Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.

Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
Grímuskylda Komið hefur í ljós að einstaklingar ljúgi sér upp veikindi til þess að þurfa ekki að ganga með grímu. Þetta gera þeir vegna þess að þeir eru á móti aðgerðum stjórnvalda gegn Covid-19 Mynd: AFP

Meðlimur í hópnum Coviðspyrnan, hóp sem stofnaður var til að „skipuleggja viðspyrnu gegn öfgafullum og skaðlegum aðgerðum yfirvalda gegn Covid“, dreifir ráðleggingum um hvernig hægt sé að komast undan grímuskyldu. 

„Ég hitti engan lækni, hringdi bara í heilsugæslu og bað um að tala við lækni út af vottorði. Sótti það samdægurs. Svo já, allir geta fengið þetta. Og þetta virkar. Búinn að fara á marga staði og prófa,“ skrifaði maðurinn í ummælum undir færslu sem hann setti inn í hópinn. Upphafsinnleggið var mynd af læknisvottorði sem undanskilur hann grímuskyldu.

Fleiri vilja fá vottorð 

Þegar ummæli við færsluna eru skoðuð má sjá að maðurinn lætur meðlimi hópsins vita hvar hann hefur prófað að ganga inn grímulaus með vottorð. Nokkrir meðlimir segjast ætla að útvega sér slíkt vottorð sjálfir.

„Á dagskrá mánudagsins að fá vottorð fyrir alla fjölskylduna,“ skrifaði einn þeirra.

„Ég ætla að hringja í mína heilsugæslu og fá mér svona,“ skrifaði annar.

Einn meðlimana stakk upp á að meðlimir hópsins myndu ganga saman inn í verslun grímulaus til að „sýna hinum hvernig lífið var „fyrir“ Covid“. 

Mælti með aðferðum til að fá vottorð

Þá voru gefnar ráðleggingar um það hvað sé best að segja við lækni, vilji maður verða sér út um vottorð. „Veit að í Þýskalandi hefur virkað vel að tala um að maður hafi lent í því að reynt hafi verið að kæfa mann og gríman fái mann til að endurupplifa það,“ benti einn meðlimurinn á.

Maðurinn sem um ræðir sagði hins vegar við sinn lækni að gríman ylli honum kvíðaköstum, innilokunarkennd og öndunarerfiðleikum.

Einn meðlimur sagðist ætla að verða sér út um vottorð og vonaðist til þess að hann myndi hitta á „góðan lækni.“ Maðurinn benti honum þá á að „útlenskir eru skilningsríkari af þeim sem ég hef heyrt um vottorðið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár