Að næturlagi var lögreglustöðin sjaldnast mönnuð og þessa nóttina var Ari á bakvakt. Næturnar voru yfirleitt rólegar í bænum, það var einna helst að lögreglan væri kölluð til um helgar vegna drykkjuláta.
Hann var lagstur upp í rúm aftur, þó enn glaðvakandi, þegar síminn hringdi.
„Vegfarandi gekk fram á unga stúlku út á götu, hún virtist látin. Sjúkrabíll er á leiðinni,“ sagði starfsmaður neyðarlínunnar, rómurinn yfirvegaður en ákveðinn.
Ari hraðaði sér fram á gang og niður stigann, með símann á öxlinni.
„Hvar?“
„Aðalgötu.“
„Hver fann hana?“
„Guðjón Helgason heitir hann. Hann ætlaði að bíða eftir lögreglunni.“
Ari kannaðist ekki við nafnið.
Hann var kominn í búninginn og út á götu tveimur mínútum síðar. Lögreglujeppinn var við lögreglustöðina að venju, hann yrði enga stund að koma sér niður á Aðalgötu. Það var napurt en stillt veður og himinninn stjörnubjartur, óendanleiki næturinnar með öðrum hætti en á sumrin, fjarlægari, aðeins þungbærari.
Ari …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.
Skrifar á hverjum degi allan ársins hring
Nýjasta bók Ragnars Jónassonar, Vetrarmein, gerist á Siglufirði þar sem skelfilegur atburður á sér stað um páskahelgi. Bókin er komin í hillur verslana í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi en bækur Ragnars hafa selst í um tveimur milljónum eintaka og eru á listum yfir bestu glæpasögur ársins 2020 að mati fjölmiðla í nokkrum löndum.
Athugasemdir