Athafnamaðurinn Björn Leifsson, eigandi líkamsræktastöðvanna World Class, hefur ítrekað lýst óánægju sinni með lokanir á líkamsræktarstöðvum í sóttvarnaskyni vegna covid-19 faraldursins. Björn segir tekjufall World class nema rúmum milljarði króna á árinu 2020 og segir lokanirnar „algjörlega út í hött“ og „tóm helvítis þvæla“.
Eiginkona Björns og meðeigandi að World class, Hafdís Jónsdóttir, sem á 36,6% hlut, eins og Björn, í félaginu Laugar ehf, hefur nú fest kaup á 150 milljóna króna penthouse-íbúð í Skuggahverfinu í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt fréttum Smartlandsins á mbl.is. Þar segir jafnframt að hjónin séu sjálf búsett í Fossvoginum.

Kaupin gengu í gegn 2. október síðastliðinn, degi áður en líkamsræktarstöðvum var lokað. Greiddar voru út 75 milljónir króna vegna eignarinnar en aðrar 75 milljónir króna fengnar að láni hjá Landsbankanum.
Vildi endurgreiðslu taps frá fjármálaráðherra
Daginn eftir kaupin kvartaði Björn …
Athugasemdir