Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands

„Sem bet­ur fer urðu eng­in slys á fólki,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Veitna. Yf­ir tvö þús­und tonn af vatni flæddu um há­skóla­svæð­ið eft­ir að lögn brast. Mynd­band sýn­ir vatns­flæð­ið.

„Ljóst er að eignatjón er umtalsvert en sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veita, um 2.250 tonna vatnsleka úr meginkaldavatnsæð Vesturbæjar sem fór inn í húsnæði Háskóla Íslands í nótt.

Á meðfylgjandi myndböndum sést vatnið fossa á háskólasvæðinu. Lekinn var yfirstandandi í 75 mínútur. Um klukkan eitt í nótt varð hans vart í stjórnstöð Veitna. Bakvakt var kölluð út og hálftíma eftir að hún mætti hafði stofnæðarlokinn verið staðsettur og lokað fyrir flæðið. Upptökin voru í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar sunnan við eru sumar helstu byggingar háskólans: Háskólatorg, Lögberg og Gimli. 

Um eins og hálfs metra djúpt vatn fyllti húsnæði Háskóla Íslands á Háskólatorgi í nótt.

Líklegt er að tjón Háskólans nemi hundruð milljóna króna. Háskólinn er ekki tryggður fyrir tjóninu, þar sem ríkisstofnanir tryggja ekki. Fulltrúar vátryggingafélags Veitna hafa hins vegar skoðað svæðið í dag.

Stór hluti starfsemi Háskóla Íslands hefur verið unninn í fjarvinnu vegna kórónaveirufaraldursins. Stofurnar sem urðu fyrir skemmdum eru þær sem hafa þó verið í notkun. Tveir til þrír mánuðir geta liðið þar til húsnæðið sem verst varð úti verður tekið aftur í notkun. Jón Atli Benediktsson, rekstor Háskóla Íslands, hefur sent nemendum bréf þar sem boðað er að kennsla verði rafræn hjá þeim sem hafa sótt kennslu í Háskólatorg og Gimli.

„Veitur harma atvikið og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og aðra,“ segir í yfirlýsingu frá upplýsingastjóra Veitna. „Veitur vinna nú hörðum höndum að því að greina hvað varð þess valdandi að hið mikla magn vatns flæddi inn í Háskóla Íslands í morgun.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár