Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Laun borgarfulltrúa hækkað tvisvar frá upphafi faraldurs

Laun borg­ar­full­trúa hækk­uðu 1. janú­ar. Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi lagði til fryst­ingu vegna Covid-far­ald­urs­ins, en hún hef­ur ekki kom­ið til at­kvæða nær ári síð­ar.

Laun borgarfulltrúa hækkað tvisvar frá upphafi faraldurs
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir að margir nái ekki endum saman á meðan laun borgarfulltrúa hækka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Grunnlaun borgarfulltrúa í Reykjavík hafa hækkað um 56 þúsund krónur á meðan Covid-19 faraldrinum hefur staðið yfir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur lagt til að launin verði fryst, en tillagan hefur ekki komið til atkvæðagreiðslu nær ári síðar.

Laun borgarfulltrúa taka breytingum tvisvar á ári, í janúar og júlí, í samræmi við launavísitölu. Laun þeirra hækkuðu þannig síðast 1. janúar og nema grunnlaun borgarfulltrúa nú 829.921 krónu. Til samanburðar voru þau 774 þúsund krónur á mánuði eftir hækkun 1. janúar 2020 samkvæmt útreikningum Stundarinnar. Hafa þau þannig hækkað um rúm 7 prósent, eða um 56 þúsund krónur, í tveimur hækkunum frá því faraldurinn hófst.

Ofan á launin bætast álagsgreiðslur fyrir nefndarsetu, setu í borgarráði, formennsku í nefndum og borgarstjórnarflokkum, setu í stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, auk fasts starfskostnaðar. Fyrstu varaborgarfulltrúar fá sömuleiðis 581 þúsund krónur í grunnlaun, auk álagsgreiðslna og starfskostnaðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fær 1.976.025 í laun, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár