Það hafði rétt svo verið tilkynnt að Joe Biden væri sigurvegari kosninganna þegar fréttir fóru að berast af því hvernig ríkisstjórn hans yrði skipuð og með hvaða áherslum. Meðal þeirra sem hafa það hlutverk að aðstoða Biden við valið er Charles Kupchan, prófessor í alþjóðasamskiptum við Georgetown-háskóla. Hann stýrði samskiptum ríkisstjórnar Bills Clinton við Evrópuríkin á valdatíð hans á tíunda áratugnum. Sérsvið Kupchans til margra áratuga er evrópsk pólitík og hann var einnig ráðgjafi Obama-stjórnarinnar á þeim vettvangi.
Nú rétt eftir kosningarnar hefur Kupchan gengið á milli breskra fjölmiðla og talað fjálglega um breytta tíma á komandi valdatíð Bidens. Í löngu samtali við Times Radio sagði hann meðal annars að „hið sérstaka samband“ Bretlands og Bandaríkjanna væri ekkert annað en „þægileg og gömul vinátta sem skilaði litlu á sviði raunverulegrar samvinnu“.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ræktað sérstaklega náið samband við Trump-stjórnina og það verður að teljast töluvert áfall fyrir …
Athugasemdir