Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

KSÍ auglýsir eftir sjálfboðaliða sem tengilið við fatlaða stuðningsmenn

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands aug­lýsti í gær eft­ir tengi­lið þeirra við fatl­aða stuðn­ings­menn lands­liða. Stað­an á að vera sjálf­boð­astarf þrátt fyr­ir að það krefj­ist sér­þekk­ing­ar.

KSÍ auglýsir eftir sjálfboðaliða sem tengilið við fatlaða stuðningsmenn
Stuðningsmenn landsliðsins Landsliðið tekur víkingaklappið með stuðningsmönnum liðsins Mynd: Davíð Þór

Knattspyrnusamband Íslands auglýsir eftir sjálboðaliða til að sinna hlutverki tengiliðs við fatlaða stuðningsmenn landsliða. Gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram á samfélagsmiðlum þar sem fólk spyr af hverju slík staða verði ekki launuð.

Hlutverk tengiliðsins felst í því að halda utan um stuðning og aðstoð við fatlaða stuðningsmenn. Þá mun hann fylgjast með því að boðið sé upp á aðgengilega aðstöðu og þjónustu á landsleikjum. Þá er honum einnig falið að sækja fræðsluviðburði og vinnustofur um aðgengi fatlaðra á knattspyrnuleiki sem og að sinna fræðslu og upplýsingagjöf um málefni fatlaðra stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum innanlands.

Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar knattspyrnusambandsins, segir að ástæða þess að auglýst sé eftir sjálfboðaliða í stað launþega sé sú að staða tengiliðs við ófatlaða stuðningsmenn sé einnig sjálfboðavinna. Hann segir að ef sú vinna sem tengiliðirnir vinni fari umfram það sem standi í starfslýsingu sé samið um verktakagreiðslur við þá. 

Starf ófatlaðs tengiliðs meira

Starf tengiliðs ófatlaðra stuðningsmanna er að sögn Ómars meira starf en starf tengiliðs fatlaðra stuðningsmanna. „Verkefni tengiliðs fatlaðra eru ekki jafn stór ef litið er á hausatölu,“ segir hann.

Í starfslýsingu tengiliðs ófatlaðra stuðningsmanna kemur fram að hlutverk hans sé meðal annars að viðhalda tengslum og afla nýrra tengsla við smáa sem stóra stuðningshópa sem vilja sækja landsleiki og „taka þátt í að skapa stemmingu á vellinum.“ Þá kemur einnig fram í lýsingunni að tengiliðurinn sé lykilmaður í að byggja upp menningu og hefð fyrir öflugum stuðningsmannahópum landsliða Íslands í knattspyrnu. Einnig sinnir hann störfum sem tengiliður erlendra stuðningsmanna hópa þeirra gesta liða sem koma hingað til lands.

„Verkefni tengiliðs fatlaðra eru ekki jafn stór ef litið er á hausatölu.“

Hvergi kemur fram að tengiliðurinn þurfi að sækja fræðsluviðburði eða vinnustofur, hvað þá að sinna fræðslu og upplýsingagjöf um málefni stuðningsmanna.

Þörf á einhverjum með þekkingu

Ómar segir að áður hafi tengiliður stuðningsmanna sinnt bæði fötluðum og ófötluðum. Hins vegar hafi verið farið í greiningarvinnu varðandi stöðu fatlaðra stuðningsmanna og komið hafi í ljós að best væri að aðskilja stöðurnar og þar með búa til nýja. „Það vantar til dæmis þekkingu á málefnum fatlaðra og þá er betra að fá einhvern inn sem hefur þá þekkingu,“ segir hann. 

„Af því að þetta er ólaunuð staða þá er mikilvægt að aðilinn hafi brenni fyrir málefninu.“

Hann segir þekkinguna geta náð yfir aðgengi fatlaðra að viðburðum, aðgengi að aðstöðu eins og salernum og veitingum og aðgengi að upplýsingum. „Til dæmis getur þetta náð yfir þekkingu á aðgengi blindra og heyrnarlausra. Málefni sem sá sem hefur þekkingu á málefnum fatlaðra gæti sinnt en tengiliður ófatlaðra ekki.“

Þá segir hann algjörlega opið hver sá aðili geti verið. Það geti verið ófatlaður einstaklingur með þekkingu og brennandi áhuga á málefnum fatlaðra eða fatlaður einstaklingur með sömu þekkingu og áhuga. „Af því að þetta er ólaunuð staða þá er mikilvægt að aðilinn hafi brenni fyrir málefninu. Hann getur þá bent okkur á eitthvað sem við komum ekki auga á, hjálpa okkur að gera betur við fatlaða stuðningsmenn,“ segir hann þá.

Aðspurður hvort sá aðili þyrfti að hafa menntun í málefnum fatlaðra segir hann svo ekki þurfa. „Ekki frekar en hjá tengilið ófatlaðra,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár