Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landeigandi segir að Ragnar hafi ekki lagt nein net

Lög­regl­an á Suð­ur­landi stað­fest­ir að Ragn­ar sé hvorki ger­andi né vitni í mál­inu.

Landeigandi segir að Ragnar hafi ekki lagt nein net
Vill fá afsökunarbeiðni Ragnar vill að Fréttablaðið dragi fréttina til baka og biðji sig afsökunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun var haldið því fram að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi tekið þátt í veiðiþjófnaði í ánni Holtsá með því að leggja net í ána. Þá kemur einnig fram í fréttinni að þrír menn hafi verið kærðir til lögreglu og að Ragnar sé einn af þeim.

Stundin hefur undir höndum tölvupóst frá lögreglunni á Suðurlandi þar sem hún staðfestir að Ragnar sé hvorki skráður sem sakborningur né sem vitni í málinu.

„Samkvæmt gögnum málsins, er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál,“ segir í tölvupóstinum sem R. Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sendi frá sér vegna málsins.

Landeigandi staðfestir að Ragnar hafi ekki tekið þátt að leggja netin

Stundin hafði samband við eiginmann landeigandans í Holt 1, Gunnar Guðmundsson, en hann er einn af þeim sem stóð að umræddri netalagningu. Segir hann að Ragnar Þór hafi ekki komið nálægt lagningu netanna. „Hann kom ekki nálægt þessu, hann kom þarna daginn eftir að við vorum búnir að leggja netin.“

„Þetta eru mjög furðuleg vinnubrögð hjá Fréttablaðinu“
Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór segir í samtali við Stundina að hann hafi verið gestkomandi á svæðinu en harðneitar fyrir það að hafa tekið þátt í að leggja netin. „Það er alveg á hreinu að ég kom ekki nálægt þessari netalagningu. Þetta staðfestir ekki bara landeigandinn, heldur einnig lögreglan sem tók málið til rannsóknar. Þetta eru mjög furðuleg vinnubrögð hjá Fréttablaðinu.“

Krefst þess að fréttin verði dregin til baka og Ragnar beðinn afsökunar

Lögmaður Ragnars Þórs sendi Torgi ehf., útgefanda Fréttablaðsins, bréf þar sem krafist er að fréttin verði dregin til baka og Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á fréttaflutningnum. Í bréfinu er farið yfir forsíðufrétt Fréttablaðsins og gerðar athugasemdir við hana. Meðal annars er bent á að upplýsingar lögreglu hafi verið til staðar um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár