Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.

Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
Grímuskylda Komið hefur í ljós að einstaklingar ljúgi sér upp veikindi til þess að þurfa ekki að ganga með grímu. Þetta gera þeir vegna þess að þeir eru á móti aðgerðum stjórnvalda gegn Covid-19 Mynd: AFP

Meðlimur í hópnum Coviðspyrnan, hóp sem stofnaður var til að „skipuleggja viðspyrnu gegn öfgafullum og skaðlegum aðgerðum yfirvalda gegn Covid“, dreifir ráðleggingum um hvernig hægt sé að komast undan grímuskyldu. 

„Ég hitti engan lækni, hringdi bara í heilsugæslu og bað um að tala við lækni út af vottorði. Sótti það samdægurs. Svo já, allir geta fengið þetta. Og þetta virkar. Búinn að fara á marga staði og prófa,“ skrifaði maðurinn í ummælum undir færslu sem hann setti inn í hópinn. Upphafsinnleggið var mynd af læknisvottorði sem undanskilur hann grímuskyldu.

Fleiri vilja fá vottorð 

Þegar ummæli við færsluna eru skoðuð má sjá að maðurinn lætur meðlimi hópsins vita hvar hann hefur prófað að ganga inn grímulaus með vottorð. Nokkrir meðlimir segjast ætla að útvega sér slíkt vottorð sjálfir.

„Á dagskrá mánudagsins að fá vottorð fyrir alla fjölskylduna,“ skrifaði einn þeirra.

„Ég ætla að hringja í mína heilsugæslu og fá mér svona,“ skrifaði annar.

Einn meðlimana stakk upp á að meðlimir hópsins myndu ganga saman inn í verslun grímulaus til að „sýna hinum hvernig lífið var „fyrir“ Covid“. 

Mælti með aðferðum til að fá vottorð

Þá voru gefnar ráðleggingar um það hvað sé best að segja við lækni, vilji maður verða sér út um vottorð. „Veit að í Þýskalandi hefur virkað vel að tala um að maður hafi lent í því að reynt hafi verið að kæfa mann og gríman fái mann til að endurupplifa það,“ benti einn meðlimurinn á.

Maðurinn sem um ræðir sagði hins vegar við sinn lækni að gríman ylli honum kvíðaköstum, innilokunarkennd og öndunarerfiðleikum.

Einn meðlimur sagðist ætla að verða sér út um vottorð og vonaðist til þess að hann myndi hitta á „góðan lækni.“ Maðurinn benti honum þá á að „útlenskir eru skilningsríkari af þeim sem ég hef heyrt um vottorðið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár