Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Héraðsdómur sakfellir mótmælanda fyrir að óhlýðnast lögreglunni

Kári Orra­son var sak­felld­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur fyr­ir að óhlýðn­ast fyr­ir­mæl­um lög­regl­unn­ar. Kári og fjór­ir aðr­ir úr röð­um No Bor­ders voru hand­tekn­ir þann 5. apríl 2019 við mót­mæli í and­dyri dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins eft­ir ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá fund með ráð­herra.

Héraðsdómur sakfellir mótmælanda fyrir að óhlýðnast lögreglunni
Sakfelldur fyrir að óhlýðnast lögreglu Hinn 22 ára Kári Orrason var sakfelldur fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og stöðva mótmæli sín í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Verjandi hans, Helgi Þorsteinsson, sagði að rétturinn til að mótmæla sé stjórnarskrásvarinn og að mótmælum fylgi ónæði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kári Orrason var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg í gær fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar á mótmælum í fyrra. Í dómsorðum er ekki fallist á sjónarmið um að mótmælendur hefðu verið að bíða eftir útskýringu á hvaða lögum þeir væru að brjóta með mótmælum sínum, né um stjórnarskrárvarinn rétt almennings til mótmæla.

Er Kára gert að borga sekt upp á 10.000 krónur auk málskostnaðar. Dómurinn gæti skapað fordæmi fyrir fullnægjandi ástæðu beitingu lögregluvalds og fært til skilning á meðalhófsreglu stjórnsýslu.

Mótmæltu til að fá fund með ráðherra

Eins og Stundin hefur fjallað um voru fimm aðgerðarsinnar úr röðum No Borders samtakanna handteknir föstudaginn 5. apríl 2019 í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Samtökin berjast meðal annars fyrir réttindum hælisleitenda sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þessi föstudagur var fjórði dagur mótmæla við dómsmálaráðuneytið.

Ástæða mótmælanna var að krefjast fundar með þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, til að ræða bágar aðstæður fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Mótmælin fóru fram eftir margra mánaða tilraunir mótmælendanna til að bóka fund með ráðherra og vekja athygli á málefninu. Mótmælin voru því að mati mótmælendanna örþrifaráð, en þau fóru fram á venjulegum opnunartíma ráðuneytisins og hindruðu ekki störf starfsfólksins að öðru leyti en með hávaða. Lögreglan hafði áður haft afskipti af slíkum mótmælum og tekist að leysa þau upp án þess að til kæmi til handtaka.

Lögreglu stóð vægari úrræði til boða

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjargötu 30. september síðastliðinn. 

Kári sagði að hann hafi ekki brugðist við skipunum lögreglu samstundis, þar sem mikið hefði verið um kliður og óreiðu. Hann sagðist hafa verið að bíða eftir útskýringu á skipunum lögreglu og þýðingu á ensku fyrir þá sem skildu ekki íslensku, en hafi verið færður í handjárn áður en það gerðist.

„Lögreglan kemur inn, læsir hurðinni og stuttu síðar erum við handtekin,“ sagði hann fyrir dómi. Hann lýsti því hvernig lögreglan hafi verið fjölmennari en aðgerðarsinnar og staðið ógnandi yfir þeim. Hann sagðist ekki hafa gert sér í hugarlund að hann væri brotlegur, heldur hélt því fram að hann væri að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. „Það hvarflaði ekki að mér að ég væri að brjóta lög.“

Í vitnisburði stjórnanda lögreglu á vettvangi kom fram að „í þetta skiptið“ hefði verið ákveðið að handtaka mótmælendur. Meðalhófsregla stjórnsýslu segir að: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“

Verjandi Kára, Helgi Þorsteinsson, benti á að ekki aðeins hafi önnur úrræði eins og að rýma anddyrið staðið lögreglu til boða í þessu tilviki, heldur hafi þau virkað fyrr í sömu viku.

Í rökstuðningi í dómnum segir að Kári hafi átt að yfirgefa anddyri ráðuneytisins að fyrirmælum lögreglu. 

„Ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn 19. gr. lögreglulaga með því að óhlýðnast fyrirmælum um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins eins og rakið er í ákæru. Í nefndri grein segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. Ekki er annað komið fram í málinu en anddyri ráðuneytisins sé staður sem öllum er heimilt að koma á á afgreiðslutíma og er því almannafæri í skilningi lagagreinarinnar. Þá er komið fram að á nefndum tíma safnaðist þar saman hópur fólks, þar á meðal ákærði, og var með háreysti vegna þess að það vildi ná fundi ráðherra. Lögreglumenn komu á vettvang og með framburði þeirra og játningu ákærða er sannað að þeir gáfu fólkinu, þar með töldum ákærða, fyrirmæli um að fara en ákærði hlýddi þeim ekki. Með fyrirmælum sínum voru lögreglumenn að halda uppi lögum og reglu á almannafæri og með því að hlýða ekki fyrirmælum þeirra braut ákærði gegn nefndri lagagrein. Hann verður því sakfelldur samkvæmt ákærunni og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis.“

Ekki tekin afstaða til réttarins til að mótmæla

19. grein lögreglulaga segir að: „Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“ Kári var sakfelldur fyrir að óhlýðnast þessum lögum. Ekki kemur hins vegar fram í dómsorði hvaða lögbrot handtakan á að hafa komið í veg fyrir.

Þrátt fyrir að bæði saksóknari og verjandi hafi báðir rætt í lokaorðum sínum um réttinn til að mótmæla og takmarkanir hans er hvergi minnst á hann í dómsorðum.

Í samtali við Stundina segist Kári ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni áfrýja dóminum.

Eins og komið hefur fram var Kári einn af fimm aðgerðarsinnum sem voru handteknir, en hinir bíða eftir aðalmeðferð máls síns.

Kári er því dæmdur til að greiða 10 þúsund krónur eða sæta fangelsisvist í tvo daga. Þess utan ber honum að greiða rúmlega hálfa milljón króna í lögfræðikostnað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
5
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár