Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný rannsókn sýnir að stéttaskipting milli skólahverfa eykst

Mik­ill og vax­andi mun­ur er á milli skóla­hverfa er varð­ar efna­hags­stöðu og mennt­un for­eldra. Höf­und­ar nýrr­ar rann­sókn­ar segja þetta geta haft áhrif á fram­tíð­ar­mögu­leika barn­anna.

Ný rannsókn sýnir að stéttaskipting milli skólahverfa eykst

Það hvaða skólahverfi barn elst upp í hefur mikil áhrif á gengi þess í lífinu. Þetta er meðal þess sem ný rannsókn varpar ljósi á. Í rannsókninni kemur fram að stéttaaðgreining milli grunnskólahverfa á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist umtalsvert á undanförnum tuttugu árum.

Greinin „Dreifing efnahags- og menntunarauðs meðal foreldra í skólahverfum höfuðborgarsvæðisins 1997-2016,“ birtist í nýjasta hefti tímaritsins „Stjórnmál og stjórnsýsla“ sem kom út í morgun.

Greinin byggir á rannsókn Berglindar Rós Magnúsdóttur, Auðar Magndísar Auðardóttur og Kolbeins Stefánssonar, á misskiptingu auðs á milli skólahverfa á höfuðborgarsvæðinu og þeirri þróun sem hefur orðið á þeirri misskiptingu á tuttugu ára tímabili.

Í greininni er kastljósinu beint að heimili barna út frá félagslegri og efnahagslegri stöðu foreldra þeirra og hvernig sú staða hefur áhrif á aðgengi barnanna að ýmis konar auð sem hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra í lífinu.

Ríkum börn gengur betur á prófum

Samkvæmt greininni eykst námsárangur í þeim skólahverfum sem auður foreldra er mikill. „Samkvæmt nýlegum gögnum frá Reykjavíkurborg eru sterkust tengsl milli háskólamenntunar foreldra og námsárangurs á samræmdum prófum af þeim bakgrunnsbreytum sem borgin skoðar,“ stóð í greininni.

Efnhagsleg staða foreldra er skoðuð út frá tekjum þeirra og eignum en félagsleg staða þeirra skoðuð útfrá menntunarstigi þeirra eða þeirra foreldra sem hafa framhaldsmenntun á háskólastigi og þeirra sem hafa hana ekki. Þar að auki skoðar rannsóknin fjölskyldutengsl heimilanna við íslenskt samfélag.

Slík félagsleg kortlagning landsvæða er samkvæmt greininni mikilvægur liður í að skilja stéttbundna aðgreiningu milli svæða og þar með talið skólahverfa. Þá kemur einnig fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á möguleika landfræðilegra þyrpinga fólks í forréttindastöðu annars vegar og fólks í krefjandi aðstæðum hins vegar.

Mikil misskipting auðs milli skólahverfa

Ef litið er á stöðu heimil barna árið 2016 eftir skólahverfum má sjá mikinn mun á milli hverfa. Annars vegar eru hverfi sem sem búa yfir miklum eigna-og tekjuauð, þar sem menntunarstig er hátt og fjölskyldutengsl við Ísland eru mikil eða algjör og hins vegar hverfi þar sem búa yfir litlum eigna- og tekjuauð, menntunarstig foreldra er lægra og fjölskyldu tengsl við Ísland eru í minna lagi. Í þeim hverfum býr hátt hlutfall foreldra af erlendum uppruna sem hafa lítil tengsl inn í íslenskt samfélag.

Samkvæmt greininni hefur auðurinn í auknum mæli safnast í fimm tiltekin hverfi af þeim fjörtíu og tveimur sem voru til skoðunnar. Þá hefur auðurinn horfið á brott frá þremur svæðum þar sem meirihluti foreldra býr við krefjandi félags-og efnahagslegar aðstæður og hefur engin fjölskyldutengsl á Íslandi.

Þrjú þeirra hverfa sem hafa hæsta hlutfall eigna-og hátekjufólks hefur haldið nánast óbreyttri stöðu varðandi hlutfall foreldra af íslenskum uppruna en í þeim hverfum búa fáir eða engir foreldrar af erlendum uppruna.

Sömuleiðis má sjá að í þeim þremur hverfum er menntun foreldra ekki skilgreind sem táknrænn menningarauður. Með táknrænum menningarauði er átt við menntun foreldra á framhaldsstigi í háskóla sem afmarkast við prófgráðu í listgreinum, hugvísindum eða félagsvísindum. „Reynt var að fanga þennan mun (á menningarlegri og efnahagslegum auði) með því að skilgreina táknrænan menntunarauð út frá háskólagráðum á sviði lista, hugvísinda og óhlutbundinna félagsvísinda. Efnahags auðstéttin, þar að segja, tekjuhæsti og eingamesti fimmtungur foreldra, byggir háskólamenntun sína á námi sem hefur hátt skiptigildi í atvinnulífinu,“ stóð í greininni.

Þetta bendir til þess að efnahagsauðstétt sé hlutfallslega líklegri til að búa í þessum hverfum.

Ríku hverfin verða ríkari og fátæku haldast fátæk

Eitt þessara þriggja hverfa trónir þó upp úr varðandi forréttindastöðu sína. Árið 1997 var það með næst hæsta hlutfall hátekjufólks en var með hæsta hlutfall hátekjufólks árið 2016.

Þá er annað hverfi sem sem er áberandi er varðar lægstu hlutföll hátekjufólks en það hverfi hefur verið með lægsta hlutfall hátekjufólks frá árinu 1997. Sömuleiðis er það hverfi með lægsta hlutfall barna sem alast upp á heimili þar sem foreldri er með háskólamenntun á öllu tímabilinu. Hverfið kemur einnig illa út er varðar táknrænan menningarauð og hefur gert á öllu tímabilinu.

Hvað varðar samsetningu íbúa á milli hverfa, með tilliti til íslensk eða erlends uppruna hefur þróunin orðið sú að árið 1997 var lítill munur á hverfum hvað þetta varðar en flest hverfin voru að langmestu leyti íbúar af íslenskum uppruna eða 90-98% eftir hverfum. Árið 2016 lítur öðruvísi út en þá er dreifingin 40,1% til 94,7%.

Foreldrum af erlendum uppruna fjölgaði því í flestum hverfum yfir þetta tuttugu ára tímabil nema í ákveðnum hverfum en eins og áður hefur komið fram búa fáir eða engir foreldrar af erlendum uppruna í þremur ríkustu hverfum höfuðborgarinnar þar sem efnahagsauðstéttin býr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár