Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Saka lögreglu um að misnota valdheimildir sínar

Sjö­menn­ing­ar sem voru hand­tekn­ir með vís­an í 19. grein lög­reglu­laga segja yf­ir­völd vera að glæpa­væða sam­stöðu með fólki á flótta og brjóta gegn stjórn­ar­skrár­vörn­um rétti sín­um til að mót­mæla.

Saka lögreglu um að misnota valdheimildir sínar
Segja 19. grein lögreglulaga andstæða stjórnarskrá Sjömenningar sem voru handteknir fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu segja lögreglu ekki hafa getað tilgreint hvaða lög handtaka þeirra átti að koma í veg fyrir. Rétturinn til að mótmæla er varinn í stjórnarskrá Íslands.

Sjömenningar sem voru handteknir á tveimur aðskildum mótmælum árið 2019 saka lögreglu um að beita valdheimildum sínum til að kæfa niður samstöðu með fólki á flótta. Þeir segja 19. grein lögreglulaga hafa gagngert verið beitt í gegnum tíðina til að stöðva pólitíska tjáningu og mótmæli sem eru óþægileg yfirvöldum.

Sjömenningarnir eru aðgerðarsinnar sem tilheyra sum óformlega hópnum No Borders, sem berst fyrir réttindum hælisleitenda. Þeir stóðu fyrir mótmælaherferð sem stóð yfir frá desember 2018 til júlí 2019. Hópurinn var handtekinn á tveimur mismunandi mótmælum á því tímabili. Á fyrri mótmælunum fór gjörningur fram þann 19. mars 2019 fyrir framan aðalinngang Alþingis, þar sem aðgerðarsinnar stóðu með límband yfir munni og hendur uppréttar, þannig að það sást að ritað var í lófa þeirra: „Stop deportations“ eða „Stöðvið brottvísanir“. Þann 5. apríl 2019 voru svo setumótmæli í opnu anddyri dómsmálaráðuneytisins.

Allir úr hópnum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár