Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landeigandi segir að Ragnar hafi ekki lagt nein net

Lög­regl­an á Suð­ur­landi stað­fest­ir að Ragn­ar sé hvorki ger­andi né vitni í mál­inu.

Landeigandi segir að Ragnar hafi ekki lagt nein net
Vill fá afsökunarbeiðni Ragnar vill að Fréttablaðið dragi fréttina til baka og biðji sig afsökunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun var haldið því fram að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi tekið þátt í veiðiþjófnaði í ánni Holtsá með því að leggja net í ána. Þá kemur einnig fram í fréttinni að þrír menn hafi verið kærðir til lögreglu og að Ragnar sé einn af þeim.

Stundin hefur undir höndum tölvupóst frá lögreglunni á Suðurlandi þar sem hún staðfestir að Ragnar sé hvorki skráður sem sakborningur né sem vitni í málinu.

„Samkvæmt gögnum málsins, er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál,“ segir í tölvupóstinum sem R. Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sendi frá sér vegna málsins.

Landeigandi staðfestir að Ragnar hafi ekki tekið þátt að leggja netin

Stundin hafði samband við eiginmann landeigandans í Holt 1, Gunnar Guðmundsson, en hann er einn af þeim sem stóð að umræddri netalagningu. Segir hann að Ragnar Þór hafi ekki komið nálægt lagningu netanna. „Hann kom ekki nálægt þessu, hann kom þarna daginn eftir að við vorum búnir að leggja netin.“

„Þetta eru mjög furðuleg vinnubrögð hjá Fréttablaðinu“
Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór segir í samtali við Stundina að hann hafi verið gestkomandi á svæðinu en harðneitar fyrir það að hafa tekið þátt í að leggja netin. „Það er alveg á hreinu að ég kom ekki nálægt þessari netalagningu. Þetta staðfestir ekki bara landeigandinn, heldur einnig lögreglan sem tók málið til rannsóknar. Þetta eru mjög furðuleg vinnubrögð hjá Fréttablaðinu.“

Krefst þess að fréttin verði dregin til baka og Ragnar beðinn afsökunar

Lögmaður Ragnars Þórs sendi Torgi ehf., útgefanda Fréttablaðsins, bréf þar sem krafist er að fréttin verði dregin til baka og Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á fréttaflutningnum. Í bréfinu er farið yfir forsíðufrétt Fréttablaðsins og gerðar athugasemdir við hana. Meðal annars er bent á að upplýsingar lögreglu hafi verið til staðar um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár