Grunnlaun borgarfulltrúa í Reykjavík hafa hækkað um 56 þúsund krónur á meðan Covid-19 faraldrinum hefur staðið yfir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur lagt til að launin verði fryst, en tillagan hefur ekki komið til atkvæðagreiðslu nær ári síðar.
Laun borgarfulltrúa taka breytingum tvisvar á ári, í janúar og júlí, í samræmi við launavísitölu. Laun þeirra hækkuðu þannig síðast 1. janúar og nema grunnlaun borgarfulltrúa nú 829.921 krónu. Til samanburðar voru þau 774 þúsund krónur á mánuði eftir hækkun 1. janúar 2020 samkvæmt útreikningum Stundarinnar. Hafa þau þannig hækkað um rúm 7 prósent, eða um 56 þúsund krónur, í tveimur hækkunum frá því faraldurinn hófst.
Ofan á launin bætast álagsgreiðslur fyrir nefndarsetu, setu í borgarráði, formennsku í nefndum og borgarstjórnarflokkum, setu í stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, auk fasts starfskostnaðar. Fyrstu varaborgarfulltrúar fá sömuleiðis 581 þúsund krónur í grunnlaun, auk álagsgreiðslna og starfskostnaðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fær 1.976.025 í laun, …
Athugasemdir