„Við þurfum að vera duglegri að neita okkur um óþarfa,“ segir Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, sem telur að neysla okkar sé farin úr böndunum, og það ekki síst um jólin.
Ragna lýsir því að annmarkar á huga okkar og markvissar tilraunir til að hafa áhrif á ákvarðanir okkar valda því að við fyllum líf okkar og annarra af hlutum sem okkur vantar ekki.
Tvö kerfi hugans
„Við verðum fyrir áhrifum á fleiri en einn veg. Gróft á litið má skipta hugsun okkar og ákvarðanatöku upp í tvö kerfi. Kerfi eitt og kerfi tvö. Annað er djúpt hugsandi, þar sem við förum í gegnum kosti og galla og virkilega veltum fyrir okkur rökum áður en við tökum ákvörðun. Hitt kerfið tekur meira skyndiákvarðanir, þar sem við erum fljótari að stökkva á eitthvað og förum eftir þumalputtareglum. Það kerfi eða kerfi eitt, er yfirleitt í notkun þegar …
Athugasemdir