Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sakborningur í Samherjamálinu tæmdi bankareikninga sína fyrir handtöku

Mike Ng­hip­unya, fyrr­ver­andi for­stjóri rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor, er sagð­ur hafa feng­ið greidd­ar rúm­ar 90 millj­ón­ir ís­lenskra króna fyr­ir að­komu sína að Sam­herja­mál­inu í Namib­íu. Hann lifði hátt og hratt og varði há­um fjár­hæð­um í hem­sókn­ir á næt­ur­klúbba í Wind­hoek sam­kvæmt namib­ísk­um fjöl­miðl­um.

Sakborningur í Samherjamálinu tæmdi bankareikninga sína fyrir handtöku
Staldra við lífsstílinn Fjölmiðlar í Namibíu staldra við líffstíl Mike Nghipunya, fyrrverandi forstjóra ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í eitt ár út af aðild sinni að Samherjamálinu.

Einn af sakborningunum í Samherjamálinu í Namibíu, Mike Nghipunya, nær tæmdi bankareikninga sína áður en hann var handtekinn fyrir aðild sína að málinu í febrúar í fyrra. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og hefjast réttarhöld yfir honum í apríl á þessu ári. Greint er frá greiðslunum til Nghipunya og máli hans í namibískum fjölmiðlum

Nghipunya var forstjóri ríkisfyrirtækisins Fishcor sem sá um að útvega sjávarútvegsfyrirtækjum kvóta og greiddi Samherji „hákörlunum“ svokölluðu mútugreiðslur fyrir að fá hestamakrílskvóta í gegnum fyrirtækið. Sjóður í eigu Nghipunya, Gwanyemba Investment Trust, fékk greiddar 10,5 milljónir Namibíudollara, rúmar 90 milljónir króna, á árunum 2017 til 2019 og eru þessir fjármunir taldir hafa verið hlutdeild Nghipunya í að koma að málinu. Þar af voru 6,5 milljónir Namibíudollara greiddar inn á bankareikning sjóðs Nghipunya á milli janúar og nóvember 2019 en í þeim mánuði greindu Kveikur, Stundin, Wikileaks og Al Jazeera frá því að Samherji hefði greitt hópi Namibíumanna í áhrifastöðum undir borðið til að fá aðgang að hestamakrílskvóta í Namibíu.

Rekja lífsstílinnSakborningarnir í Namibíu lifðu allir hátt, eins og fjölmiðlar þar í landi hafa rakið. Sacky Shangala, James Hatuikulipi og Tamson Hatuikulipi sjást hér í vélsleðaferð í Eyjafiði í boðii Samherja.

Greiðslurnar taldar nema 2 milljörðum Namibíudollara

Eftir að fjölmiðlar greindu fyrst frá Samherjamálinu, viðtakendur fjármunanna frá Samherja voru hnepptir í gæsluvarðhald og rannsókn málsins fór á fullt í Namibíu hefur ýmislegt áhugavert komið í ljós og málið hefur stækkað mjög. Til að mynda þá telja rannsakendurnir í Namibíu nú að greiðslur til þessa hóps manna og meðreiðarsveina þeirra nemi um 2 milljörðum Namibíudollara, eða rúmlega 17 milljörðum íslenskra króna. Einungis lítill hluti af þessu fé er talinn hafa komið frá Samherja. 

Þegar upphaflega var greint frá málinu var raktar greiðslur frá Samherja til hópsins sem námu um 1,4 milljarði íslenskra króna eða um 164 milljónum Namibíudollara. Ákæruvaldið og spillingarlögreglan í Namibíu hafa því komist að því í rannsóknum sínum að greiðslurnar í málinu sem mögulega eru óeðlilegar hafi komið frá fleiri aðilum en Samherja þó svo að „hákarlarnir“ hafi verið hnepptir í gæsluvarðhald á grundvelli greiðslnanna sem þeir fengu frá Samherja. 

Rannsókn málsins hefur því sprungið út og snýst nú meðal annars um það að forseti landsins, Hage Geingob, og Swapo-flokkurinn, valdaflokkurinn í landinu sem „hákarlarnir“ tilheyra, hafi komið að því að skipuleggja viðskiptin með kvótann sem nú er til rannsóknar sem mútubrot. 

Teikna upp mynd af einkaneyslu Nghipunya

Fjölmiðlar í Namibíu fjalla um einkaneyslu Nghipunya í samhengi við rannsókn Samherjamálsins og þá fjármuni sem hann fékk í sinn hlut. Nghipunya stofnaði meðal annars sína eigin tískufatalínu, TM Clothing, árið 2017 og fjárfesti fyrir rúmlega 2,3 milljónir íslenskra króna í henni á árunum 2017 til 2020. 

Þá er hann sagður hafa notið þess að eyða fjármunum á næturklúbbum og meðal annars eytt tæplega 800 þúsund krónum á slíkum stöðum í höfuðborginni Windhoek á árunum 2018 og 2019. Á einu kvöldi á klúbbnum The Experience er hann sagður hafa eytt tæplega 182 þúsund krónum. 

Þá rekja nambískir miðlar að hann hafi keypt nokkrar fasteignir í Namibíu, eytt mörg hundruð þúsund krónum í flugmiða til landa í Evrópu og Afríku, eytt miklum peningum á flugvellinum í Madríd og í stórverslun þar í borg, sem og að dvelja á dýrum lúxushótelum á ferðum sínum. 

Namibískir fjölmiðlar hafa með sambærilegum hætti greint frá einkaneyslu annarra sakborninga í Samherjamálinu, meðal annars þeirra Tamson Hatukulipi og Sacky Shangala, og meðal annars sagt frá fjárfestingum þeirra í lúxusbílum og dýrum úrum. 

Með þessu eru namibískir fjölmiðlar að teikna upp meðal annars í hvaða peningarnir fóru sem þessir einstaklingar fengu fyrir aðkomu sína að Samherjamálinu, sem kallað er Fishrot á ensku, og sem vindur stöðugt upp á sig. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
5
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár