Ráðist verður í framkvæmdir við uppbyggingu hjóla- og göngustíga í Reykjavík fyrir tæplega 1,8 milljarða króna á næsta ári. Samtals verða lagðir 10,3 kílómetrar af stígum í borginni á næsta ári. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna vandaðri gerð hjólreiðaáætlunar en harma metnaðarleysi í fjárfestingum til stígagerðar í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.
Alls er um tólf nýframkvæmdir að ræða sem innibera bæði aðskilda og sameiginlega göngu- og hjólastíga víðs vegar um borgina. Kostnaður við þá verður ríflega einn milljarður króna og er heildarlengd þeirra 6,6 kílómetrar. Þá er einnig gert ráð fyrir að áframhaldandi vinna fari fram við gerð sjö stíga sem áður hafa verið kynntir, og eru framkvæmdir við suma þeirra hafnar. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti heimild til framkvæmdanna á fundi sínum 16. desember síðastliðinn.
Sjálfstæðisflokkurinn vill meira fjármagn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu, Eyþór Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, létu bóka að þeir fögnuðu vandaðri gerð við vinnu hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar sem …
Athugasemdir