Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Borgin leggur hjólastíga fyrir 1,8 milljarða

Leggja á ríf­lega 10 kíló­metra af hjóla- og göngu­stíg­um á næsta ári. Sjálf­stæð­is­menn harma að ekki hafi ver­ið geng­ið lengra til að styðja við hjól­reiða­bylt­ing­una í Reykja­vík.

Borgin leggur hjólastíga fyrir 1,8 milljarða
Hefðu viljað sjá meira að gert Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vilja styðja enn betur við hjólreiðabyltinguna í Reykjavík. Mynd: Shutterstock

Ráðist verður í framkvæmdir við uppbyggingu hjóla- og göngustíga í Reykjavík fyrir tæplega 1,8 milljarða króna á næsta ári. Samtals verða lagðir 10,3 kílómetrar af stígum í borginni á næsta ári. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna vandaðri gerð hjólreiðaáætlunar en harma metnaðarleysi í fjárfestingum til stígagerðar í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.

Alls er um tólf nýframkvæmdir að ræða sem innibera bæði aðskilda og sameiginlega göngu- og hjólastíga víðs vegar um borgina. Kostnaður við þá verður ríflega einn milljarður króna og er heildarlengd þeirra 6,6 kílómetrar. Þá er einnig gert ráð fyrir að áframhaldandi vinna fari fram við gerð sjö stíga sem áður hafa verið kynntir, og eru framkvæmdir við suma þeirra hafnar.  Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti heimild til framkvæmdanna á fundi sínum 16. desember síðastliðinn.

Sjálfstæðisflokkurinn vill meira fjármagn

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu, Eyþór Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, létu bóka að þeir fögnuðu vandaðri gerð við vinnu hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár