„Gagnrýni manna á rétt á sér þar sem það hefur ekki verið mikil geðheilbrigðisþjónusta í boði fyrir fanga en núna erum við að fara af stað og brennum öll fyrir þessum hópi; og það er alveg rétt að áður en teymið tók til starfa þá var þessum málum lítið sinnt. Fyrri ADHD-lyf voru bönnuð í fangelsunum auk þess sem fátt starfsfólk er á meðferðarsviði hjá Fangelsismálastofnun og er meira að sinna þessum brotatengdu þáttum,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, sem er í geðheilsuteymi fangelsa sem var fullmannað í fyrravor og tók þá til starfa.
Geðheilbrigðisþjónustu verulega ábótavant
„Eftir að Alþjóðapyntinganefndin gerði úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum var ljóst að geðheilbrigðisþjónustu var verulega ábótavant. Í framhaldinu var farið í hugmyndavinnu og geðheilsuteymi fangelsanna sett á stofn á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem veita þjónustu í öllum fjórum fangelsunum; Hólmsheiði, Litla-Hrauni, Sogni og Kvíabryggju. Við erum fjögur sem erum í geðheilsuteyminu, ég, annar hjúkrunarfræðingur, …
Athugasemdir