Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sveitarfélögum mun fækka um fjórðung

Verði frum­varp Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra sam­þykkt verð­ur lág­marks­í­búa­fjöldi sveit­ar­fé­laga lög­bund­in við 1.000 manns ekki síð­ar en 2026.

Sveitarfélögum mun fækka um fjórðung
Vill sameina sveitarfélög með valboði Verði frumvarp Sigurðar Inga að lögum verður ráðherra skylt að hlutast til um að sameina sveitarfélög þar sem íbúafjöldi er undir 1.000 íbúar við önnur nærliggjandi sveitarfélög. Mynd: Framsókn

Fjöldi sveitarfélaga á Íslandi mun lækka verulega á næstu árum verði nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkt á Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu verður lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags að vera eitt þúsund íbúar og skal ráðherra hlutast til um að sameina þau sveitarfélög þar sem íbúafjöldi er undir mörkum öðru eða öðrum sveitarfélögum. Í dag er yfir helmingur sveitarfélaga á landinu undir eitt þúsund íbúa mörkunum, 35 talsins.

Frumvarp Sigurðar Inga er stjórnarfrumvarp og má því gera ráð fyrir að stuðningur sé við frumvarpið, sem lagt var fram 30. nóvember síðastliðinn, innan þingliðs ríkisstjórnarflokkanna. Lengi hefur verið til umræðu að fara viðlíka leiðir til að sameina sveitarfélög á landinu en fallið hefur verið frá því að sameina sveitarfélög með valdboði og hafa sameiningar því verið sjálfsprottnar, þó stjórnvöld hafi hvatt til þeirra. Um miðja síðustu öld voru sveitarfélög á Íslandi um 250 talsins en eru í dag 69.

Í frumvarpinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár