Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu

Um 850 karl­menn eru virk­ir á vef­svæð­um þar sem kven­hat­ur er ráð­andi. Ís­land mæl­ist lægst Norð­ur­land­anna en gögn héð­an eru ófull­kom­in. Jón Ingvar Kjaran pró­fess­or seg­ir rann­sókn­ir skorta og Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir aktív­isti seg­ir slíka um­ræðu bæði falda hér á landi og birt­ast með öðr­um hætti.

Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu
Kynda undir hatri á konum Hundruð karla á Norðurlöndunum eru eru virkir á vefsvæðum þar sem kynt er undir kvenhatri og andstöðu gegn kynjajafnrétti. Mynd: Shutterstock

Um 850 karlmenn á Norðurlöndunum eru virkir á vefsvæðum þar sem kvenhatur er ráðandi. Í nýrri norrænni skýrslu kemur fram að ungir, norrænir menn komi saman á vefsvæðum, myndi þar eins konar bræðralög og kyndi undir hatri í garð kvenna og kynjajafnrétti. Ekki er þó talið líklegt að þessi menn muni grípa til einhverra aðgerða, ofbeldis til að mynda, líkt og gerst hefur í öðrum löndum.

 Jón Ingvar Kjaran, prófessor við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands sem aðstoðaði við gagnaöflun hér á landi, segir að íslenskar rannsóknir á efninu skorti. Elísabet Ýr Atladóttir, femínískur aktívisti, sem einnig aðstoðaði rannsakendur, segir kvenhatandi orðræðu hér á landi vissulega til staðar en hún sé bæði faldari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og birtist einnig með öðrum hætti.

Skýrslan sem ber heitið „The Angry Internet“, og unnin var af Center for Digital Pædagogik í Danmörku, inniheldur greiningu á kvenhaturshópum á Norðurlöndunum. Byggir hún á rannsókn á færslum á vefsvæðum þar sem kvenhatur hefur verið greint, eins og Reddit og 4chan, auk annarra.

Hatursfull orðræða í garð kvenna lýðræðislegt vandamál

Í skýrslunni er lýst hópum sem þar sem þessi einkenni koma fram. Þeirra þekktastur er INCEL-hreyfingin, hreyfing karlmanna sem telja sig skírlífa gegn eigin vilja. Þekktast meðlimur INCEL-hreyfingarinnar er að líkindum fjöldamorðinginn Elliot Rodgers, sem myrti sex manns og særði fjórtán 23. maí árið 2014 í Isla Vista í Kaliforníu, áður en hann svipti sig lífi. Rodgers skilgreindi sig sem incel og skyldi eftir sig stefnuyfirlýsingu upp á 137 blaðsíður þar sem hann lýsti því hvernig hann hyggðist hefna þess að konur hefðu hafnað honum.

„Samfélag þar sem karlmanni leyfist ekki að stjórna sinni lakari hliðstæðu, konunni, verður skítasamfélag“

Í skýrslunni er vitnað í fjölda karla á Norðurlöndunum sem eru meðlimir í nethópum sem þessum. Þeir halda því meðal annars fram að börn einstæðra mæðra leiðist út í glæpi, að konur séu óhæfir leiðtogar og hið eðlilega ástand sé að karlmenn séu ráðandi afl. „Samfélag þar sem karlmanni leyfist ekki að stjórna sinni lakari hliðstæðu, konunni, verður skítasamfélag,“ er haft eftir einu, ónefndum norrænum karlmanni sem er meðlimur í slíkum nethópi.

Í skýrslunni segir að hatursfull orðræða í garð kvenna á vefsíðum sem þessum geti færst yfir á samskipti á öðrum samfélagsmiðlum. Það sé lýðræðislegt vandamál.

Gögn fyrir Ísland eru ófullkomin

Í skýrslunni kemur fram að Ísland mælist lágt og alla jafna langlægst á þeim vísum sem notaðir voru við rannsóknina. Það segir þó alls ekki alla söguna. Erfitt getur verið að greina þjóðerni þátttakenda á vefsvæðum sem þessum, þar eð þeir geti verið fullkomlega nafnlausir og samskipti fari að mestu leyti fram á ensku. Þá er sú aðferð sem notuð var við að greina lykilhugtök í orðræðu á þessum vefsvæðum þróaðri fyrir Danmörk, Svíþjóð og Noreg heldur en fyrir Finnland og Ísland. Flest bendi til að með þróaðri gervigreind hefði Ísland mælst töluvert hærra á þeim vísum sem miðað var við.

„Það er hellingur af kvenhatri á Íslandi, við vitum það alveg“

Jón Ingvar Kjaran, sem var skýrsluhöfundum til ráðgjafar við gerð rannsóknarinnar að því er Ísland varðar, segir að rannsóknir og gögn skorti hérlendis. „Þess vegna er þessi rannsókn kannski meira fókuseruð á Danmörk, Svíþjóð og Noreg. Þessi jaðarsvæði eins og Finnland og Ísland, það þarf bara meiri rannsóknar þar. Skýrslan segir okkur að það þurfi að skoða þetta betur, til dæmis þessa kallahópa á Íslandi sem hafa tekið þátt í þessari umræðu.“

Orðræðan falin á Facebook

Elísabet Ýr Atladóttir, aktívisti og einn stofnenda Málfrelsissjóðs í þágu þolenda kynbundins ofbeldis, segir að einn vandinn sem blasi við þegar kvenhaturs orðræða sé rannsökuð á Íslandi sé sá að stór hluti slíkrar umræðu fari fram í lokuðum hópum á Facebook, ólíkt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Slík gögn sé erfitt að komast yfir í rannsókn sem þessari. „Mjög mikið af íslensku orðræðunni er ofboðslega falið í þessari rannsókn, einfaldlega vegna þessa,“ segir Elísabet en hún benti rannsakendum einmitt á þessa staðreynd.

Spurð hvort hún telji, í þessu ljósi, ástæðu til að ætla að rétt sé að Ísland mælist lægra en hin Norðurlöndin þegar kemur að kvenhatandi orðræðu segir Elísabet að það sé erfitt að fullyrða um það. „Það er hellingur af kvenhatri á Íslandi, við vitum það alveg, en það birtist kannski ekki eins og þessi ameríska internetorðræða. Það er vegna þess að það er svo mikið umræða á Íslandi um orðræðu af þessu tagi að það hefur líklega ákveðinn fælingarmátt á karla að taka þátt í slíkri orðræðu. Kvenhatur á Íslandi birtist bara öðru vísi.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár