Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir tilvísun til jafnréttissjónamiða „lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Frum­varp um fæð­ing­ar-og for­eldra­or­lof fór fyr­ir um­ræðu á Al­þingi í dag. Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir til­vís­un í stöðu kvenna er varð­ar fæð­in­ing­ar­or­lofs um­ræð­una lýsa þroti í jafn­rétt­isum­ræðu.

Segir tilvísun til jafnréttissjónamiða „lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen,  tók til máls á Alþingi í dag í umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags-og barnamálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlof.

„Tilvísun til jafnréttissjónamiða og stöðu kvenna tel ég vera gamlar lummur hér og lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni. Eftir tveggja áratuga reynslu af þessum málum eru menn ennþá að vísa í þetta. Hvernig væri nú að prófa að fara aðrar leiðir?“ spyr Sigríður og sagðist svo ætla að styðja breytingartillögur þess efnis að foreldrar fái frelsi til þess að dreifa tólf mánaða fæðingarorlofi eins og þeir kjósa. 

„Tilvísun til jafnréttissjónamiða og stöðu kvenna tel ég vera gamlar lummur hér og lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Þó nokkrir svöruðu þingmanninum þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar , sem sagðist sjá blikur á lofti, sér í lagi í orðum Sigríðar, um mikla gjá á milli flokka á þingi þegar kæmi að jafnrétti. „Það er tómt mál að mínu viti að tala um svigrúm, það er tómt mál að tala um frelsi, þegar jafnrétti er ekki til staðar,“ sagði þingmaðurinn í pontu.

Flokksfélagi Þorgerðar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, tekur undir með formanni sínum. „Ég heyrði orð hér inn í sal rétt áðan að það væri ákveðið þrot í málum hvað varðar jafnrétti. Mér finnst það lýsa algjöru þroti að ætla að segja pass við jafnrétti og ætla ekki að taka þátt í því og raunar algjört þrot að sjá ekki verukeikann fyrir það sem hann er,“ sagði Þorbjörg. 

Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, steig í pontu á eftir Þorbjörgu og beindi máli sínu að Sigríði. „Út af orðum háttvirts þingmanns, Sigríðar Á. Andersen, um að jafnréttismál séu bara einhverjar gamlar lummur, þá vil ég hafna því algerlega. Ég vil hafna þessum málflutningi og benda háttvirtum þingmanni á það að landsframleiðsla, hún er meiri á Íslandi út af því að atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er sú allra mesta í veröldinni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár