Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Auknar varúðarráðstafanir vegna hótunar í garð forsætisráðherra

Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra bár­ust hót­an­ir þar sem hún var stödd á Seyð­is­firði í dag. Lög­regla veit hver hafði hót­an­irn­ar uppi og er ver­ið að ræða við karl­mann vegna þessa. Ör­ygg­is­gæsla í kring­um ráð­herra hefu ver­ið auk­in að svo komnu máli.

Auknar varúðarráðstafanir vegna hótunar í garð forsætisráðherra
Katrínu hótað Katrínu Jakobsdóttur bárust hótanir í dag sem lögregla tekur alvarlega. Mynd: RÚV

Lögreglu bárust óstaðfestar fregnir af því um hádegisbil í dag að karlmaður hefði haft í frammi hótanir í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún var stödd á Seyðisfirði. Lögreglan eystra veit hver maðurinn er og verið er að ræða við hann þessa stundina. Ekki er hægt að útiloka að hætta sé talin yfirvofandi og auknar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu lögreglu.

Fréttastofa Vísis greindi frá því í hádeginu að forsætisráðherra hefðu borist hótanir þar sem hún var stödd á Seyðisfirði ásamt þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar til að að sjá skemmdir eftir náttúruhamfarirnar þar síðasta föstudag og ræða við heimamenn. Katrín var stödd í Ferjuhúsinu á Seyðisfirði þar sem upplýsingamiðstöð er um hádegi. Eftir því sem Stundin kemst næst var Katrínu og aðstoðarkonu hennar, Lísu Kristjánsdóttur, skipað að yfirgefa svæðið og voru þær fluttar í bakherbergi.  

„Það er verið að ræða núna við þann sem átti að hafa sent þær hótanir“ 

„Okkur bárust óstaðfestar fregnir af hótunum í garð forsætisráðherra og það voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Það er verið að ræða núna við þann sem átti að hafa sent þær hótanir eða sett þær fram og mál skýrast vonandi í kjölfarið. Ég get nú ekki sagt þér meira en þetta,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Stundina. 

Spurður hvort einhver hætta sé talin yfirvofandi svaraði Kristján Ólafur: „Það er bara í skoðun.“ Engu að síður fer dagskrá ráðherra fram áfram eins og áætlun sagði til um að sögn Kristjáns Ólafs. Spurður hvort einhverjar frekari varúðarráðstafanir hafi verið gerðar svaraði Kristján Ólafur: „Á meðan er verið að finna út úr þessu er svona hafður varinn á, jú.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár