Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Laun borgarfulltrúa hækkað tvisvar frá upphafi faraldurs

Laun borg­ar­full­trúa hækk­uðu 1. janú­ar. Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi lagði til fryst­ingu vegna Covid-far­ald­urs­ins, en hún hef­ur ekki kom­ið til at­kvæða nær ári síð­ar.

Laun borgarfulltrúa hækkað tvisvar frá upphafi faraldurs
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir að margir nái ekki endum saman á meðan laun borgarfulltrúa hækka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Grunnlaun borgarfulltrúa í Reykjavík hafa hækkað um 56 þúsund krónur á meðan Covid-19 faraldrinum hefur staðið yfir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur lagt til að launin verði fryst, en tillagan hefur ekki komið til atkvæðagreiðslu nær ári síðar.

Laun borgarfulltrúa taka breytingum tvisvar á ári, í janúar og júlí, í samræmi við launavísitölu. Laun þeirra hækkuðu þannig síðast 1. janúar og nema grunnlaun borgarfulltrúa nú 829.921 krónu. Til samanburðar voru þau 774 þúsund krónur á mánuði eftir hækkun 1. janúar 2020 samkvæmt útreikningum Stundarinnar. Hafa þau þannig hækkað um rúm 7 prósent, eða um 56 þúsund krónur, í tveimur hækkunum frá því faraldurinn hófst.

Ofan á launin bætast álagsgreiðslur fyrir nefndarsetu, setu í borgarráði, formennsku í nefndum og borgarstjórnarflokkum, setu í stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, auk fasts starfskostnaðar. Fyrstu varaborgarfulltrúar fá sömuleiðis 581 þúsund krónur í grunnlaun, auk álagsgreiðslna og starfskostnaðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fær 1.976.025 í laun, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár