Sjö konur hafa stigið fram í Stundinni og lýst því að þær hafi verið beittar harðræði, andlegu og líkamlegu ofbeldi meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu sem var rekið í Varpholti og síðar á Laugalandi í Eyjafirði. Meðferðarheimilin voru rekin af sama aðila, Ingjaldi Arnþórssyni, á árunum 1997 til 2007. Gögn frá umboðsmanni barna sýna að fyrstu tilkynningar um aðstæðurnar bárust árið 2000, og ítrekað eftir það. Stúlkur sem höfðu dvalið á meðferðarheimilinu fóru á fund umboðsmanns barna. Önnur segist hafa fundað með forstjóra Barnaverndarstofu til að greina frá reynslu sinni af meðferðarheimilinu. Sannleiksgildi frásagna þeirra var ekki kannað og meðferðarheimilið var rekið áfram undir sömu formerkjum. Ingjaldur hafnar öllum ásökunum á hendur sér, en ellefu nafngreindar konur og fleiri ónafngreindar hafa óskað eftir því við ráðherra að rannsókn fari fram á vistheimilunum.
Í tímalínunni hér að neðan eru lýsingar kvennana raktar ásamt öðrum gögnum sem skjalfest eru.
Athugasemdir