Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vísindavefurinn: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn

Al­þingi á ekki að geta tek­ið ákvarð­an­ir um inni­hald stjórn­ar­skrár án skýrr­ar heim­ild­ar til þess frá al­menn­ingi, seg­ir í svari Jóns Ólafs­son­ar og Sæv­ars Ara Finn­boga­son­ar á Vís­inda­vefn­um.

Vísindavefurinn: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn
Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn Alþingi á ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald nýrrar stjórnarskrár án skýrrar heimildar frá almenningi, segir í svari á Vísindavefnum. Mynd: Áki Árnason

Íslenska þjóðin, almenningur í landinu, er bæði stjórnarskrárgjafinn og löggjafi. Vegna samráðs Stjórnlagaráðs við almenning við samningu draga að stjórnarskrá árið 2011 og aukins áhuga á almenningssamráði á undanförnum árum er því „erfitt að sjá fyrir sér nú að nokkrum dytti í hug að breyta stjórnarskránni án þátttöku almennings við mótun tillagna.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Jóns Ólafssonar, prófessors við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, og Sævars Ara Finnbogasonar, aðstoðarmanns og doktorsnema á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, við spurningunni „Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?“ sem þeir svara á Vísindavef Háskóla Íslands.

Í lýðræðisríkjum liggur valdið hjá almenningi sem veitir löggjafarsamkundu, Alþingi hér á landi, umboð milli kosninga. Þar sem þingmenn sækja umboð sitt til almennings, kjósenda, er mikilvægt að ákvarðanir þeirra og stefna endurspegli viðhorf kjósenda, ekki síst í stórum málum eins og stjórnarskrárbreytingum.

„Þegar sagt er að þjóðin – eða almenningur – sé stjórnarskrárgjafi er yfirleitt átt við að löggjafinn eigi ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald stjórnarskrár án skýrrar heimildar til þess frá almenningi,“ segir í svarinu. Þar er tiltekið að slíka heimild megi fá með ýmsu móti. Ein leiðin til þess væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, önnur sé að krefjast aukins meirihluta á þingi en með því sé breið samstaða þingmanna líkleg til að endurspegla vilja meirihlutans úti í samfélaginu.

„Það er því erfitt að sjá fyrir sér nú að nokkrum dytti í hug að breyta stjórnarskránni án þátttöku almennings við mótun tillagna“

Á Íslandi er leiðin sú að Alþingi skuli samþykkja stjórnarskrárbreytingar tvisvar með kosningum á milli. Með þeim hætti gefist tími yfir til að bæði almenningur og kjörnir fulltrúar hafi gott tækifæri til að rökræða og hugleiða breytingar á stjórnarskrá. „Hún er því óbein leið til að stuðla að því að almenningur taki þátt í breytingunni.“

Munur á vinnunni 2011 og nú

Hins vegar, segir í svarinu, þykir mörgum óbein aðild engan vegin nægjanleg. Enn meiri hlutdeild almennings skapast við það að almennir borgarar fái tækifæri til að koma beint að stefnumótandi umræðum og ákvörðunum um stjórnarskrárbreytingar. Bent er á að Stjórnlagaráð, sem samdi drög að nýrri stjórnarskrá árið 2011, hafi opnað það ferli fyrir almenningi með virku samtali um þau drög sem unnið var að.

Í þeirri endurskoðun á stjórnarskránni sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili hefur samráð við almenning farið annars vegar fram með rökræðukönnun sem fól í sér stóra viðhorfskönnun til nokkurra atriða í stjórnarskránni og hins vegar með rökræðufundi þar sem 230 einstaklingar sem höfðu áður tekið þátt í viðhorfskönnuninni rökræddu þau sömu atriði og svöruðu að því loknu nýrri könnun um viðhorf til fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga.

„Áherslan á þjóðina sem stjórnarskrárgjafa hefur hún öðlast aukið vægi vegna samráðs Stjórnlagaráðs við almenning og vaxandi áhuga á almenningssamráði á undanförnum árum. Það er því erfitt að sjá fyrir sér nú að nokkrum dytti í hug að breyta stjórnarskránni án þátttöku almennings við mótun tillagna,“ segir í svarinu á Vísindavefnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár