Sjömenningar sem voru handteknir á tveimur aðskildum mótmælum árið 2019 saka lögreglu um að beita valdheimildum sínum til að kæfa niður samstöðu með fólki á flótta. Þeir segja 19. grein lögreglulaga hafa gagngert verið beitt í gegnum tíðina til að stöðva pólitíska tjáningu og mótmæli sem eru óþægileg yfirvöldum.
Sjömenningarnir eru aðgerðarsinnar sem tilheyra sum óformlega hópnum No Borders, sem berst fyrir réttindum hælisleitenda. Þeir stóðu fyrir mótmælaherferð sem stóð yfir frá desember 2018 til júlí 2019. Hópurinn var handtekinn á tveimur mismunandi mótmælum á því tímabili. Á fyrri mótmælunum fór gjörningur fram þann 19. mars 2019 fyrir framan aðalinngang Alþingis, þar sem aðgerðarsinnar stóðu með límband yfir munni og hendur uppréttar, þannig að það sást að ritað var í lófa þeirra: „Stop deportations“ eða „Stöðvið brottvísanir“. Þann 5. apríl 2019 voru svo setumótmæli í opnu anddyri dómsmálaráðuneytisins.
Allir úr hópnum …
Athugasemdir