Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.

Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
Grímuskylda Komið hefur í ljós að einstaklingar ljúgi sér upp veikindi til þess að þurfa ekki að ganga með grímu. Þetta gera þeir vegna þess að þeir eru á móti aðgerðum stjórnvalda gegn Covid-19 Mynd: AFP

Meðlimur í hópnum Coviðspyrnan, hóp sem stofnaður var til að „skipuleggja viðspyrnu gegn öfgafullum og skaðlegum aðgerðum yfirvalda gegn Covid“, dreifir ráðleggingum um hvernig hægt sé að komast undan grímuskyldu. 

„Ég hitti engan lækni, hringdi bara í heilsugæslu og bað um að tala við lækni út af vottorði. Sótti það samdægurs. Svo já, allir geta fengið þetta. Og þetta virkar. Búinn að fara á marga staði og prófa,“ skrifaði maðurinn í ummælum undir færslu sem hann setti inn í hópinn. Upphafsinnleggið var mynd af læknisvottorði sem undanskilur hann grímuskyldu.

Fleiri vilja fá vottorð 

Þegar ummæli við færsluna eru skoðuð má sjá að maðurinn lætur meðlimi hópsins vita hvar hann hefur prófað að ganga inn grímulaus með vottorð. Nokkrir meðlimir segjast ætla að útvega sér slíkt vottorð sjálfir.

„Á dagskrá mánudagsins að fá vottorð fyrir alla fjölskylduna,“ skrifaði einn þeirra.

„Ég ætla að hringja í mína heilsugæslu og fá mér svona,“ skrifaði annar.

Einn meðlimana stakk upp á að meðlimir hópsins myndu ganga saman inn í verslun grímulaus til að „sýna hinum hvernig lífið var „fyrir“ Covid“. 

Mælti með aðferðum til að fá vottorð

Þá voru gefnar ráðleggingar um það hvað sé best að segja við lækni, vilji maður verða sér út um vottorð. „Veit að í Þýskalandi hefur virkað vel að tala um að maður hafi lent í því að reynt hafi verið að kæfa mann og gríman fái mann til að endurupplifa það,“ benti einn meðlimurinn á.

Maðurinn sem um ræðir sagði hins vegar við sinn lækni að gríman ylli honum kvíðaköstum, innilokunarkennd og öndunarerfiðleikum.

Einn meðlimur sagðist ætla að verða sér út um vottorð og vonaðist til þess að hann myndi hitta á „góðan lækni.“ Maðurinn benti honum þá á að „útlenskir eru skilningsríkari af þeim sem ég hef heyrt um vottorðið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár