Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs

Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki Guð­finnu Bjarna­dótt­ur hef­ur feng­ið greiðsl­ur frá Land­spít­al­an­um um­fram þau mörk sem mið­að er við að fram­kvæma eigi út­boð. Land­spít­al­inn seg­ir fjár­hags­lega hag­kvæmt að við­halda samn­ingn­um við fyr­ir­tæk­ið.

Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs

Ráðgjafarfyrirtækið LC Ráðgjöf ehf. í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins og háskólarektors, og eiginmanns hennar, hefur fengið 57 milljónir króna í greiðslur frá opinberum aðilum frá vormánuðum 2018. Ekkert verkefnanna hefur farið í útboð samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum og þau hafa ekki verið gerð á grundvelli rammasamnings um slík innkaup.

Rúmlega þriðjungur upphæðarinnar, eða 23,5 milljónir króna, er tilkominn vegna verkefna fyrir Landspítalann frá desember 2018 til dagsins í dag. Er sú upphæð nokkuð yfir viðmiðunarfjárhæð laga um í hvaða tilvikum verk skal boðið út. Opinberu aðilarnir, sem LC Ráðgjöf hefur unnið fyrir frá apríl 2018, eru Landbúnaðarháskólinn, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Skipulagsstofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Háskóli Íslands, Þjóðskrá Íslands, forsætisráðuneytið og loks Landspítalinn. Heildarupphæð reikninga á þessu tímabili nemur 57 milljónum króna.

LandspítalinnRáðgjafafyrirtæki Guðfinnu hefur unnið reglulega fyrir Landspítalans frá 2014 hið minnsta.

Í svari Landspítalans við fyrirspurn Stundarinnar um málið kemur fram að á baki reikningunum frá LC …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár