöflin akkúrat hinum megin sem vilja tefla öllu í tvísýnu, og það þegar við eigum svo stutt eftir. Við vorum farin að sjá fyrir endann á þessu, og það er grátlegt að þurfa að horfa upp á þessa stöðu.“

Telur ferðasumrinu hafa verið stefnt í hættu

Ragnar telur að ljóst að þessi fljótfærni fáeinna aðila gæti stefnt ferðasumrinu í hættu. „Það er ljóst mál að ef fólkið okkar getur ekki ferðast landið í sumar þá mun það hafa gríðarlega mikil áhrif fyrir marga aðila.“

Ragnari finnst ólíklegt að þessi forgangsröðun muni ekki hafa áhrif á val kjósenda fyrir alþingiskosningar í haust. „Það versta af öllu er að horfa upp á mjög fámennan og háværan hóp sérhagsmuna ná að þvinga fram algjörri breytingu á nálgun okkar gagnvart veirunni þvert á ráðleggingar sóttvarnarlæknis og þeirra sem hafa staðið í fremstu línunni. Mér finnst þetta vera mjög umhugsunarvert, og ég gæti trúað að kjósendur fyrir næstu alþingiskosningar muni taka þetta með sér inn í kjörklefann, hverra hagsmuna ríkisstjórnin og lagasetning þeirra hefur raunverulega verið að gæta þegar er verið að taka svona stórar ákvarðanir, eins og til dæmis hvernig og hvenær eigi að opna landið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár