Ráðgjafarfyrirtækið LC Ráðgjöf ehf. í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins og háskólarektors, og eiginmanns hennar, hefur fengið 57 milljónir króna í greiðslur frá opinberum aðilum frá vormánuðum 2018. Ekkert verkefnanna hefur farið í útboð samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum og þau hafa ekki verið gerð á grundvelli rammasamnings um slík innkaup.
Rúmlega þriðjungur upphæðarinnar, eða 23,5 milljónir króna, er tilkominn vegna verkefna fyrir Landspítalann frá desember 2018 til dagsins í dag. Er sú upphæð nokkuð yfir viðmiðunarfjárhæð laga um í hvaða tilvikum verk skal boðið út. Opinberu aðilarnir, sem LC Ráðgjöf hefur unnið fyrir frá apríl 2018, eru Landbúnaðarháskólinn, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Skipulagsstofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Háskóli Íslands, Þjóðskrá Íslands, forsætisráðuneytið og loks Landspítalinn. Heildarupphæð reikninga á þessu tímabili nemur 57 milljónum króna.
Í svari Landspítalans við fyrirspurn Stundarinnar um málið kemur fram að á baki reikningunum frá LC …
Athugasemdir