Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, var gest­kom­andi á bæ á Suð­ur­landi þar sem ætt­ingj­ar hans höfðu lagt net í sjó­birt­ingsá á Suð­ur­landi. Hann seg­ir að um­fjöll­un Frétta­blaðs­ins um mál­ið und­ir­striki þá her­ferð sem blað­ið er í. Helgi Magnús­son, fjár­fest­ir og eig­andi Frétta­blaðs­ins**, vill ekki svara spurn­ing­um um mál­ið.

Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann
Talar um herferð gegn verkalýðshreyfingunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Fréttablaðið vera í herferð gegn verkalýðshreyfingunni. Hann sést hér með Sólveigu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem Fréttablaðið hefur einnig oftsinnis fjallað um. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hver slær svona máli upp á forsíðu með svona fyrirsögn vitandi það að heimildir eru mjög veikar?“ spyr Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem var sakaður um lögbrot á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni, án þess að heimildir stæðu undir því. 

Ragnar Þór hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á Helga Magnússon, núverandi eiganda Fréttablaðsins og fyrrverandi formann stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Gagnrýni Ragnars Þórs hefur meðal annars beinst að því sértæka atriði að Helgi hafi sem einkafjárfestir átt hagsmuna að gæta í sömu fyrirtækjum og Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti í þegar hann leiddi stjórn lífeyrissjóðsins. Þá hefur hann einnig gagnrýnt einstaka fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna í stjórnarformannstíð Helga, eins og til dæmis í kísilverksmiðju Silicor Materials sem til stóð að risi í Hvalfirði.

Þessi gagnrýni Ragnars er hluti af þeirri almennu gagnrýni hans að fjárfestingar lífeyrissjóðanna stjórnist of mikið af mögulegum  einkahagsmunum fjárfesta og atvinnurekenda, eins og Helga, en ekki af hagsmunum sjóðsfélaga …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár