Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir frambjóðendur nýstofnaðs stjórnmálaafls óttast fjölmiðla

Til­kynnt var um fram­boð Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins til Al­þing­is­kosn­inga í gær. Formað­ur flokks­ins, Guð­mund­ur Frank­lín Jóns­son, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóð­andi, seg­ir flokk­inn ætla að birta lista og stefnu­skrá sein­ast­ur allra flokka af ótta við fjöl­miðla og að aðr­ir stjórn­mála­flokk­ar steli af flokkn­um hug­mynd­um.

Segir frambjóðendur nýstofnaðs stjórnmálaafls óttast fjölmiðla

Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn undir stjórn Guðmundar Franklíns Jónssonar, fyrrum forsetaframbjóðanda, segist ekki ætla að birta þá sem koma til greina á lista flokksins fyrr en allir flokkar hafa birt lista, af ótta við fjölmiðla. Flokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum O og verður því auðkenndur sem X-O.

„Það kemur ekki til greina að birta listann núna. Það er fullt af fólki á honum og það er svo hrætt við fjölmiðla og fjölmiðlar rífa fólk niður og fara að rannsaka hvað það hefur gert,“ segir Guðmundur í samtali við Stundina en flokkurinn tilkynnti um framboð sitt í gær. 

Sama segir Guðmundur eiga við stefnuskrá flokksins en með því að fresta því að birta hana segir hann flokkinn vera koma í veg fyrir að aðrir steli hugmyndum þeirra. „Við ætlum að vera síðastir á vettvang og við ætlum að vera síðastir til að birta stefnuskrána. Við ætlum ekki að láta stela af okkur hugmyndum, sem hefur komið fyrir mig áður af Hægri grænum,“ segir Guðmundur.

Öfgafull orðræða

Nýlega birti Stundin grein um öfgafulla orðræðu í kjölfar skotárásar á bifreið Dag B. Eggertssonar borgarstjóra. Á umræðuvettvangi Frjálslynda Lýðræðisflokksins birtust færslur og ummæli sem réttlættu skotárásina. „Við erum búin að fá nóg af þessu spillta pakki. Farið að vinna vinnuna ykkar. Þá væri ekki skotið á ykkur. Hvað, halda þau að við fáum ekki ógeð á þessu elítupakki. Gott mál að hrista aðeins í ykkur,“ segir í einum ummælum sem finna má á umræðuvettvangnum.

Þá birti Guðmundur sjálfur færslu þar sem ábyrgðin á skotárásinni er færð yfir á stjórnmálamenn. „Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að einhver sé orðin svo alvarlega staddur að viðkomandi sér ekki annað í stöðunni en að beita „hnefanum“ og í þessu tilfelli skotvopni. En það er ennþá sárara að horfa upp á mikilsmetið fólk skella skuldinni á harðari orðræðu. Við skulum algerlega hafa sökina þar sem hún liggur, en ástæðan fyrir vaxandi harðari umræðu og vaxandi ofbeldi, eru áratuga svik pólitíkusa, slóð brostinna vona þar sem öll loforð um bættan hag þeirra verst settu eru ALLTAF svikin og spilling í íslensku stjórnkerfi,“ segir þar.

Getur ekki borið ábyrgð á ummælum

Guðmundur segist ekki geta borið ábyrgð á ummælum sem birtast á síðunni, þrátt fyrir að vera stjórnandi síðunnar. Varðandi það að hafa deilt færslu sem færir ábyrgðina yfir á stjórnmálamenn segir Guðmundur að hann deili öllu sem hann fær sent. „Ég deili öllu sem á mig er sent. Þetta eru opin skoðanaskipti, það geta allir bara haft allar sínar skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim eða ekki en menn verða að passa sig hvað þeir segja,“ segir hann og kveðst vera ósammála færslunni sem hann deildi. 

„Við ætlum ekki að láta stela af okkur hugmyndum, sem hefur komið fyrir mig áður af Hægri  grænum“

Aðspurður hvers vegna hann deili færslum sem hann er ósammála á umræðuvettvangi flokks undir hans forrystu segir hann málfrelsi vera í landinu svo lengi sem það „meiði ekki aðra“. Sömuleiðis segir hann mjög strangar reglur vera á síðunni. „Það eru mjög harðar reglur á síðunni að það má ekki blóta og það má ekki vera með hatursorðræðu og ef það eru erlendar fréttir þá verða þær að vera þýddar og ef eittthvað brýtur þetta er það tekið út strax. Ég hef þurft að taka út helling af dóti sem aðrir eru að setja þarna inn,“ segir hann. Guðmundur blótar hins vegar oft í pistlum sínum og brýtur þar með reglur síðunnar. 

Þá segist hann enfremur hræðilegt að skotárásin hafi átt sér stað en svona sé þetta. „Það eru allir að verða brjálaðir,“ segir hann.

Lokuð síða vegna ótta um skemmdarverk

Í einum af mörgum pistlum sem Guðmundur deildi inn á vettvanginn, dagsettum þann 31. janúar 2020, sagði hann að hver sem er geti sent hvað sem er inn og stjórnendur síðunnar ákveði hvort það verði birt eða ekki. „Við birtum til dæmis ekki klám,“ sagði hann í pistlinum. 

„Það eru allir að verða brjálaðir“

Vettvangurinn er lokaður og ekki er hægt að deila því sem fer þar fram. Ástæðuna segir Guðmundur vera skemmdarverk. „Við getum ekki haft síðuna opna út af skemmdarverkum. Þeir sem eru með opnar síður geta lent í því að einhver maður sem þolir ekki þetta sem þú ert að gera, setur inn einhverja ógeðslega færslu um eitthvað og tengir alla sem eru á síðunni inn í það og tekur síðan mynd af því. Og (maður) getur síðan fattað það og ákveðið að henda því út en hann myndi síðan koma með það: Sjáið þið hvað er inn á síðunni hérna hjá þeim. Sjáið hvað þau eru ógeðsleg, sjáið hvað þau eru að tala um. Svona vinnur fólk. Þeir sem eru aðalega í þessu eru stjórnmálamennirnir. Þeir eru með marga statusa og ganga undir mörgum nöfnum, eru að njósna um sig, eru að skrifa fallegar greinar um sig, koma með falleg komment um sig og þeir eru að tala illa um hvorn annan og flokkana sína,“ segir Guðmundur Franklín. Hann er einnig ósáttur við Ríkisútvarpið. 

„Og síðan er það Ríkisútvarpið sem stendur í ströngu í að niðurníða þjóðarleiðtoga út í heimi og fólk. Þeir ráðast á fyrirtæki einstaklinga og þjóðarleiðtoga. Þannig að mér finnst skrýtið í allri þessari umræðu, hatursumræðu og öllu þessu bulli, af hverju er ekki horft á Rúv?“ sagði í einum pistlum hans. 

Guðmundur Franklín vakti athygli síðasta sumar þegar hann var eini mótframbjóðandi Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Hann kvaðst vilja vinna gegn spillingu ótilgreindrar elítu og auka valdheimildir forseta. Guðmundur Franklín hefur ítrekað lýst stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og segir hann vera „alvöru leiðtoga“.

Guðmundur hlaut 7,8% atkvæða í forsetakosningum á síðasta ári, en Guðni Th. Jóhannesson forseti hlaut 92,2% atkvæða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár