Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Assange fær ekki lausn gegn tryggingu

Rit­stjóri Wiki­leaks von­ast til að mál­ið falli nið­ur með skip­un nýs sak­sókn­ara Biden stjórn­ar­inn­ar

Assange fær ekki lausn gegn tryggingu
Verður ekki látinn laus Dómari féllst ekki á að Assange fengist látinn laus gegn tryggingu. Mynd: Wikimedia Commons / Cancillería del Ecuador

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki látinn laus gegn tryggingu. Þetta staðfesti dómari í Lundúnum í morgun, tveimur dögum eftir að framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar var hafnað á þeim forsendum að Assange myndi vera í lífshættu vegna bágs ástands í fangelsismálum þar í landi. 

 Í morgun féllst dómarinn hins vegar á þau rök saksóknara að vegna þess víðtæka stuðnings sem Assange nyti um allan heim væri mikil hætta á að hann nýtti sér tengslanet og velvild í sinn garð til að reyna að flýja land.

Framsalsbeiðnin er nú í áfrýjun en þrátt fyrir það er ekki ljóst hvort Bandaríkjastjórn muni halda málinu til streitu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir líklegt að það falli í hlut Biden stjórnarinnar að skipa saksóknara sem taki afstöðu til þess hvort málið verði látið falla niður og framsalsbeiðnin þá felld úr gildi áður en málið fari fyrir áfrýjunardómstól. Nýleg ummæli fráfarandi saksóknara bendi til þess að það sé góður möguleiki. Sá sagði í nýlegu viðtali við NPR fréttastofuna að arftaki sinn stæði frammi fyrir erfiðri forgangsröðun og hlyti að velta fyrir sér hvort hann vildi eyða meiri orku í þetta mál.

 Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Assange og hans fjölskyldu að sögn Kristins, en Assange hefur ekki hitt börn sín eða unnustu svo mánuðum skiptir og verður nú í einangrun í fangelsinu vegna Covid-19. Faraldurinn hefur breiðst hratt um Belmarsh fangelsið síðustu mánuði og segir Edward Fitzgerald, lögmaður Assange, að helmingur fanga á sama gangi hafi smitast, þá séu meira en 80 fangaverðir í sóttkví vegna gruns um smit.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár