Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins

Íbú­ar í Mos­fells­bæ hafa áhyggj­ur vegna aukn­ingu á inn­brot­um og þjófn­aði í Tanga­hverfi. Íbúi í Brekku­tanga, þar sem hús­eig­andi einn hef­ur ver­ið hand­tek­inn vegna þjófn­aðs, seg­ist hafa meiri áhyggj­ur af hús­eig­and­an­um en inn­brot­un­um.

Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins
Mosfellsbær Maður um sextugt með geð-og fíknivanda hefur verið handtekinn fyrir innbrot og þjófnað í Mosfellsbæ Mynd: gonguleidir.is

Íbúi í Brekkutanga í Mosfellsbæ segir að sú alda þjófnaða og innbrota sem gengið hefur yfir bæinn að undanförnun sé aðeins birtingarmynd annars og stærra vandamáls. Úrræðaleysi þeirra er glíma við tvíþættan vanda á borð við geð- og fíknivanda sé mál sem taka þurfi á með aðkomu fleiri en einungis lögreglunnar.

Húseigandi handtekinn

Karlmaður á sextugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglu vegna rannsóknar á þjófnuðum sem hafa átt sér stað í Mosfellsbæ að undanförnu. Lögreglan gerði húsleit á heimili mannsins að Brekkutanga á miðvikudag og fann þar þýfi sem hún vinnur nú að því að skila til eigenda sinna.

DV birti frétt á vef sínum 3. nóvember síðastliðinn að þess efnis að íbúar í Mosfellsbæ væru orðnir langþreyttir á erfiðu ástandi í bænum. „Innbrotafaraldur hefur geisað í hverfunum fyrir neðan Vesturlandsveg í Mosfellsbæ um nokkurt skeið, í Tangahverfi, Holtahverfi og Lágafellshverfi. Sumir íbúar hafa orðið fyrir miklu tjóni og eru langþreyttir á ástandinu,“ sagði í inngangi fréttarinnar.

Degi seinna birtist önnur frétt á vef DV þar sem tilkynnt var um stóra lögregluaðgerð við raðhús í Brekkutanga. Í fréttinni segir: „Talið er að íbúar í húsinu séu í fíkniefnaneyslu og einhverjir þeirra eru sagðir COVID smitaðir. Það hefur ekki fengist staðfest.“

Áskorun á yfirvöld

22. október síðastliðinn sendu íbúar í Brekkutanga og nágrenni áskorun á sýslumann, lögreglu, bæjarstjóra og fleiri vegna málsins.

Í áskoruninni var skorað á yfirvöld að koma að máli mannsins sem býr í Brekkutanga og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Íbúar segja ljóst að húseigandi þurfi nauðsynlega á heilbrigðisþjónustu að halda og að einhver verði að veita honum hana. Þeir telja hann ófæran um að gæta að heilsu sinni og annarra vegna tvíþætts vanda, þá annars vegar fíknivanda og hins vegar geðræns vanda. Þetta hafi haft þau áhrif að nærsamfélag mannsins hafi orðið fyrir barðinu á vandanum.

„Hefur Brekkutangi ítrekað verið vettvangur fjölda fólks sem lagt hefur stund á fíkniefnaneyslu, sölu fíkniefna, geymslu þýfis, auk slagsmála og annarra ofbeldismála. Lögreglan hefur ítrekað verið kölluð á vettvang og sérsveitin komið oftar en einu sinni,“ segir í bréfinu.

Þá segir enn fremur í bréfinu að síðustu daga hafi Covid-teymi lögreglunnar komið á vettvang og haft afskipti af fólki sem ætti að vera í sóttkví og einangrun. 

Úrræðaleysi

Nágranni mannsins sem um ræðir og einn af þeim sem skrifaði undir áskorunina, segir að í sínum huga snúist málið ekki um þjófnaði eða innbrot, þótt vissulega sé það hluti af vandamálinu, heldur frekar það úrræðaleysi sem húseigandinn hefur þurft að glíma við vegna vanda síns. Nágranninn hefur kosið að nafn hans birtist ekki í þessari frétt.

Hann segir að ef húseigandi hefði fengið viðeigandi aðstoð fyrir allnokkru síðan hefði þessi staða ekki komið upp. Staðan sé því sú að hans mati að málið hafi vegna úrræðaleysis sest á herðar lögreglunnar sem hafi takmörkuð úrræði til að sinna því. Það sé bæði kostnaðarsamt fyrir lögregluna og almenning.

Lögregluna segir hann að geti vissulega komið að máli en kerfið þurfi í sameiningu að veita honum þá aðstoð sem hann þarfnast.

Skortur á samhæfingu

Að hans mati vanti því samhæfingu í kerfið eins og á við í öðrum málaflokkum eins og barnavernd og heimilisofbeldi. Þar vinni lögreglan, félagskerfið og heilbrigðiskerfið saman að því að leysa mál með hagsmuni geranda, og annara er að koma að málinu, í huga. 

Nú sé það að hans sögn orðið svo að deilt sé um hvort meta þurfi hagsmuni þeirra er búi í kring meiri en hagsmuni húseiganda því að málið hefur fengið að þróast þannig að neyð mannsins hafi fengist smita út frá sér. Þá nefnir hann að foreldrar í hverfinu séu hættir að leyfa börnum sínum að fara út að leika vegna þess að þau finni fyrir óöryggi. Þá eru  börnin sjálf sömuleiðis orðin kvíðin fyrir því að ganga þar um. Fólk hafi þurft að selja eignir sínar því það gat ekki unað lengur í hverfinu og þar fram eftir götunum.

Þá sé einnig slæmt fyrir nærsamfélagið að þeir sem dvalið hafi í húsinu gæti ekki að sóttvörnum. Verslanir í nágrenninu sem og aðrir hafi því orðið berskjölduð fyrir Covid smiti. 

Alvarlegra en þjófnaður

Margir einstaklingar hafa dvaldið í húsinu og að sögn nágrannans er mest um ungt íslenskt fólk með fíknivanda að ræða og hafi þeir í engin önnur hús að venda. Hann segir því málið vera alvarlegra en umræðan um það gefi til kynna. Þetta snúist ekki um að losa sig við nágranna úr hverfinu sem sé til ama heldur sé kjarni málsins sá að geðheilbrigðiskerfið sé fjársvelt og skortur sé á samtakamætti innan kerfisins í heild.

Nágranninn lýsir yfir miklum áhyggjum yfir því að ekki séu til nein sértæk úrræði handa húseigandanum. Húseigandi hafi tjáð nágranna sínum að hann hafi langað í afvötnun og að leita sér hjálpar. Vandinn sé að hans mati sá að ef maðurinn óski ekki sjálfur eftir meðferð sé ekkert annað hægt að gera en að svipta hann sjálfræði, enginn önnur úrræði séu í boði fyrir hann. 

Hann leggur þá áherslu á að búa þurfi til úrræði á vegum ríkisins og sveitarfélaga sem geri aðilum með fíknivanda kleift að stunda sína neyslu á sem hættulausastan hátt og að meðferðin miði sem mest að skaðaminnkun fyrir einstaklinginn og þá, í þessu samhengi, nærsamfélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár