Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði

Frétta­blað­ið er upp­nefnt „Fals-Frétta­blað­ið“ í færslu banda­ríska sendi­ráðs­ins. Banda­ríski sendi­herr­ann á Ís­landi, Jef­frey Ross Gun­ter, fær harða út­reið í at­huga­semd­um. „Dó þýð­and­inn þinn af völd­um Covid-19?“

Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði
Sakar Fréttablaðið um falsfréttaflutning Sendiherra Bandaríkjanna, Jeffrey Ross Gunter, sést hér, annar frá hægri, klippa á borða við vígslu nýrrar sendiráðsbyggingar við Engjateig. Eins og sjá má var tveggja metra fjarlægðartakmörkun ekki í hávegum höfð. Mynd: U.S Embassy

Ýmist er hæðst að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, eða hann húðskammaður fyrir færslu sem birt var á Facebook-síðu sendiráðsins í gærkvöldi. Þar er Fréttablaðið uppnefnt „Fals-Fréttablaðið“ fyrir fréttaflutning af Covid-19 smiti starfsmanns sendiráðsins.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með Covid-19 í síðustu viku. Jafnframt var greint frá því að allir starfsmenn sendiráðsins hefðu þrátt fyrir það verið kallaðir til vinnu næstkomandi sunnudag til að aðstoða við flutninga sendiráðsins, en sendiráðið er að flytja af Laufásvegi og á Engjateig.

Þessi fréttaflutningur virðist hafa farið afskaplega fyrir brjóstið á einhverjum þeim sem sér um Facebook-síðu sendiráðsins. Á síðuna var sett inn færsla í gærkvöldi með yfirskriftinni „Eru falsfréttir komin til Íslands?“ Ensk útgáfa textans var „Has Fake News Arrived in Iceland?“ Eitt af því sem fólk hæðist að er íslensk þýðing textans en þar er setningauppbygging og málfræði ekki alveg eftir því sem rétt er eða tíðkast. Þá þykir mörgum lítið koma til hins sama í enskri útgáfu textans.

Notar orðfæri Trumps

Í færslunni er því haldið fram að tekist hafi að vígja nýtt sendiráð Bandaríkjanna hér á landi og aldrei í sögu sendiráðsins hefði komið upp Covid-smit þar. „Löngu eftir vígslu kom upp eitt tilfelli vegna smits í íslenskum skóla,“ segir svo í færslunni. Umrædd vígsla fór fram 20. október, í sömu viku og Covid-19 smit starfsmannsins kom upp samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Sjá má á myndum á Twitter síðu sendiherrans að þrátt fyrir að fólk hafi borið grímur fór því fjarri að tveggja metra nálægðartakmörk hefðu verið virt við vígsluna.

Þá er því haldið fram að Fréttablaðið noti Covid-19 í pólitískum tilgangi. Hver sá pólitíski tilgangur á að vera er hins vegar ekki útskýrt. Þess ber þó að geta að sendiherrann Gunter er harður stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og var settur sendiherra hér á landi af honum árið 2018. Trump hefur sjálfur notað hugtakið „Fake News“ um fjölmarga fjölmiðla.

Var færslan skrifuð af fullorðinni manneskju?

Í athugasemdum við færsluna á síðu sendiráðsins, sem flestir tengja beint við Gunter sendiherra sjálfan, er hæðst af henni og Gunter sjálfur fær að heyra það. Illugi Jökulsson spyr þannig hvort færslan hafi verið skrifuð af fullorðinni manneskju, við góðar undirtektir. Þorvaldur Sverrisson, auglýsingamógúll, spyr: „Dó þýðandinn þinn af völdum Covid-19?“ Tónlistarmaðurinn Villi Goði snýr færslunni upp í það sem hefur verið kallað Nígeríusvindl, með illa skrifuðum enskum texta og gylliboðum sem ekki fást staðist. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, birtir lag Sigurrósar, Inní mér syngur vitleysingur, og segir að texti lagsins lýsi ástandi þess sem færsluna skrifar.

Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hæðast að sendiherranum eða reiðast skrifum hans. Bandaríkjamenn búsettir hér á landi og aðrir eru einnig reiðir og húðskamma sendiherrann fyrir framgöngu sína. Þannig vandar maður að nafni Dave Kelly sendiherranum ekki kveðjurnar í sínu innleggi.

„Eins innilega truflandi og sorglegar flestar fréttir síðustu fjögurra ára frá Bandaríkjunum hafa verið þá þykir mér þessi færsla meðal þeirra verstu. Skilaboð mín til bandaríska sendiherrans á Íslandi eru að halda sínum þröngsýnu og skekktu skoðunum fyrir sig. Hlutverk þitt er að stuðla að jákvæðri sýn á land þitt og halda uppi viðegiandi og virðingarfullum tengslum við gestgjafa þína.

Þér er að mistakast í öllum tilvikum.

Mikill meirihluti Íslendinga vonar heitt og innilega að í kjölfar kosninganna í næstu viku snúir þú þér fljótt og örugglega að hverju því sem þú varst að sinna fyrir þessa misheppnuðu komu þína inn í hinn diplómatíska heim.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár