Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum

Jök­ull Gunn­ars­son, með­lim­ur í Covið­spyrn­unni, dreifði þar ráð­legg­ing­um um hvernig væri best að ræða við lækni til að fá vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu. Hann er and­víg­ur grímu­skyldu og seg­ist vilja „hjálpa“ öðr­um.

Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum
Gríma Jökull Gunnarsson, meðlimur Coviðspyrnunnar er á móti grímuskyldu vegna Covid-19 Mynd: Shutterstock

Jökull Gunnarsson, meðlimur í Facebook hópnum Coviðspyrnan, hóp sem stofnaður var til að „skipuleggja viðspyrnu gegn öfgafullum og skaðlegum aðgerðum yfirvalda gegn Covid,“ segir í samtali við Stundina að vottorðið sem hann útvegaði sér hjá lækni vera ósvikið.

Frá og með 18. nóvember urðu þeir sem hafa fengið Covid-19 og lokið einangrun undanskyldir grímuskyldu, svo fremi sem þeir geti sýnt fram á vottorð þess efnis. Á þetta við um hátt í fimm þúsund einstaklinga hér á landi, en Jökull er ekki einn af þeim, líkt og hann staðfestir í samtali við blaðamann.  Hann útvegaði sér engu að síður vottorð til þess að losna undan grímuskyldu og veitti öðrum meðlimum hópsins leiðbeiningar um hvernig þeir gætu gert slíkt hið sama. 

Hægt er að fá vottorð vegna heilsufarsástæðna sem koma í veg fyrir að einstaklingur geti notað grímu. Á síðu hópsins ber Jökull fyrir sig að grímur valdi honum kvíðaköstum, innilokunarkennd og öndunarerfiðleikum. Aðspurður hvort það sé rétt að hann glími við slíkan kvíða svarar hann almennt og segir að grímur geti valdið heilsufarstjóni eins og stressi, innilokunnarkennd,öndunarerfiðleikum, mígreni og öðru tjóni. „Þetta er staðfest af embætti lækna og kemur fram í rannsóknum,“ segir Jökull, sem síðar lét í ljós að hann upplifði köfnunartilfinningu vegna grímunotkunar.

Dapurlegt og siðlaust

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir dapurlegt að fólk sýni hvert öðru ekki þá virðingu að bera grímur þar sem það á við. Það væri „siðlaust“ og „vanvirðing við samborgarana“ að beita blekkingum til að verða sér úti um vottorð til að komast hjá grímuskyldu. 

Almannavarnir og landlæknisembættið hafa hamrað á því ítrekað og endurtekið frá því að Covid-19 faraldurinn hófst að eina leiðin til að vinna bug á faraldrinum sé að þjóðin sýni samstöðu, fólk gæti persónulegra sóttvarna og sýni hverju örðu tillit og nærgætni. Víðir segir hegðun sem þessa þvert á þau tilmæli. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi afstaða mjög sérstök og skrýtin. Að þótt fólk sé ekki sátt við sóttvarnarráðstafanir sé það að leggjast svo lágt að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum til að verða sér út um vottorð.“

„Allir geta fengið þetta“

„Ég hitti engan lækni, hringdi bara í heilsugæslu og bað um að tala við lækni út af vottorði. Sótti það samdægurs. Svo já, allir geta fengið þetta. Og þetta virkar. Búinn að fara á marga staði og prófa,“ skrifaði maðurinn í ummælum undir færslu sem hann setti inn í hópinn, mynd af læknisvottorði sem undanskilur hann grímuskyldu. 

„Allir geta fengið þetta. Og þetta virkar“

Fleiri meðlimir hópsins sögðust ætla að gera slíkt hið sama í kjölfarið og fengu ráðleggingar varðandi hvað væri best að segja við lækni til að fá vottorð. Einn sagðist vonast til þess að hitta á góðan lækni og Jökull benti á að útlenskir læknar væru skilningsríkari. Annar stakk upp á því að þeir myndu síðan ganga saman grímulausir inn í verslun til að „sýna hinum hvernig lífið var „fyrir“ Covid.“

Á þræðinum greindi Jökull jafnframt frá því hvert hann gat farið án þess að bera grímu gegn vottorði. Sumar verslanir hafa bannað fólki inngöngu án grímu, óháð vottorði. 

Mótfallinn grímuskyldu

Jökull segist vera andvígur grímuskyldu í núverandi mynd. „Grímuskyldan er byggð á skoðunum WHO (World Health Organization), sem réði sem dæmi CDC (Centers for Disease Control and Prevention) til að rannsaka skilvirkni grímunotkunar. CDC birti hinsvegar rannsókn þar sem fram kemur að jafnvel bestu grímur vernda ekki gegn Covid-19 eða öðrum flensum. Þar með eru þetta vísindi á móti skoðunum WHO, sem er einkarekin stofnun. Þetta er aðeins ein af tugum rannsókna sem sýna hið sama. Ef fólk vill nota grímur og halda ranglega að það sé að bjarga lífum er það í lagi en að nota það sem hræðsluáróður til að komi fólki í uppnám og valda varanlegum sálfræðilegum skaða á börnum okkar finnst mér það ekki í lagi.“

Rannsóknin sem Jökull vitnar í er grein í útgefnu riti CDC, dagsett 5. maí 2020 þar sem farið er yfir mælingar á virkni aðferða sem ekki eru lyfjafræðilegs eðlis á inflúensu faraldra. Þar kemur fram að samkvæmt þeirra rannsóknum hafa einnota skurðstofu grímur lítil áhrif á útbreiðslu inflúensu. Hins vegar virki fínagnagrímur best til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu, séu þær notaðar rétt og eftir leiðbeiningum.

Í skýrslu frá CDC, dagsett 20. nóvember 2020, segir að gögn úr faraldsfræðilegum rannsóknum styðji grímunotkun almennings til varnar útbreiðslu gegn Covid-19 faraldrinum. Grímunotkun geti þá hjálpað til að koma í veg fyrir útgöngubann, séu grímur notaðar samhliða handþvotti, loftræstingu og tilmælum um að almenningur haldi sig til hlés eða sem mest heima á meðan faraldrinum stendur.

Í umfjöllun Vísindavefsins um hvaða gagn grímur gera við Covid-19-smiti kemur fram að einfaldar grímur gegni þeim tilgangi að hremma dropa sem myndast við hóst og hnerra. Talið er að veiran berist einkum milli manna annað hvort beint með slíkum úðadropum eða óbeint um fleti sem fólk snertir. Grímur geti því dregið töluvert úr hættu á því að smitaður einstaklingur smiti aðra og virki sem vörn fyrir ósmitaða, þótt þær geti ekki varið fólk fyrir snertismiti.

Ósammála sóttvarnaraðgerðum 

Skýringarnar sem Jökull gefur á því að hafa dreift ráðleggingum um hvernig best sé að komast hjá grímunoktun innan hópsins eru að hann hafi viljað upplýsa meðlimi hópsins um réttindi sín. „Ég setti þetta á lokaðan hóp fyrir fólk sem var mögulega ekki meðvitað um réttindi sín og vildi hjálpa þeim þar sem mjög fáir kynna sér „lögin“ um sóttvarnir,“ segir hann þá.

Í fyrstu grein laga um sóttvarnir segir að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um hvers konar ráðstafanir sem komið geta að gagni til að berjast við útbreiðslu farsótta innan lands, til eða frá landinu og til að berjast við útbreiðslu smits frá smituðum einstaklingum.

Jökull er hins vegar á móti aðgerðum stjórnvalda er varða Covid-19. „Já, ég er á móti þeim. Það hafa verið settar fram betri aðferðir frá sérfræðingum til að komast til móts við smithættu en allar þær hugmyndir eru hunsaðar. Bæði Covid greiningarprófið og aðferðir stjórnvalda á heimsvísu eru undir lögsókn af meðal annars læknum og lögfræðingum þar sem aðgerðir stjórnvalda brjóta á réttindum fólksins og byggjast ekki á vísindalegum staðreyndum.“

Í nýlegri álitsgerð frá dr. Páli Hreinssyni, um valdheimildir stjórnvalda til opinberra sóttvarnaráðstafana, kemur fram að til þess að heilbrigðisráðherra geti sett reglugerðir um opinberar sóttvarnaráðstafanir þurfi ráðherra að hafa fengið tillögur frá sóttvarnalækni, sem lögum samkvæmt þurfa að byggja á læknisfræðilegu mati.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár