Saka lögreglu um að misnota valdheimildir sínar

Sjö­menn­ing­ar sem voru hand­tekn­ir með vís­an í 19. grein lög­reglu­laga segja yf­ir­völd vera að glæpa­væða sam­stöðu með fólki á flótta og brjóta gegn stjórn­ar­skrár­vörn­um rétti sín­um til að mót­mæla.

Saka lögreglu um að misnota valdheimildir sínar
Segja 19. grein lögreglulaga andstæða stjórnarskrá Sjömenningar sem voru handteknir fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu segja lögreglu ekki hafa getað tilgreint hvaða lög handtaka þeirra átti að koma í veg fyrir. Rétturinn til að mótmæla er varinn í stjórnarskrá Íslands.

Sjömenningar sem voru handteknir á tveimur aðskildum mótmælum árið 2019 saka lögreglu um að beita valdheimildum sínum til að kæfa niður samstöðu með fólki á flótta. Þeir segja 19. grein lögreglulaga hafa gagngert verið beitt í gegnum tíðina til að stöðva pólitíska tjáningu og mótmæli sem eru óþægileg yfirvöldum.

Sjömenningarnir eru aðgerðarsinnar sem tilheyra sum óformlega hópnum No Borders, sem berst fyrir réttindum hælisleitenda. Þeir stóðu fyrir mótmælaherferð sem stóð yfir frá desember 2018 til júlí 2019. Hópurinn var handtekinn á tveimur mismunandi mótmælum á því tímabili. Á fyrri mótmælunum fór gjörningur fram þann 19. mars 2019 fyrir framan aðalinngang Alþingis, þar sem aðgerðarsinnar stóðu með límband yfir munni og hendur uppréttar, þannig að það sást að ritað var í lófa þeirra: „Stop deportations“ eða „Stöðvið brottvísanir“. Þann 5. apríl 2019 voru svo setumótmæli í opnu anddyri dómsmálaráðuneytisins.

Allir úr hópnum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár