Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum

Jök­ull Gunn­ars­son, með­lim­ur í Covið­spyrn­unni, dreifði þar ráð­legg­ing­um um hvernig væri best að ræða við lækni til að fá vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu. Hann er and­víg­ur grímu­skyldu og seg­ist vilja „hjálpa“ öðr­um.

Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum
Gríma Jökull Gunnarsson, meðlimur Coviðspyrnunnar er á móti grímuskyldu vegna Covid-19 Mynd: Shutterstock

Jökull Gunnarsson, meðlimur í Facebook hópnum Coviðspyrnan, hóp sem stofnaður var til að „skipuleggja viðspyrnu gegn öfgafullum og skaðlegum aðgerðum yfirvalda gegn Covid,“ segir í samtali við Stundina að vottorðið sem hann útvegaði sér hjá lækni vera ósvikið.

Frá og með 18. nóvember urðu þeir sem hafa fengið Covid-19 og lokið einangrun undanskyldir grímuskyldu, svo fremi sem þeir geti sýnt fram á vottorð þess efnis. Á þetta við um hátt í fimm þúsund einstaklinga hér á landi, en Jökull er ekki einn af þeim, líkt og hann staðfestir í samtali við blaðamann.  Hann útvegaði sér engu að síður vottorð til þess að losna undan grímuskyldu og veitti öðrum meðlimum hópsins leiðbeiningar um hvernig þeir gætu gert slíkt hið sama. 

Hægt er að fá vottorð vegna heilsufarsástæðna sem koma í veg fyrir að einstaklingur geti notað grímu. Á síðu hópsins ber Jökull fyrir sig að grímur valdi honum kvíðaköstum, innilokunarkennd og öndunarerfiðleikum. Aðspurður hvort það sé rétt að hann glími við slíkan kvíða svarar hann almennt og segir að grímur geti valdið heilsufarstjóni eins og stressi, innilokunnarkennd,öndunarerfiðleikum, mígreni og öðru tjóni. „Þetta er staðfest af embætti lækna og kemur fram í rannsóknum,“ segir Jökull, sem síðar lét í ljós að hann upplifði köfnunartilfinningu vegna grímunotkunar.

Dapurlegt og siðlaust

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir dapurlegt að fólk sýni hvert öðru ekki þá virðingu að bera grímur þar sem það á við. Það væri „siðlaust“ og „vanvirðing við samborgarana“ að beita blekkingum til að verða sér úti um vottorð til að komast hjá grímuskyldu. 

Almannavarnir og landlæknisembættið hafa hamrað á því ítrekað og endurtekið frá því að Covid-19 faraldurinn hófst að eina leiðin til að vinna bug á faraldrinum sé að þjóðin sýni samstöðu, fólk gæti persónulegra sóttvarna og sýni hverju örðu tillit og nærgætni. Víðir segir hegðun sem þessa þvert á þau tilmæli. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi afstaða mjög sérstök og skrýtin. Að þótt fólk sé ekki sátt við sóttvarnarráðstafanir sé það að leggjast svo lágt að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum til að verða sér út um vottorð.“

„Allir geta fengið þetta“

„Ég hitti engan lækni, hringdi bara í heilsugæslu og bað um að tala við lækni út af vottorði. Sótti það samdægurs. Svo já, allir geta fengið þetta. Og þetta virkar. Búinn að fara á marga staði og prófa,“ skrifaði maðurinn í ummælum undir færslu sem hann setti inn í hópinn, mynd af læknisvottorði sem undanskilur hann grímuskyldu. 

„Allir geta fengið þetta. Og þetta virkar“

Fleiri meðlimir hópsins sögðust ætla að gera slíkt hið sama í kjölfarið og fengu ráðleggingar varðandi hvað væri best að segja við lækni til að fá vottorð. Einn sagðist vonast til þess að hitta á góðan lækni og Jökull benti á að útlenskir læknar væru skilningsríkari. Annar stakk upp á því að þeir myndu síðan ganga saman grímulausir inn í verslun til að „sýna hinum hvernig lífið var „fyrir“ Covid.“

Á þræðinum greindi Jökull jafnframt frá því hvert hann gat farið án þess að bera grímu gegn vottorði. Sumar verslanir hafa bannað fólki inngöngu án grímu, óháð vottorði. 

Mótfallinn grímuskyldu

Jökull segist vera andvígur grímuskyldu í núverandi mynd. „Grímuskyldan er byggð á skoðunum WHO (World Health Organization), sem réði sem dæmi CDC (Centers for Disease Control and Prevention) til að rannsaka skilvirkni grímunotkunar. CDC birti hinsvegar rannsókn þar sem fram kemur að jafnvel bestu grímur vernda ekki gegn Covid-19 eða öðrum flensum. Þar með eru þetta vísindi á móti skoðunum WHO, sem er einkarekin stofnun. Þetta er aðeins ein af tugum rannsókna sem sýna hið sama. Ef fólk vill nota grímur og halda ranglega að það sé að bjarga lífum er það í lagi en að nota það sem hræðsluáróður til að komi fólki í uppnám og valda varanlegum sálfræðilegum skaða á börnum okkar finnst mér það ekki í lagi.“

Rannsóknin sem Jökull vitnar í er grein í útgefnu riti CDC, dagsett 5. maí 2020 þar sem farið er yfir mælingar á virkni aðferða sem ekki eru lyfjafræðilegs eðlis á inflúensu faraldra. Þar kemur fram að samkvæmt þeirra rannsóknum hafa einnota skurðstofu grímur lítil áhrif á útbreiðslu inflúensu. Hins vegar virki fínagnagrímur best til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu, séu þær notaðar rétt og eftir leiðbeiningum.

Í skýrslu frá CDC, dagsett 20. nóvember 2020, segir að gögn úr faraldsfræðilegum rannsóknum styðji grímunotkun almennings til varnar útbreiðslu gegn Covid-19 faraldrinum. Grímunotkun geti þá hjálpað til að koma í veg fyrir útgöngubann, séu grímur notaðar samhliða handþvotti, loftræstingu og tilmælum um að almenningur haldi sig til hlés eða sem mest heima á meðan faraldrinum stendur.

Í umfjöllun Vísindavefsins um hvaða gagn grímur gera við Covid-19-smiti kemur fram að einfaldar grímur gegni þeim tilgangi að hremma dropa sem myndast við hóst og hnerra. Talið er að veiran berist einkum milli manna annað hvort beint með slíkum úðadropum eða óbeint um fleti sem fólk snertir. Grímur geti því dregið töluvert úr hættu á því að smitaður einstaklingur smiti aðra og virki sem vörn fyrir ósmitaða, þótt þær geti ekki varið fólk fyrir snertismiti.

Ósammála sóttvarnaraðgerðum 

Skýringarnar sem Jökull gefur á því að hafa dreift ráðleggingum um hvernig best sé að komast hjá grímunoktun innan hópsins eru að hann hafi viljað upplýsa meðlimi hópsins um réttindi sín. „Ég setti þetta á lokaðan hóp fyrir fólk sem var mögulega ekki meðvitað um réttindi sín og vildi hjálpa þeim þar sem mjög fáir kynna sér „lögin“ um sóttvarnir,“ segir hann þá.

Í fyrstu grein laga um sóttvarnir segir að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um hvers konar ráðstafanir sem komið geta að gagni til að berjast við útbreiðslu farsótta innan lands, til eða frá landinu og til að berjast við útbreiðslu smits frá smituðum einstaklingum.

Jökull er hins vegar á móti aðgerðum stjórnvalda er varða Covid-19. „Já, ég er á móti þeim. Það hafa verið settar fram betri aðferðir frá sérfræðingum til að komast til móts við smithættu en allar þær hugmyndir eru hunsaðar. Bæði Covid greiningarprófið og aðferðir stjórnvalda á heimsvísu eru undir lögsókn af meðal annars læknum og lögfræðingum þar sem aðgerðir stjórnvalda brjóta á réttindum fólksins og byggjast ekki á vísindalegum staðreyndum.“

Í nýlegri álitsgerð frá dr. Páli Hreinssyni, um valdheimildir stjórnvalda til opinberra sóttvarnaráðstafana, kemur fram að til þess að heilbrigðisráðherra geti sett reglugerðir um opinberar sóttvarnaráðstafanir þurfi ráðherra að hafa fengið tillögur frá sóttvarnalækni, sem lögum samkvæmt þurfa að byggja á læknisfræðilegu mati.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár