Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vinstri græn ekki mælst með jafn lítið fylgi í sjö ár

Leita þarf aft­ur til vors­ins 2013 til að finna jafn lít­inn stuðn­ing við Vinstri græn í könn­un­um MMR. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bæt­ir við sig og mæl­ist með fjórð­ungs­fylgi. At­hygli vek­ur að fylgi við flokk­inn sveifl­ast í gagn­stæða átt við fylgi Mið­flokks­ins þeg­ar gögn er skoð­uð aft­ur í tím­ann.

Vinstri græn ekki mælst með jafn lítið fylgi í sjö ár
Ekki mælst minni á kjörtímabilinu Stuðningur við Vinstri græn hefur ekki mælst minni frá árinu 2013. Mynd: RÚV

Fylgi við Vinstri græn mælist nú 7.5 prósent í nýrri könnun MMR og hefur flokkurinn ekki mælst með jafn lágt fylgi áður á kjörtímabilinu í könnunum MMR. Í síðustu könnun, 26. október,  mældist fylgi við Vinstri græn 8,3 prósent. Flokkurinn hefur tapað vel yfir helmingi af kjörfylgi sínu frá síðust kosningum, en þá fengu Vinstri græn 16,9 prósent atkvæða.

Flokkurinn hefur raunar aðeins einu sinni mælst með minni stuðning á undanförnum áratug, 14. apríl 2013, skömmu fyrir Alþingiskosningar, þegar fylgi við Vinstri græn mældist 6,7 prósent í einni könnun. Flokkurinn hlaut 10,9 prósent atkvæða í kosningunum 27. apríl það ár.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst markvert milli kannana en stuðningur við flokkinn nú er 25 prósent og mælist hann með mest fylgi flokka á landinu. Það er því sem næst sama fylgi og flokkurinn hlaut í kosningunum 2017. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi í könnun MMR í síðasta mánuði.

Samfylkingin eykur við sig fylgi milli kannana, þó ekki þannig að um tölfræðilega marktæka aukningu sé að ræða. Fylgi við flokkinn mælist nú 16,7 prósent en var 15,2 prósent í síðustu könnun. Flokkurinn nýtur næstmests stuðnings flokka á Alþingi.

Píratar mælast lítið eitt hærri en í síðustu könnun, þó innan vikmarka. 14,3 prósent aðspurðra segjast styðja Pírata, borið saman við 13,5 prósent í síðasta mánuði. Framsóknarflokkurinn mælist með því sem næst sama stuðning og í síðustu könnun, 9,9 prósent nú borið saman við 10,2 prósent síðast.

Miðflokkurinn mælist nú með 9,1 prósenta fylgi en mældist síðast með 11,6 prósent. Það er tölfræðilega marktækur munur. Í frétt MMR um könnunina nú kemur fram að þegar gögn séu skoðuð veki athygli að stuðningur við Sjálfstæðisflokk sveiflist í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins. Bendi það til að barátta standi flokkanna á milli um sama kjósendahóp.

Fylgi við Viðreisn dalar lítillega milli kannana, þó innan vikmarka, en flokkurinn mælist nú með 8,4 prósenta fylgi en mældist síðast með 9,7 prósenta stuðning. Sósíalistaflokkurinn nýtur stuðnings 4 prósenta aðspurðra borið saman við 4,6 prósent í síðustu könnun. Ekki er um tölfræðilega marktækan mun að ræða milli kannana. Þá mælist Flokkur fólksins með 3,9 prósenta fylgi, nálega hið sama og síðast þegar flokkurinn mældist með 3,8 prósenta fylgi. Stuðningur við aðra er samanlagt 1,1 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 51,7 prósent, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun þegar stuðningurinn mældist 50,3 prósent.

925 manns yfir 18 ára svöruðu könnuninni sem gerð var dagana 6. til 11. nóvember. 81,8 prósent gáfu upp afstöðu sína til flokka, 6 prósent sögðust óákveðnir, 4,5 prósent kváðust myndu skila auðu, 2,1 prósent sögðu að þau myndu ekki mæta á kjörstað og 5,5 prósent vildu ekki gefa upp afstöðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
9
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár