Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vinstri græn ekki mælst með jafn lítið fylgi í sjö ár

Leita þarf aft­ur til vors­ins 2013 til að finna jafn lít­inn stuðn­ing við Vinstri græn í könn­un­um MMR. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bæt­ir við sig og mæl­ist með fjórð­ungs­fylgi. At­hygli vek­ur að fylgi við flokk­inn sveifl­ast í gagn­stæða átt við fylgi Mið­flokks­ins þeg­ar gögn er skoð­uð aft­ur í tím­ann.

Vinstri græn ekki mælst með jafn lítið fylgi í sjö ár
Ekki mælst minni á kjörtímabilinu Stuðningur við Vinstri græn hefur ekki mælst minni frá árinu 2013. Mynd: RÚV

Fylgi við Vinstri græn mælist nú 7.5 prósent í nýrri könnun MMR og hefur flokkurinn ekki mælst með jafn lágt fylgi áður á kjörtímabilinu í könnunum MMR. Í síðustu könnun, 26. október,  mældist fylgi við Vinstri græn 8,3 prósent. Flokkurinn hefur tapað vel yfir helmingi af kjörfylgi sínu frá síðust kosningum, en þá fengu Vinstri græn 16,9 prósent atkvæða.

Flokkurinn hefur raunar aðeins einu sinni mælst með minni stuðning á undanförnum áratug, 14. apríl 2013, skömmu fyrir Alþingiskosningar, þegar fylgi við Vinstri græn mældist 6,7 prósent í einni könnun. Flokkurinn hlaut 10,9 prósent atkvæða í kosningunum 27. apríl það ár.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst markvert milli kannana en stuðningur við flokkinn nú er 25 prósent og mælist hann með mest fylgi flokka á landinu. Það er því sem næst sama fylgi og flokkurinn hlaut í kosningunum 2017. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi í könnun MMR í síðasta mánuði.

Samfylkingin eykur við sig fylgi milli kannana, þó ekki þannig að um tölfræðilega marktæka aukningu sé að ræða. Fylgi við flokkinn mælist nú 16,7 prósent en var 15,2 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn nýtur næstmests stuðnings flokka á Alþingi.

Píratar mælast lítið eitt hærri en í síðustu könnun, þó innan vikmarka. 14,3 prósent aðspurðra segjast styðja Pírata, borið saman við 13,5 prósent í síðasta mánuði. Framsóknarflokkurinn mælist með því sem næst sama stuðning og í síðustu könnun, 9,9 prósent nú borið saman við 10,2 prósent síðast.

Miðflokkurinn mælist nú með 9,1 prósenta fylgi en mældist síðast með 11,6 prósent. Það er tölfræðilega marktækur munur. Í frétt MMR um könnunina nú kemur fram að þegar gögn séu skoðuð veki athygli að stuðningur við Sjálfstæðisflokk sveiflist í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins. Bendi það til að barátta standi flokkanna á milli um sama kjósendahóp.

Fylgi við Viðreisn dalar lítillega milli kannana, þó innan vikmarka, en flokkurinn mælist nú með 8,4 prósenta fylgi en mældist síðast með 9,7 prósenta stuðning. Sósíalistaflokkurinn nýtur stuðnings 4 prósenta aðspurðra borið saman við 4,6 prósent í síðustu könnun. Ekki er um tölfræðilega marktækan mun að ræða milli kannana. Þá mælist Flokkur fólksins með 3,9 prósenta fylgi, nálega hið sama og síðast þegar flokkurinn mældist með 3,8 prósenta fylgi. Stuðningur við aðra er samanlagt 1,1 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 51,7 prósent, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun þegar stuðningurinn mældist 50,3 prósent.

925 manns yfir 18 ára svöruðu könnuninni sem gerð var dagana 6. til 11. nóvember. 81,8 prósent gáfu upp afstöðu sína til flokka, 6 prósent sögðust óákveðnir, 4,5 prósent kváðust myndu skila auðu, 2,1 prósent sögðu að þau myndu ekki mæta á kjörstað og 5,5 prósent vildu ekki gefa upp afstöðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

CCP sagðist endurskoða fjölda starfa á Íslandi vegna lagabreytinga
4
Stjórnmál

CCP sagð­ist end­ur­skoða fjölda starfa á Ís­landi vegna laga­breyt­inga

Í bandorms­frum­varpi sem kom­ið er fram á þingi eru lagð­ar til breyt­ing­ar sem snerta styrki til öfl­ug­ustu fyr­ir­tækj­anna í hug­verka­iðn­að­in­um hér­lend­is. CCP og fleiri fyr­ir­tæki risu upp á aft­ur­lapp­irn­ar þeg­ar frum­varp­ið var kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á dög­un­um og fer frum­varp Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar fjár­mála­ráð­herra ögn mild­ari hönd­um um stærstu fyr­ir­tæk­in í brans­an­um en frum­varps­drög­in gerðu.
Erla Hlynsdóttir
5
Leiðari

Erla Hlynsdóttir

Erf­iði hlut­inn í þessu

Ár­um sam­an hef­ur ver­ið kall­að eft­ir betr­um­bót­um þeg­ar kem­ur að með­ferð­ar­úr­ræð­um fyr­ir börn í vanda. Eft­ir að for­stöðu­mað­ur Stuðla kall­aði enn einu sinni á hjálp var hann send­ur í leyfi. Um ára­bil hafa ver­ið gef­in fög­ur fyr­ir­heit, það er bú­ið að skrifa skýrsl­ur, skipa starfs­hópa og nefnd­ir, meira að segja skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, en ekk­ert hef­ur enn gerst.
Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“
6
FréttirPressa

Sympa­tísk­ari gagn­vart Sig­mundi eft­ir því sem „hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár