„Tengsl ADHD og afbrota er flókið fyrirbæri,“ segir Haraldur Erlendsson geðlæknir. „Hluti þeirra sem eru með ADHD eru líka á einhverfurófinu og loka á eigin tilfinningar og annarra og gera hlutina eins og þeir telja sér vera hagkvæmt. Margir lenda auk þess í fíknivanda sem keyrir þá út í afbrot til að hafa pening fyrir vímuefnavandanum.“
Haraldur bendir á að sumir sem eru með ADHD eigi mjög erfitt á æsku- og unglingsárunum. „Þá brýst þetta út í miklum vandræðum fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Þetta er vandamál sem er hægt að fyrirbyggja að miklu leyti með því að greina það og fylgja því eftir. Aðalvandamálið er að þetta er ekki greint nógu snemma.“
Haraldur segir að það sé umdeilt hvort siðblinda tengist ADHD. „Frá mínum bæjardyrum séð er meirihluti siðblindu út af ómeðhöndluðu ADHD og oft lagast hún nokkuð við meðferð við ADHD.“
Dýflissumeðferð
Haraldur segist telja að mikill meirihluti fanga …
Athugasemdir