Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Assange fær ekki lausn gegn tryggingu

Rit­stjóri Wiki­leaks von­ast til að mál­ið falli nið­ur með skip­un nýs sak­sókn­ara Biden stjórn­ar­inn­ar

Assange fær ekki lausn gegn tryggingu
Verður ekki látinn laus Dómari féllst ekki á að Assange fengist látinn laus gegn tryggingu. Mynd: Wikimedia Commons / Cancillería del Ecuador

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki látinn laus gegn tryggingu. Þetta staðfesti dómari í Lundúnum í morgun, tveimur dögum eftir að framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar var hafnað á þeim forsendum að Assange myndi vera í lífshættu vegna bágs ástands í fangelsismálum þar í landi. 

 Í morgun féllst dómarinn hins vegar á þau rök saksóknara að vegna þess víðtæka stuðnings sem Assange nyti um allan heim væri mikil hætta á að hann nýtti sér tengslanet og velvild í sinn garð til að reyna að flýja land.

Framsalsbeiðnin er nú í áfrýjun en þrátt fyrir það er ekki ljóst hvort Bandaríkjastjórn muni halda málinu til streitu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir líklegt að það falli í hlut Biden stjórnarinnar að skipa saksóknara sem taki afstöðu til þess hvort málið verði látið falla niður og framsalsbeiðnin þá felld úr gildi áður en málið fari fyrir áfrýjunardómstól. Nýleg ummæli fráfarandi saksóknara bendi til þess að það sé góður möguleiki. Sá sagði í nýlegu viðtali við NPR fréttastofuna að arftaki sinn stæði frammi fyrir erfiðri forgangsröðun og hlyti að velta fyrir sér hvort hann vildi eyða meiri orku í þetta mál.

 Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Assange og hans fjölskyldu að sögn Kristins, en Assange hefur ekki hitt börn sín eða unnustu svo mánuðum skiptir og verður nú í einangrun í fangelsinu vegna Covid-19. Faraldurinn hefur breiðst hratt um Belmarsh fangelsið síðustu mánuði og segir Edward Fitzgerald, lögmaður Assange, að helmingur fanga á sama gangi hafi smitast, þá séu meira en 80 fangaverðir í sóttkví vegna gruns um smit.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár