„Enga ætti að beita nauðung eða þvingun en samt á að halda möguleikanum á slíku áfram opnum gagnvart einstaklingum með geðraskanir.“ Á þennan hátt lýsir Héðinn Unnsteinsson, formaður Landssamtaka Geðhjálpar, afstöðu sinni til frumvarps heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga hvað varðar nauðungarvistun og þvingaða lyfjagjöf inni á lokuðum geðdeildum Landspítalans.
Með þessum orðum er hann að vísa í gagnrýni Geðhjálpar á að frumvarpið leggi til bann við nauðung og þvingunum, nema í undantekningartilfellum. Þau tilfelli eru annars vegar: „Að koma í veg fyrir að sjúklingur valdi sjálfum sér eða öðrum líkamstjóni eða stórfelldu eignatjóni. Það á einnig við fyrirbyggjandi aðgerðir sem ætlað er að forða því að aðstæður komi upp sem leitt geta til líkamstjóns eða stórfellds eignatjóns“, og hins vegar: „Að uppfylla grunnþarfir viðkomandi einstaklings, svo sem varðandi mat, heilsu og hreinlæti, eða til þess að draga úr hömluleysi sem af sjúkleika kann að leiða“, eins …
Athugasemdir