Fjöldi sveitarfélaga á Íslandi mun lækka verulega á næstu árum verði nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkt á Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu verður lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags að vera eitt þúsund íbúar og skal ráðherra hlutast til um að sameina þau sveitarfélög þar sem íbúafjöldi er undir mörkum öðru eða öðrum sveitarfélögum. Í dag er yfir helmingur sveitarfélaga á landinu undir eitt þúsund íbúa mörkunum, 35 talsins.
Frumvarp Sigurðar Inga er stjórnarfrumvarp og má því gera ráð fyrir að stuðningur sé við frumvarpið, sem lagt var fram 30. nóvember síðastliðinn, innan þingliðs ríkisstjórnarflokkanna. Lengi hefur verið til umræðu að fara viðlíka leiðir til að sameina sveitarfélög á landinu en fallið hefur verið frá því að sameina sveitarfélög með valdboði og hafa sameiningar því verið sjálfsprottnar, þó stjórnvöld hafi hvatt til þeirra. Um miðja síðustu öld voru sveitarfélög á Íslandi um 250 talsins en eru í dag 69.
Í frumvarpinu …
Athugasemdir