Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Við erum farin að gefa hvert öðru fullkominn óþarfa“

Jóla­há­tíð­in er neyslu­há­tíð. Fyr­ir­tæki nýta sér sjálf­virka hug­ar­ferla okk­ar til þess að auka enn neysl­una. Ragna Bene­dikta Garð­ars­dótt­ir dós­ent í sál­fræði við Há­skóla Ís­lands, hef­ur með­al ann­ars kynnst til­raun­um til að nota áföll fólks til þess að breyta kaup­hegð­un þess.

„Við þurfum að vera duglegri að neita okkur um óþarfa,“ segir Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, sem telur að neysla okkar sé farin úr böndunum, og það ekki síst um jólin.

Ragna lýsir því að annmarkar á huga okkar og markvissar tilraunir til að hafa áhrif á ákvarðanir okkar valda því að við fyllum líf okkar og annarra af hlutum sem okkur vantar ekki.

Tvö kerfi hugans

„Við verðum fyrir áhrifum á fleiri en einn veg. Gróft á litið má skipta hugsun okkar og ákvarðanatöku upp í tvö kerfi. Kerfi eitt og kerfi tvö. Annað er djúpt hugsandi, þar sem við förum í gegnum kosti og galla og virkilega veltum fyrir okkur rökum áður en við tökum ákvörðun. Hitt kerfið tekur meira skyndiákvarðanir, þar sem við erum fljótari að stökkva á eitthvað og förum eftir þumalputtareglum. Það kerfi eða kerfi eitt, er yfirleitt í notkun þegar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár