Málsvari kerfisins en ekki fólksins

Kamala Harris mun marka tíma­mót í sög­unni þeg­ar hún tek­ur við embætti vara­for­seta Banda­ríkj­anna en hún sæt­ir þeg­ar gagn­rýni með­al kjós­enda Demó­krata­flokks­ins fyr­ir hörku í fyrri störf­um sín­um sem sak­sókn­ari.

Málsvari kerfisins en ekki fólksins

Kamala Harris verður brátt fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það verður jafnframt í fyrsta sinn sem varaforseti ríkisins er ekki hvítur á hörund.  Þrátt fyrir þau tímamót eru margir á vinstri væng Demókrataflokksins andvígir henni og segja hana táknmynd rangrar stefnu í löggæslumálum. „Kamala er lögga“ hefur verið notað sem slagorð af stuðningsfólki Black Lives Matter-hreyfingarinnar.

Joe Biden er 78 ára og aldrei áður hefur svo aldraður maður gegnt embætti forseta Bandaríkjanna. Ronald Reagan átti metið en hann var enn 77 ára þegar hann lét af embætti eftir átta ára valdatíð. Biden er því 9 árum eldri en Reagan var þegar hann tók fyrst við embætti.

Fyrir vikið beinist meiri athygli en vanalega að væntanlegum varaforseta, Kamölu Harris. Hún er 56 ára unglamb frá Kaliforníu og mikil vonarstjarna innan Demókrataflokksins. Móðir hennar kom til Bandaríkjanna sem innflytjandi frá Indlandi og faðir hennar er frá Jamaíka. Harris bjó …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár