Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sigmundur reynir aftur að biðja Geir afsökunar

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son legg­ur fram til­lögu á Al­þingi um að þing­ið biðji Geir Haar­de af­sök­un­ar á Lands­dóms­mál­inu, þar sem Geir var dæmd­ur fyr­ir að brjóta gegn stjórn­ar­skrá.

Sigmundur reynir aftur að biðja Geir afsökunar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þingmenn Miðflokksins vilja að Alþingi biðjist afsökunar á þeim lið uppgjörsins við hrunið sem fólst í ákæru gegn forsætisráðherra fyrir stórfellt gáleysi. Mynd: Geirix / Pressphotos

Alþingi biður Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á því að hann var sóttur til saka fyrir að brjóta gegn lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins, ef tillaga Sigmudar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, verður samþykkt á Alþingi. Að auki verðskuldi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson einnig afsökunarbeiðni af hálfu Alþingis.

Sigmundur Davíð lagði fram sömu þingsályktunartillögu árið 2017. Tillagan „um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni“ er studd af öllum þingmönnum Miðflokksins, auk fjögurra í Sjálfstæðisflokknum: Brynjari Níelssyni, Páli Magnússyni, Óla Birni Kárasyni og Ásmundi Friðrikssyni. Þar segir að Alþingi álykti að „rangt hafi verið að leggja fram tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum“ og að „viðkomandi ráðherrar verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þessa“.

Dæmdur fyrir brot gegn stjórnarskrá

Geir eftir dóminnForsætisráðherrann fyrrverandi sagði að dómur Landsdóms væri „sprenghlægilegur“.

Geir Haarde var dæmdur af fjölskipuðum Landsdómi, sem samsettur var af fimm hæstaréttardómurum með lengstan starfsaldur, dómstjóranum í Reykjavík, fulltrúa lagadeildar Háskóla Íslands og átta fulltrúum kjörnum af Alþingi. Hann var sýknaður af þremur ákæruliðum, en dæmdur án refsingar fyrir að „hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins, eins og nánar greinir hér að framan, með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“

Í ákærunni var því lýst að Geir hefði ekki fylgt eftir stjórnarskrárbundnum skyldum og verklagi forsætisráðherra þegar vitneskja var komin fram innan stjórnmála- og embættiskerfisins um að bankakerfið rambaði á barmi gjaldþrots. „Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundunum.“

„Ekki var tilefni til ákæru“

Í þingsályktunartillögu Sigmundar og hinna þingmannanna eru fern rök tekin til. „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru,“ segir þar. „Ekki hefur verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar eð lögunum hefur ekki verið beitt í öðrum tilvikum er varða stjórnmálalegar ákvarðanir og aðgerðir sem stefnt hafa hagsmunum ríkisins í hættu,“ segir einnig.

Þá segja þingmennirnir að ákæra Alþingis hafi verið ákvörðuð eftir flokkspólitískum línum, en í atkvæðagreiðslu Alþingis árið 2011 voru þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, ekki ákærð.

Í fjórða lagi segir í tillögunni: „Lýðræðislegu stjórnarfari landsins stendur ógn af því ef reynt er að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot.“

Stóru íslensku viðskiptabankarnir þrír urðu gjaldþrota í október 2008. Mörgum mánuðum áður var þó vitneskja um vanda þeirra. Þannig funduðu Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra til dæmis um vandann 7. febrúar 2008.

Síðar kom í ljós að margir starfsmenn bankanna og jafnvel stjórnmálamenn seldu skuldabréf sín og hlutabréf tengd bönkunum á þeim mánuðum sem liðu, á meðan aðrir höfðu ekki upplýsingar um vandann. 

Lögin enn ekki endurskoðuð

Lög um landsdóm og ráðherraábyrgð eru að norrænni fyrirmynd og voru lögleidd á Alþingi í tíð Bjarna Benediktssonar eldri, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var dómsmálaráðherra, árið 1963.

Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð þótt slíkt hafi verið á dagskrá um áratugaskeið. Ríkisstjórnin tilkynnti þá fyrirætlun sína í janúar síðastliðnum að ljúka endurskoðuninni. 

„Endurskoðun laganna mun meðal annars taka til skýrleika refsiákvæða um embættisbrot, aðdraganda ákæru, svo sem frumkvæði að rannsókn á embættisfærslum, umgjörð máls og hlutverk þingnefnda í því sambandi, og skipan Landsdóms. Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að leiða vinnuna og standa vonir til þess að henni verði lokið á haustmánuðum,“ sagði í tilkynningunni.

Geir Haarde kærði niðurstöðu og málsmeðferð Lansdóms til Mannréttindadómstóls Evrópu, en tapaði málinu.

Skipuðu Geir sendiherra

Málefni Geirs og Sigmundar komu til tals í umræðum þingmanna á barnum Klaustri í nóvember 2018. Þar sagðist meðflutningsmaður og samflokksmaður Sigmundar, Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa skipað Geir Haarde sendiherra í Washington fyrir Íslands hönd árið 2014, gegn því að hann yrði sjálfur skipaður sendiherra með stuðningi Bjarna Benediktssonar, formanni Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunni segist Sigmundur hafa rætt við Bjarna um málið, fylgt því eftir og fundað með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þá utanríkisráðherra. Loks sagðist Gunnar Bragi hafa skipað fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, Árna Þór Sigurðsson, sendiherra á sama tíma til þess að dreifa athyglinni frá skipun Geirs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.
Borgar helmingi meira fyrir matvörur hér en í Japan
6
FréttirUm hvað er kosið?

Borg­ar helm­ingi meira fyr­ir mat­vör­ur hér en í Jap­an

Stefán Þór Þor­geirs­son, leik­ari og hlað­varps­stjórn­andi, og eig­in­kona hans, Sher­ine Otomo Bou­hafs inn­an­húss­hönn­uð­ur fluttu ný­ver­ið með árs­göml­um syni sín­um til lands­ins eft­ir að hafa bú­ið í tvö ár í Jap­an. Stefán seg­ir að verð mat­ar­körf­unn­ar hafi breyst mik­ið frá því hann flutti út ár­ið 2022, sér­stak­lega verð á ávöxt­um og græn­meti. Mat­arkarf­an sé helm­ingi ódýr­ari í Jap­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár