Síðla árs 2017 var samið um það að greidd yrðu um 70 þúsund pund, nærri 10 milljónir íslenskra króna á gengi þess tíma, fyrir það að fjárfestirinn Róbert Wessman yrði í forsíðuviðtali við enska tímaritið World Finance. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Tímaritið er gefið út af samnefndu útgáfufyrirtæki sem er með aðsetur í London. Viðtalið var 10 blaðsíður og var einnig samið um markaðssetningu á því í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Greiðandi kaupverðsins á viðtalinu var Alvogen, samheitalyfjafyrirtækið sem Róbert stofnaði og stýrir.
Róbert Wessman er forstjóri og einn eigandi Alvogen sem og líftæknifyrirtækisins Alvotech sem rekur lyfjaverksmiðjuna á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni. Róbert Wessman er sjálfur stærsti hluthafinn í Alvotech í gegnum fyrirtæki í Lúxemborg sem heitir Alvotech Holding S.A. en Róbert á tæp 39 prósent í því. Endanlegt eignarhald á fyrirtækjaeignum Róberts í Alvogen og Alvotech er svo í sjóði í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi.
Róbert og fyrirtæki á …
Athugasemdir