Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs

Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki Guð­finnu Bjarna­dótt­ur hef­ur feng­ið greiðsl­ur frá Land­spít­al­an­um um­fram þau mörk sem mið­að er við að fram­kvæma eigi út­boð. Land­spít­al­inn seg­ir fjár­hags­lega hag­kvæmt að við­halda samn­ingn­um við fyr­ir­tæk­ið.

Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs

Ráðgjafarfyrirtækið LC Ráðgjöf ehf. í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins og háskólarektors, og eiginmanns hennar, hefur fengið 57 milljónir króna í greiðslur frá opinberum aðilum frá vormánuðum 2018. Ekkert verkefnanna hefur farið í útboð samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum og þau hafa ekki verið gerð á grundvelli rammasamnings um slík innkaup.

Rúmlega þriðjungur upphæðarinnar, eða 23,5 milljónir króna, er tilkominn vegna verkefna fyrir Landspítalann frá desember 2018 til dagsins í dag. Er sú upphæð nokkuð yfir viðmiðunarfjárhæð laga um í hvaða tilvikum verk skal boðið út. Opinberu aðilarnir, sem LC Ráðgjöf hefur unnið fyrir frá apríl 2018, eru Landbúnaðarháskólinn, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Skipulagsstofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Háskóli Íslands, Þjóðskrá Íslands, forsætisráðuneytið og loks Landspítalinn. Heildarupphæð reikninga á þessu tímabili nemur 57 milljónum króna.

LandspítalinnRáðgjafafyrirtæki Guðfinnu hefur unnið reglulega fyrir Landspítalans frá 2014 hið minnsta.

Í svari Landspítalans við fyrirspurn Stundarinnar um málið kemur fram að á baki reikningunum frá LC …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár