Vefurinn Tekjusagan.is var uppfærður nýlega. Vefurinn hefur vaxið frá því hann var fyrst opnaður og núna inniheldur hann upplýsingar um tekju- og eignaþróun, breytingar á tekjum á milli valinna ára sem og um tekjuþróun eftir menntun og samspil hennar við kyn. Vefurinn gefur gagnlegar vísbendingar um þróun þessara þátta á Íslandi. Undirsíðan um menntun og kyn er nýjasta viðbótin við Tekjusöguna og fyrir vikið finnst mér forvitnilegt að grúska aðeins í henni.
Hver er ábatinn af menntun?
Það fyrsta til að skoða er augljóslega samband menntunar og atvinnutekna sem gefa vísbendingu um ábatann af menntun á vinnumarkaði. Af því starfsreynsla hefur áhrif á launakjör er ekki fýsilegt að skoða stöðuna fyrir alla á aldursbilinu 25 til 64 ára. Fyrir vikið valdi ég þrengra aldursbil, það er 35 til 49 ára, sem má líta á sem nokkurn veginn miðbik starfsferilsins.
Það er klárlega samband á milli menntunar og atvinnutekna. Fólk sem …
Athugasemdir