Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins

Íbú­ar í Mos­fells­bæ hafa áhyggj­ur vegna aukn­ingu á inn­brot­um og þjófn­aði í Tanga­hverfi. Íbúi í Brekku­tanga, þar sem hús­eig­andi einn hef­ur ver­ið hand­tek­inn vegna þjófn­aðs, seg­ist hafa meiri áhyggj­ur af hús­eig­and­an­um en inn­brot­un­um.

Vandi húseiganda orðinn að vanda nærsamfélagsins
Mosfellsbær Maður um sextugt með geð-og fíknivanda hefur verið handtekinn fyrir innbrot og þjófnað í Mosfellsbæ Mynd: gonguleidir.is

Íbúi í Brekkutanga í Mosfellsbæ segir að sú alda þjófnaða og innbrota sem gengið hefur yfir bæinn að undanförnun sé aðeins birtingarmynd annars og stærra vandamáls. Úrræðaleysi þeirra er glíma við tvíþættan vanda á borð við geð- og fíknivanda sé mál sem taka þurfi á með aðkomu fleiri en einungis lögreglunnar.

Húseigandi handtekinn

Karlmaður á sextugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglu vegna rannsóknar á þjófnuðum sem hafa átt sér stað í Mosfellsbæ að undanförnu. Lögreglan gerði húsleit á heimili mannsins að Brekkutanga á miðvikudag og fann þar þýfi sem hún vinnur nú að því að skila til eigenda sinna.

DV birti frétt á vef sínum 3. nóvember síðastliðinn að þess efnis að íbúar í Mosfellsbæ væru orðnir langþreyttir á erfiðu ástandi í bænum. „Innbrotafaraldur hefur geisað í hverfunum fyrir neðan Vesturlandsveg í Mosfellsbæ um nokkurt skeið, í Tangahverfi, Holtahverfi og Lágafellshverfi. Sumir íbúar hafa orðið fyrir miklu tjóni og eru langþreyttir á ástandinu,“ sagði í inngangi fréttarinnar.

Degi seinna birtist önnur frétt á vef DV þar sem tilkynnt var um stóra lögregluaðgerð við raðhús í Brekkutanga. Í fréttinni segir: „Talið er að íbúar í húsinu séu í fíkniefnaneyslu og einhverjir þeirra eru sagðir COVID smitaðir. Það hefur ekki fengist staðfest.“

Áskorun á yfirvöld

22. október síðastliðinn sendu íbúar í Brekkutanga og nágrenni áskorun á sýslumann, lögreglu, bæjarstjóra og fleiri vegna málsins.

Í áskoruninni var skorað á yfirvöld að koma að máli mannsins sem býr í Brekkutanga og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Íbúar segja ljóst að húseigandi þurfi nauðsynlega á heilbrigðisþjónustu að halda og að einhver verði að veita honum hana. Þeir telja hann ófæran um að gæta að heilsu sinni og annarra vegna tvíþætts vanda, þá annars vegar fíknivanda og hins vegar geðræns vanda. Þetta hafi haft þau áhrif að nærsamfélag mannsins hafi orðið fyrir barðinu á vandanum.

„Hefur Brekkutangi ítrekað verið vettvangur fjölda fólks sem lagt hefur stund á fíkniefnaneyslu, sölu fíkniefna, geymslu þýfis, auk slagsmála og annarra ofbeldismála. Lögreglan hefur ítrekað verið kölluð á vettvang og sérsveitin komið oftar en einu sinni,“ segir í bréfinu.

Þá segir enn fremur í bréfinu að síðustu daga hafi Covid-teymi lögreglunnar komið á vettvang og haft afskipti af fólki sem ætti að vera í sóttkví og einangrun. 

Úrræðaleysi

Nágranni mannsins sem um ræðir og einn af þeim sem skrifaði undir áskorunina, segir að í sínum huga snúist málið ekki um þjófnaði eða innbrot, þótt vissulega sé það hluti af vandamálinu, heldur frekar það úrræðaleysi sem húseigandinn hefur þurft að glíma við vegna vanda síns. Nágranninn hefur kosið að nafn hans birtist ekki í þessari frétt.

Hann segir að ef húseigandi hefði fengið viðeigandi aðstoð fyrir allnokkru síðan hefði þessi staða ekki komið upp. Staðan sé því sú að hans mati að málið hafi vegna úrræðaleysis sest á herðar lögreglunnar sem hafi takmörkuð úrræði til að sinna því. Það sé bæði kostnaðarsamt fyrir lögregluna og almenning.

Lögregluna segir hann að geti vissulega komið að máli en kerfið þurfi í sameiningu að veita honum þá aðstoð sem hann þarfnast.

Skortur á samhæfingu

Að hans mati vanti því samhæfingu í kerfið eins og á við í öðrum málaflokkum eins og barnavernd og heimilisofbeldi. Þar vinni lögreglan, félagskerfið og heilbrigðiskerfið saman að því að leysa mál með hagsmuni geranda, og annara er að koma að málinu, í huga. 

Nú sé það að hans sögn orðið svo að deilt sé um hvort meta þurfi hagsmuni þeirra er búi í kring meiri en hagsmuni húseiganda því að málið hefur fengið að þróast þannig að neyð mannsins hafi fengist smita út frá sér. Þá nefnir hann að foreldrar í hverfinu séu hættir að leyfa börnum sínum að fara út að leika vegna þess að þau finni fyrir óöryggi. Þá eru  börnin sjálf sömuleiðis orðin kvíðin fyrir því að ganga þar um. Fólk hafi þurft að selja eignir sínar því það gat ekki unað lengur í hverfinu og þar fram eftir götunum.

Þá sé einnig slæmt fyrir nærsamfélagið að þeir sem dvalið hafi í húsinu gæti ekki að sóttvörnum. Verslanir í nágrenninu sem og aðrir hafi því orðið berskjölduð fyrir Covid smiti. 

Alvarlegra en þjófnaður

Margir einstaklingar hafa dvaldið í húsinu og að sögn nágrannans er mest um ungt íslenskt fólk með fíknivanda að ræða og hafi þeir í engin önnur hús að venda. Hann segir því málið vera alvarlegra en umræðan um það gefi til kynna. Þetta snúist ekki um að losa sig við nágranna úr hverfinu sem sé til ama heldur sé kjarni málsins sá að geðheilbrigðiskerfið sé fjársvelt og skortur sé á samtakamætti innan kerfisins í heild.

Nágranninn lýsir yfir miklum áhyggjum yfir því að ekki séu til nein sértæk úrræði handa húseigandanum. Húseigandi hafi tjáð nágranna sínum að hann hafi langað í afvötnun og að leita sér hjálpar. Vandinn sé að hans mati sá að ef maðurinn óski ekki sjálfur eftir meðferð sé ekkert annað hægt að gera en að svipta hann sjálfræði, enginn önnur úrræði séu í boði fyrir hann. 

Hann leggur þá áherslu á að búa þurfi til úrræði á vegum ríkisins og sveitarfélaga sem geri aðilum með fíknivanda kleift að stunda sína neyslu á sem hættulausastan hátt og að meðferðin miði sem mest að skaðaminnkun fyrir einstaklinginn og þá, í þessu samhengi, nærsamfélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár