Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands

„Sem bet­ur fer urðu eng­in slys á fólki,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Veitna. Yf­ir tvö þús­und tonn af vatni flæddu um há­skóla­svæð­ið eft­ir að lögn brast. Mynd­band sýn­ir vatns­flæð­ið.

„Ljóst er að eignatjón er umtalsvert en sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veita, um 2.250 tonna vatnsleka úr meginkaldavatnsæð Vesturbæjar sem fór inn í húsnæði Háskóla Íslands í nótt.

Á meðfylgjandi myndböndum sést vatnið fossa á háskólasvæðinu. Lekinn var yfirstandandi í 75 mínútur. Um klukkan eitt í nótt varð hans vart í stjórnstöð Veitna. Bakvakt var kölluð út og hálftíma eftir að hún mætti hafði stofnæðarlokinn verið staðsettur og lokað fyrir flæðið. Upptökin voru í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar sunnan við eru sumar helstu byggingar háskólans: Háskólatorg, Lögberg og Gimli. 

Um eins og hálfs metra djúpt vatn fyllti húsnæði Háskóla Íslands á Háskólatorgi í nótt.

Líklegt er að tjón Háskólans nemi hundruð milljóna króna. Háskólinn er ekki tryggður fyrir tjóninu, þar sem ríkisstofnanir tryggja ekki. Fulltrúar vátryggingafélags Veitna hafa hins vegar skoðað svæðið í dag.

Stór hluti starfsemi Háskóla Íslands hefur verið unninn í fjarvinnu vegna kórónaveirufaraldursins. Stofurnar sem urðu fyrir skemmdum eru þær sem hafa þó verið í notkun. Tveir til þrír mánuðir geta liðið þar til húsnæðið sem verst varð úti verður tekið aftur í notkun. Jón Atli Benediktsson, rekstor Háskóla Íslands, hefur sent nemendum bréf þar sem boðað er að kennsla verði rafræn hjá þeim sem hafa sótt kennslu í Háskólatorg og Gimli.

„Veitur harma atvikið og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og aðra,“ segir í yfirlýsingu frá upplýsingastjóra Veitna. „Veitur vinna nú hörðum höndum að því að greina hvað varð þess valdandi að hið mikla magn vatns flæddi inn í Háskóla Íslands í morgun.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár