Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Auknar varúðarráðstafanir vegna hótunar í garð forsætisráðherra

Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra bár­ust hót­an­ir þar sem hún var stödd á Seyð­is­firði í dag. Lög­regla veit hver hafði hót­an­irn­ar uppi og er ver­ið að ræða við karl­mann vegna þessa. Ör­ygg­is­gæsla í kring­um ráð­herra hefu ver­ið auk­in að svo komnu máli.

Auknar varúðarráðstafanir vegna hótunar í garð forsætisráðherra
Katrínu hótað Katrínu Jakobsdóttur bárust hótanir í dag sem lögregla tekur alvarlega. Mynd: RÚV

Lögreglu bárust óstaðfestar fregnir af því um hádegisbil í dag að karlmaður hefði haft í frammi hótanir í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún var stödd á Seyðisfirði. Lögreglan eystra veit hver maðurinn er og verið er að ræða við hann þessa stundina. Ekki er hægt að útiloka að hætta sé talin yfirvofandi og auknar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu lögreglu.

Fréttastofa Vísis greindi frá því í hádeginu að forsætisráðherra hefðu borist hótanir þar sem hún var stödd á Seyðisfirði ásamt þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar til að að sjá skemmdir eftir náttúruhamfarirnar þar síðasta föstudag og ræða við heimamenn. Katrín var stödd í Ferjuhúsinu á Seyðisfirði þar sem upplýsingamiðstöð er um hádegi. Eftir því sem Stundin kemst næst var Katrínu og aðstoðarkonu hennar, Lísu Kristjánsdóttur, skipað að yfirgefa svæðið og voru þær fluttar í bakherbergi.  

„Það er verið að ræða núna við þann sem átti að hafa sent þær hótanir“ 

„Okkur bárust óstaðfestar fregnir af hótunum í garð forsætisráðherra og það voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Það er verið að ræða núna við þann sem átti að hafa sent þær hótanir eða sett þær fram og mál skýrast vonandi í kjölfarið. Ég get nú ekki sagt þér meira en þetta,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Stundina. 

Spurður hvort einhver hætta sé talin yfirvofandi svaraði Kristján Ólafur: „Það er bara í skoðun.“ Engu að síður fer dagskrá ráðherra fram áfram eins og áætlun sagði til um að sögn Kristjáns Ólafs. Spurður hvort einhverjar frekari varúðarráðstafanir hafi verið gerðar svaraði Kristján Ólafur: „Á meðan er verið að finna út úr þessu er svona hafður varinn á, jú.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár