Talið er að allt að 80% fanga sé með ADHD, segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, sem sat sjálfur inni í mörg ár og telur að hann sé með ógreint ADHD sem hafi haft mikil áhrif á líf hans. „Ég er ekki með svar við því hvers vegna svona margir með ADHD leiðast út í glæpi en ég held að ástæðan sé að fólk nái ekki að einbeita sér ef það fær ekki greiningu, viðeigandi meðferð og lyf og orkan fer því út um allt. Þar af leiðandi er það kannski móttækilegra fyrir til dæmis vímuefnum en ella og leiðist kannski frekar út á þessa braut. Það er mín tilfinning.“
Greining gæti komið í veg fyrir fangavist
Guðmundur Ingi hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar og meðferð til dæmis við ADHD. Geðheilbrigðisteymi á vegum heilsugæslunnar í Reykjavík byrjaði hins vegar í fyrra …
Athugasemdir