Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Auknar varúðarráðstafanir vegna hótunar í garð forsætisráðherra

Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra bár­ust hót­an­ir þar sem hún var stödd á Seyð­is­firði í dag. Lög­regla veit hver hafði hót­an­irn­ar uppi og er ver­ið að ræða við karl­mann vegna þessa. Ör­ygg­is­gæsla í kring­um ráð­herra hefu ver­ið auk­in að svo komnu máli.

Auknar varúðarráðstafanir vegna hótunar í garð forsætisráðherra
Katrínu hótað Katrínu Jakobsdóttur bárust hótanir í dag sem lögregla tekur alvarlega. Mynd: RÚV

Lögreglu bárust óstaðfestar fregnir af því um hádegisbil í dag að karlmaður hefði haft í frammi hótanir í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún var stödd á Seyðisfirði. Lögreglan eystra veit hver maðurinn er og verið er að ræða við hann þessa stundina. Ekki er hægt að útiloka að hætta sé talin yfirvofandi og auknar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu lögreglu.

Fréttastofa Vísis greindi frá því í hádeginu að forsætisráðherra hefðu borist hótanir þar sem hún var stödd á Seyðisfirði ásamt þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar til að að sjá skemmdir eftir náttúruhamfarirnar þar síðasta föstudag og ræða við heimamenn. Katrín var stödd í Ferjuhúsinu á Seyðisfirði þar sem upplýsingamiðstöð er um hádegi. Eftir því sem Stundin kemst næst var Katrínu og aðstoðarkonu hennar, Lísu Kristjánsdóttur, skipað að yfirgefa svæðið og voru þær fluttar í bakherbergi.  

„Það er verið að ræða núna við þann sem átti að hafa sent þær hótanir“ 

„Okkur bárust óstaðfestar fregnir af hótunum í garð forsætisráðherra og það voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Það er verið að ræða núna við þann sem átti að hafa sent þær hótanir eða sett þær fram og mál skýrast vonandi í kjölfarið. Ég get nú ekki sagt þér meira en þetta,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Stundina. 

Spurður hvort einhver hætta sé talin yfirvofandi svaraði Kristján Ólafur: „Það er bara í skoðun.“ Engu að síður fer dagskrá ráðherra fram áfram eins og áætlun sagði til um að sögn Kristjáns Ólafs. Spurður hvort einhverjar frekari varúðarráðstafanir hafi verið gerðar svaraði Kristján Ólafur: „Á meðan er verið að finna út úr þessu er svona hafður varinn á, jú.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár