Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aurflóðið á Seyðisfirði kom ekki á óvart og hætta er á meiru

Nýtt og út­víkk­að hættumat sýndi fram á for­sögu­leg­ar skrið­ur sem náðu yf­ir nú­ver­andi bæj­ar­stæði Seyð­is­fjarð­ar.

Aurflóðið á Seyðisfirði kom ekki á óvart og hætta er á meiru

Aur liggur yfir hluta Seyðisfjarðar og renna þar lækir niður til sjávar. Hættustig vegna aurflóða er enn viðvarandi og hluti íbúa bæjarins hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Enn meiri úrkomu er spáð í kvöld og á morgun og því er líklegt að hættustigi verði viðhaldið þangað til.

Aurflóðið sem féll í gær kemur ekki algerlega á óvart. Í mars síðastliðnum lagði umhverfisráðherra fram nýtt og útvíkkað hættumat

Rannsóknir hafa sýnt að stórar skriður hafa fallið á forsögulegum tíma á bæjarstæði Seyðisfjarðar. „Hættusvæði í suðurbænum undir Neðri-Botnum stækka talsvert frá fyrra mati vegna þess að hætta af völdum stórra skriðna úr þykkum, lausum jarðlögum er metin meiri en áður. Þessi niðurstaða kallar á varnaraðgerðir fyrir íbúðabyggðina og aukna vöktun á skriðuhættu fyrir þetta svæði.“

Það er helst við stórrigningar sem hættan eykst, samkvæmt hættumatinu. „Stórar skriður úr Neðri-Botnum falla að öllum líkindum í kjölfar stórrigninga sem koma skýrt fram í veðurmælingum. Rétt er að undirstrika að skriður af þessari stærð eru mjög sjaldgæfar. Slíkar skriður hafa ekki fallið úr Neðri-Botnum frá því land byggðist. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur fylgst sérstaklega með skriðuhættu úr Neðri-Botnum eftir að upplýsingar um hættu á stórum skriðum þaðan komu fram. Gert er ráð fyrir að bæta öryggi íbúa á þessu svæði með eftirliti og rýmingu húsnæðis þegar þörf krefur þangað til gripið hefur verið til varanlegra aðgerða til þess að draga úr þessari hættu.“

120 manns yfirgáfu heimili sitt eftir aurflóðið í gær. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta heyrðust drunur, líkt og snjóplógur væri að skrapa götuna.

„Þetta er eins og eftir fellibylinn Katarínu. Húsin standa á kafi í vatni. Í kringum gamla pósthúsið og Skaftfell er komin ný á sem teygir sig niður eftir veginum sem liggur að ferjuhöfninni. Það liggur hálfur metri af drullu þarna yfir,“ sagði íbúi í bænum í samtali við Austurfrétt

Meðfylgjandi myndir tók annar íbúi í bænum, Páll Thamrong Snorrason. Stundin birtir myndirnar með hans heimild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu