Nafn Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu og uppljóstrara í Namibíumálinu svokallaða, kemur hvergi fram í gögnum frá Samherja um starfsemi eignarhaldsfélags Esju Seafood á Kanaríeyjum á árunum 2014 til 2017. Jóhannes lét af störfum hjá Samherja sumarið 2016. Jóhannes hafði því enga aðkomu að rekstri Esju Seafood, hann sat ekki í stjórn félagsins, hann stýrði ekki bankareikningum félagsins og hafði ekki nein yfirráð yfir þessu fyrirtæki sem stjórnandi.
Þetta þýðir að hann hafði enga möguleika á að koma því til leiðar sjálfur og án aðstoðar að þetta fyrirtæki á Kýpur greiddi mútur til félagsins Tundavala Investments í Dubai í skiptum fyrir að Samherji fengi hestamakrílskvóta í Namibíu. Þetta má áætla út frá gögnum, sem komin eru frá Samherja, um starfsemi Esju Seafood á árunum 2014 til 2017, sem Stundin hefur undir höndum.
Samherji hefur …
Athugasemdir