Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu

Um 850 karl­menn eru virk­ir á vef­svæð­um þar sem kven­hat­ur er ráð­andi. Ís­land mæl­ist lægst Norð­ur­land­anna en gögn héð­an eru ófull­kom­in. Jón Ingvar Kjaran pró­fess­or seg­ir rann­sókn­ir skorta og Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir aktív­isti seg­ir slíka um­ræðu bæði falda hér á landi og birt­ast með öðr­um hætti.

Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu
Kynda undir hatri á konum Hundruð karla á Norðurlöndunum eru eru virkir á vefsvæðum þar sem kynt er undir kvenhatri og andstöðu gegn kynjajafnrétti. Mynd: Shutterstock

Um 850 karlmenn á Norðurlöndunum eru virkir á vefsvæðum þar sem kvenhatur er ráðandi. Í nýrri norrænni skýrslu kemur fram að ungir, norrænir menn komi saman á vefsvæðum, myndi þar eins konar bræðralög og kyndi undir hatri í garð kvenna og kynjajafnrétti. Ekki er þó talið líklegt að þessi menn muni grípa til einhverra aðgerða, ofbeldis til að mynda, líkt og gerst hefur í öðrum löndum.

 Jón Ingvar Kjaran, prófessor við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands sem aðstoðaði við gagnaöflun hér á landi, segir að íslenskar rannsóknir á efninu skorti. Elísabet Ýr Atladóttir, femínískur aktívisti, sem einnig aðstoðaði rannsakendur, segir kvenhatandi orðræðu hér á landi vissulega til staðar en hún sé bæði faldari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og birtist einnig með öðrum hætti.

Skýrslan sem ber heitið „The Angry Internet“, og unnin var af Center for Digital Pædagogik í Danmörku, inniheldur greiningu á kvenhaturshópum á Norðurlöndunum. Byggir hún á rannsókn á færslum á vefsvæðum þar sem kvenhatur hefur verið greint, eins og Reddit og 4chan, auk annarra.

Hatursfull orðræða í garð kvenna lýðræðislegt vandamál

Í skýrslunni er lýst hópum sem þar sem þessi einkenni koma fram. Þeirra þekktastur er INCEL-hreyfingin, hreyfing karlmanna sem telja sig skírlífa gegn eigin vilja. Þekktast meðlimur INCEL-hreyfingarinnar er að líkindum fjöldamorðinginn Elliot Rodgers, sem myrti sex manns og særði fjórtán 23. maí árið 2014 í Isla Vista í Kaliforníu, áður en hann svipti sig lífi. Rodgers skilgreindi sig sem incel og skyldi eftir sig stefnuyfirlýsingu upp á 137 blaðsíður þar sem hann lýsti því hvernig hann hyggðist hefna þess að konur hefðu hafnað honum.

„Samfélag þar sem karlmanni leyfist ekki að stjórna sinni lakari hliðstæðu, konunni, verður skítasamfélag“

Í skýrslunni er vitnað í fjölda karla á Norðurlöndunum sem eru meðlimir í nethópum sem þessum. Þeir halda því meðal annars fram að börn einstæðra mæðra leiðist út í glæpi, að konur séu óhæfir leiðtogar og hið eðlilega ástand sé að karlmenn séu ráðandi afl. „Samfélag þar sem karlmanni leyfist ekki að stjórna sinni lakari hliðstæðu, konunni, verður skítasamfélag,“ er haft eftir einu, ónefndum norrænum karlmanni sem er meðlimur í slíkum nethópi.

Í skýrslunni segir að hatursfull orðræða í garð kvenna á vefsíðum sem þessum geti færst yfir á samskipti á öðrum samfélagsmiðlum. Það sé lýðræðislegt vandamál.

Gögn fyrir Ísland eru ófullkomin

Í skýrslunni kemur fram að Ísland mælist lágt og alla jafna langlægst á þeim vísum sem notaðir voru við rannsóknina. Það segir þó alls ekki alla söguna. Erfitt getur verið að greina þjóðerni þátttakenda á vefsvæðum sem þessum, þar eð þeir geti verið fullkomlega nafnlausir og samskipti fari að mestu leyti fram á ensku. Þá er sú aðferð sem notuð var við að greina lykilhugtök í orðræðu á þessum vefsvæðum þróaðri fyrir Danmörk, Svíþjóð og Noreg heldur en fyrir Finnland og Ísland. Flest bendi til að með þróaðri gervigreind hefði Ísland mælst töluvert hærra á þeim vísum sem miðað var við.

„Það er hellingur af kvenhatri á Íslandi, við vitum það alveg“

Jón Ingvar Kjaran, sem var skýrsluhöfundum til ráðgjafar við gerð rannsóknarinnar að því er Ísland varðar, segir að rannsóknir og gögn skorti hérlendis. „Þess vegna er þessi rannsókn kannski meira fókuseruð á Danmörk, Svíþjóð og Noreg. Þessi jaðarsvæði eins og Finnland og Ísland, það þarf bara meiri rannsóknar þar. Skýrslan segir okkur að það þurfi að skoða þetta betur, til dæmis þessa kallahópa á Íslandi sem hafa tekið þátt í þessari umræðu.“

Orðræðan falin á Facebook

Elísabet Ýr Atladóttir, aktívisti og einn stofnenda Málfrelsissjóðs í þágu þolenda kynbundins ofbeldis, segir að einn vandinn sem blasi við þegar kvenhaturs orðræða sé rannsökuð á Íslandi sé sá að stór hluti slíkrar umræðu fari fram í lokuðum hópum á Facebook, ólíkt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Slík gögn sé erfitt að komast yfir í rannsókn sem þessari. „Mjög mikið af íslensku orðræðunni er ofboðslega falið í þessari rannsókn, einfaldlega vegna þessa,“ segir Elísabet en hún benti rannsakendum einmitt á þessa staðreynd.

Spurð hvort hún telji, í þessu ljósi, ástæðu til að ætla að rétt sé að Ísland mælist lægra en hin Norðurlöndin þegar kemur að kvenhatandi orðræðu segir Elísabet að það sé erfitt að fullyrða um það. „Það er hellingur af kvenhatri á Íslandi, við vitum það alveg, en það birtist kannski ekki eins og þessi ameríska internetorðræða. Það er vegna þess að það er svo mikið umræða á Íslandi um orðræðu af þessu tagi að það hefur líklega ákveðinn fælingarmátt á karla að taka þátt í slíkri orðræðu. Kvenhatur á Íslandi birtist bara öðru vísi.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
1
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár