Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hvernig albanska mafían sigraði heiminn

Alban­ía er að breyt­ast í mafíu­ríki og vax­andi um­svif al­þjóð­legra albanskra glæpa­hópa vekja ugg lög­reglu­yf­ir­valda um all­an heim sem segja þá nýta sér Schengen-að­gang í ill­um til­gangi. Þeim hef­ur á ör­skömm­um tíma tek­ist að sölsa und­ir sig glæpa­veldi sem tók aðra hópa ára­tugi að byggja upp. Styrk­ur þeirra bygg­ist á óbilandi tryggð sem á djúp­ar ræt­ur í menn­ing­ar­arfi og fjöl­skyldu­tengsl­um.

Hvernig albanska mafían sigraði heiminn
„Hellbainianz“ Albanskt gengi sem hefur flíkað lífsstíl sínum og vopnum hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum. Samkvæmt fjölmiðlaumfjöllun höndla þeir bæði með heildsölu fíkniefna og stunda gengjastarfsemi. Mynd: Instagram

Uppruni albönsku þjóðarinnar er dularfullur og enn í dag eru skiptar skoðanir meðal fræðimanna um nákvæmlega hverjir forfeður þeirra voru. Albanir koma fyrst skyndilega fram á sjónarsviðið sem kristin þjóð á elleftu öld, samkvæmt heimildum frá Býsansveldi þess tíma. Engar öruggar heimildir er að finna um tungumál þeirra fyrr en á fimmtándu öld en það virðist skylt fornum tungum sem talaðar voru á Balkansskaga langt aftur í aldir. 

Nútímarannsóknir á genamengjum sýna að Albanir eru sú Evrópuþjóð sem er hvað minnst blönduð öðrum þjóðum. Samkvæmt fornum hefðum byggði samfélag þeirra mjög á nánum blóðtengslum sem mynduðu órjúfanlega samstöðu gegn þeim fjölmörgu óvinveittu nágrönnum sem þeir þurftu að kljást við í gegnum aldirnar. Eitt mikilvægasta hugtakið í albönsku máli er „besa“ sem mætti þýða sem samstöðu eða tryggð en hefur mun dýpri og víðtækari þýðingu í raun.  

Í stuttu máli sagt þýðir besa að heiður þinn og fjölskyldu þinnar er í húfi ef þú verður uppvís að því að ljúga að þínum nánustu eða tekur ekki sterka afstöðu með þeim gegn utanaðkomandi fólki. Sjálft líf þitt er í húfi ef þú gengur á bak orða þinna gagnvart ættingjum.  

Hugtakið er þó mun flóknara en þessi stutta skýring gefur til kynna. Til er langur og aldagamall lagabálkur sem kallast Kanun og fjallar um hinar fjölmörgu útfærslur á hvernig þér ber að halda tryggð við skyldmenni. Kanun var lagabókstafur albönsku þjóðarinnar allt þar til kommúnistastjórnin tók við á 20. öld, og hefur verið endurvakinn sem hluti af menningararfi hennnar frá falli Sovétríkjanna. 

Það var einmitt fall Sovétríkjanna, og það sem fylgdi í kjölfarið árin á eftir, sem er helsta ástæða þess að svo margir Albanir leiddust út á braut glæpa af illri nauðsyn.  

Minnsta HoxhaAldraðir kommúnistar minnast þjóðarleiðtogans Envers Hoxha í Tirana fyrir nokkrum árum.

Heil þjóð rænd framtíð sinni 

Mikil bjartsýni ríkti í Albaníu fyrst eftir fall kommúnismans, eins og svo víða þar sem járntjaldið var að falla. Almenningur hafði enga reynslu af markaðshagkerfi en trúði á loforð vesturveldanna um að það myndi fljótlega leiða til stóraukinnar verðmætasköpunar og velmegunar.  

Albanir þjáðust gríðarlega undir hinum ofsóknarbrjálaða og einangraða harðstjóra Enver Hoxha og lífsgæði þar voru verri en víðast hvar í Sovétríkjunum fyrrverandi. Það var því til mikils að vinna þegar ný stjórnvöld tóku við með blessun vestrænna banka og blésu til stórsóknar í efnahagsmálum. Það eina sem þurfti til, sögðu ráðamenn, var fjármagn til að stofna fyrirtæki og koma hlutunum á skrið. 

Fjölmörg einkafyrirtæki voru stofnuð næstu árin, mörg með sterk tengsl við fyrrnefnda ráðamenn, og var almenningur eindregið hvattur til að leggja þeim til sitt litla sparifé til að tryggja þjóðinni bjartari framtíð. Lítið var um skýringar á því hvernig þessi fyrirtæki áttu að fara að því að mala gull en þegar mörg þeirra byrjuðu að greiða út arð þótti ljóst að nú væri kapítalisminn kominn til að vera og bæta albanskt samfélag. 

Allir sem vettlingi gátu valdið hlupu til og settu aleiguna í þessi fyrirtæki. Enginn þorði að hallmæla góðærinu, nema einn hagfræðingur á vegum ríkisstjórnarinnar sem var rekinn úr starfi og honum hótað fangelsisvist fyrir að tala niður þjóðarskútuna.  

Það sem hagfræðingurinn vissi var að þetta var einfaldlega svokölluð Ponzi svikamylla sem gengur út á að safna sífellt nýjum fjárfestum til að geta greitt þeim fyrri arð. Engin innistæða var fyrir verðmatinu og þegar bólan sprakk árið 1997 hvarf nánast allt sparifé albönsku þjóðarinnar yfir nóttu, auk þess sem opinberir reikningar voru tæmdir. Þeir sem báru ábyrgð á öllu saman voru löngu búnir að koma sér úr landi með allt góssið þegar almenningur varð þess áskynja hvað hefði gerst. Blóðug mótmæli brutust út um alla Albaníu þegar fólk gerði sér grein fyrir því að það hefði verið rænt framtíð sinni og barna sinna. Mótmælin urðu að borgarastríði, á þriðja þúsund féll í átökunum og ríkisstjórninni var steypt af stóli. En það var um seinan, örlög þjóðarinnar voru ráðin til næstu ára. 

Mafíuríki í Evrópu 

Algjör upplausn ríkti í borgarastríðinu og árin á eftir. Þjóðin var við hungurmörk og gripdeildir brutust út um allt land. Það var af fáu að taka og fljótlega byrjaði almenningur að herja á vopnabúr hersins þar sem vopn voru það eina verðmæta sem til var í landinu í einhverjum mæli. Töluvert af þessum vopnum endaði í Kosovo þar sem stríð braust út ári síðar, og nokkrar stórfjölskyldur í Albaníu byrjuðu að stunda skipulögð vopnaviðskipti í skiptum fyrir gjaldeyri og nauðsynjar. 

Þá kom sér vel hversu margir Albanir höfðu flust búferlum í gegnum árin og aldirnar á undan. Lítil samfélög Albana höfðu skotið upp kollinum um alla Evrópu, víða í Norður- og Suður-Ameríku, í Miðausturlöndum og Ástralíu. Albanir eru tíu milljónir á heimsvísu en aðeins þrjár milljónir búa í landinu sjálfu. Fólk, sem hafði flúið Albaníu í leit að betra lífi, var enn bundið ættartengslum við þá sem eftir urðu og fannst það tilknúið að hjálpa ættingjum sínum heima fyrir. Hugtakið besa gegndi þar lykilhlutverki. 

Með þessa tengiliði um allan heim voru albanskir glæpahópar fljótir að koma undir sig fótunum og beindu strax sjónum sínum að hinum alþjóðlega fíkniefnamarkaði, fyrir utan að vera enn stórtækir í vopnaviðskiptum og mansali. Margir þessara hópa hafa bein tengsl við stjórnmálamenn í Albaníu og hefur landinu verið lýst sem eina mafíuríki Evrópu, eða „narco-state“ eins og það er skilgreint af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það þýðir að allt hagkerfi og stjórnkerfi landsins er undirlagt af skipulagðri glæpastarfsemi og nær ómögulegt er að gera greinarmun á lögmætum og ólögmætum viðskiptum þar sem sama fólkið stjórnar hvoru tveggja. 

Steininn tók úr árið 2010 þegar Evrópusambandið ákvað að veita Albönum frjálsan aðgang að Schengen-svæðinu. Samkvæmt skýrslu hollensku lögreglunnar varð algjör sprenging í starfsemi albönsku mafíunnar í Evrópu árin á eftir. Albanskir hópar, sem byrjuðu sem sendisveinar glæpamanna frá Rússlandi og Suður-Ameríku, gátu nú sent allt sitt einvalalið til Evrópu og tókst þannig að margfalda umsvif sín á fáum árum. 

Lögreglan á Ítalíu segir að albönsk samtök hafi um þetta leyti hafið náið samstarf við ítölsku mafíuna á Sikiley og í Napólí og nánast tekið við öllum fíkniefnaviðskiptum þeirra á heimsvísu gegn vægri þóknun. Þeim hafi helst hugnast að semja við Ítali þar sem þeir höfðu bæði reynsluna og kunnu að meta sömu gildi á borð við sterk fjölskyldutengsl og tryggð. 

Í Hollandi segja yfirvöld að ástandið sé löngu orðið óboðlegt, albönsku hóparnir hafi vaðið þar uppi og háð blóðugt stríð við þá sem fyrir voru á fíkniefnamarkaðnum. Holland er mikil miðstöð fíkniefnaviðskipta í Evrópu. Hollensk stjórnvöld óskuðu í fyrra eftir formlegu leyfi Evrópusambandsins til að neita að hleypa Albönum til landsins, þrátt fyrir aðild þeirra að Schengen. Segja Hollendingar um neyðarráðstöfun að ræða til að stemma stigu við öldu ofbeldis og uppræta glæpahópa sem nýti sér ferðafrelsið til að koma eftirlýstum glæpamönnum í öruggt skjól í Albaníu. 

Beint frá býli 

Breska lögreglan hefur, ásamt kollegum sínum á evrópska meginlandinu, fylgst grannt með þróun mála hjá albönsku mafíunni. Hún telur að Albanir hafi náð algjörum undirtökum í kókaínviðskiptum á Bretlandseyjum og séu hratt að auka við sig í viðskiptum með önnur efni á borð við amfetamín og MDMA. Þá sé mansal áberandi hluti af starfseminni. 

Samkvæmt greiningu bresku lögreglunnar eru það fyrst og fremst þrjú atriði sem hafa skipt sköpum í vexti albanskra glæpahópa: fjölskyldutengsl, vilji til að beita hrottalegu ofbeldi og einföldun framleiðslukeðjunnar.  

Blóðtengslin þýða að ómögulegt er fyrir lögregluna að finna uppljóstrara eða reyna að koma dulbúnum lögreglumönnum inn í samtökin. Allir þekkja alla, eða geta í það minnsta fljótt áttað sig á því hverra manna þú ert. Ofbeldið hefur aukist frá 2010 þar sem albanskir leigumorðingjar eru sagðir vera sendir frá heimalandinu til að sinna slíkum verkefnum í Evrópu og snúa síðan aftur heim áður en hægt er að handsama þá. Fyrir vikið óttast önnur glæpasamtök að styggja þá. 

Síðast en ekki síst eru það þó breytingar á framleiðslukeðjunni sem malar gull fyrir albanska glæpamenn þessa dagana. Þeir byrjuðu á að ná tökum á götusölu í ríkjum á borð við Bretland, Holland, Þýskaland og Ítalíu. Foringjarnir heima í Albaníu áttuðu sig þó fljótlega á því að erfitt var að reiða sig á tengiliði í þeim ríkjum sem framleiða fíkniefnin, hvort sem það er í Suður-Ameríku eða Asíu. Sendingar bárust oft seint og illa, auk þess sem aldrei var hægt að ganga að gæðunum vísum. 

Samkvæmt gögnum sem breska dagblaðið The Guardian hefur undir höndum tókst Albönum að ná samningum beint við framleiðendur og losuðu sig þannig við alla milliliði í viðskiptunum. Gangverðið á kílói af kókaíni í Evrópu hafi fyrir nokkrum árum verið um fjórar milljónir íslenskra króna í gegnum allra ódýrustu milliliði í Hollandi. Með því að flytja sín efni inn beint frá Kólumbíu hafi Albanirnir náð verðinu niður fyrir eina milljón á kíló og gulltryggt yfirráð sín yfir bæði smásölu og stórinnflutningi í Evrópu. Enginn hafi þor eða burði til að ógna þeim úr því sem komið er, þeir hafi fullkomna stjórn á söluferlinu frá upphafi til enda.

SérsveitinLögreglan hefur á undanförnum árum aukið vopnaburð sinn vegna umræðu um hryðjuverkaógn og skipulagða glæpastarfsemi.

Komnir til Íslands en markaðurinn lítill 

Stundin hefur rætt við nokkurn hóp Íslendinga sem hafa í gegnum tíðina verið hluti af undirheimunum hér á landi. Ber þeim öllum saman um að albanska mafían sé löngu komin til landsins og hafi raunar verið mjög áberandi síðustu ár. Þeir furða sig á lítilli umfjöllun um málin en segja sögur ganga af hótunum og ofbeldisverkum.

Eins og flestum er kunnugt var albanskur maður myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði á dögunum og er samlandi hans í haldi lögreglu vegna málsins. Enginn, sem Stundin ræddi við, treysti sér til að fullyrða að málið tengdist fyrrnefndum glæpasamtökum, þrátt fyrir miklar sögusagnir þess efnis. Almennt hafi Íslendingar ekki góða innsýn í þessa hópa. „Þetta er náttúrlega fjölskyldubissness soldið hjá þeim, þannig að maður er ekkert hluti af því,“ segir maður sem lengi var viðriðinn fíkniefnaviðskipti hér á landi. 

Aðrir heimildarmenn Stundarinnar sögðu mögulegt að morðið tengdist eldri deilum í undirheimum hér á landi. Tveir þeirra nefndu samkeppni fyrirtækja sem bjóði fram dyravörslu og vísuðu til átaka sem áttu sér stað í miðbæ Reykjavíkur í september í fyrra. Þekktur Íslendingur í undirheimunum hafi þá staðið með albönskum dyravörðum á sínum vegum, gegn margdæmdum íslenskum fíkniefnasala sem hafi flutt inn dyraverði frá öðrum löndum í austanverðri Evrópu. 

Miðað við gríðarlegt umfang albönsku mafíunnar í Evrópu er Ísland ekki stór eða merkilegur biti að sögn sömu heimildamanna. Það sé þó greinilega einhver hópur sem sé gerður út til að koma hingað. Menn skiptist á að sækja um hæli eða landvistarleyfi og starfi hér við að keyra út fíkniefni í nokkra mánuði þar til umsókninni er hafnað og næsti maður tekur við. Þeir auglýsi allir með sömu myndum og sama enska texta á samskiptaforritum á netinu, þeir séu allir með sömu efni sem þeir flytji öll inn sjálfir og eigi annars lítil samskipti við íslenska glæpamenn. 

„Þeir eru ekkert upp á okkur komnir með efni, og virðast fyrst og fremst vilja stjórna sinni eigin smásölu frekar en að flytja inn fyrir aðra. Maður heyrir af hótunum og rugli en það er engin leið að vita hvort það sé eitthvað að ofan eða bara partur af því sem gerist þegar maður er á litlum en ólöglegum markaði þar sem samkeppni er mikil,“ segir einn slíkur undirheimamaður að lokum. Hann hafi lítil samskipti átt við þessa hópa og vilji halda því þannig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár