Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði

Frétta­blað­ið er upp­nefnt „Fals-Frétta­blað­ið“ í færslu banda­ríska sendi­ráðs­ins. Banda­ríski sendi­herr­ann á Ís­landi, Jef­frey Ross Gun­ter, fær harða út­reið í at­huga­semd­um. „Dó þýð­and­inn þinn af völd­um Covid-19?“

Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði
Sakar Fréttablaðið um falsfréttaflutning Sendiherra Bandaríkjanna, Jeffrey Ross Gunter, sést hér, annar frá hægri, klippa á borða við vígslu nýrrar sendiráðsbyggingar við Engjateig. Eins og sjá má var tveggja metra fjarlægðartakmörkun ekki í hávegum höfð. Mynd: U.S Embassy

Ýmist er hæðst að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, eða hann húðskammaður fyrir færslu sem birt var á Facebook-síðu sendiráðsins í gærkvöldi. Þar er Fréttablaðið uppnefnt „Fals-Fréttablaðið“ fyrir fréttaflutning af Covid-19 smiti starfsmanns sendiráðsins.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með Covid-19 í síðustu viku. Jafnframt var greint frá því að allir starfsmenn sendiráðsins hefðu þrátt fyrir það verið kallaðir til vinnu næstkomandi sunnudag til að aðstoða við flutninga sendiráðsins, en sendiráðið er að flytja af Laufásvegi og á Engjateig.

Þessi fréttaflutningur virðist hafa farið afskaplega fyrir brjóstið á einhverjum þeim sem sér um Facebook-síðu sendiráðsins. Á síðuna var sett inn færsla í gærkvöldi með yfirskriftinni „Eru falsfréttir komin til Íslands?“ Ensk útgáfa textans var „Has Fake News Arrived in Iceland?“ Eitt af því sem fólk hæðist að er íslensk þýðing textans en þar er setningauppbygging og málfræði ekki alveg eftir því sem rétt er eða tíðkast. Þá þykir mörgum lítið koma til hins sama í enskri útgáfu textans.

Notar orðfæri Trumps

Í færslunni er því haldið fram að tekist hafi að vígja nýtt sendiráð Bandaríkjanna hér á landi og aldrei í sögu sendiráðsins hefði komið upp Covid-smit þar. „Löngu eftir vígslu kom upp eitt tilfelli vegna smits í íslenskum skóla,“ segir svo í færslunni. Umrædd vígsla fór fram 20. október, í sömu viku og Covid-19 smit starfsmannsins kom upp samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Sjá má á myndum á Twitter síðu sendiherrans að þrátt fyrir að fólk hafi borið grímur fór því fjarri að tveggja metra nálægðartakmörk hefðu verið virt við vígsluna.

Þá er því haldið fram að Fréttablaðið noti Covid-19 í pólitískum tilgangi. Hver sá pólitíski tilgangur á að vera er hins vegar ekki útskýrt. Þess ber þó að geta að sendiherrann Gunter er harður stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og var settur sendiherra hér á landi af honum árið 2018. Trump hefur sjálfur notað hugtakið „Fake News“ um fjölmarga fjölmiðla.

Var færslan skrifuð af fullorðinni manneskju?

Í athugasemdum við færsluna á síðu sendiráðsins, sem flestir tengja beint við Gunter sendiherra sjálfan, er hæðst af henni og Gunter sjálfur fær að heyra það. Illugi Jökulsson spyr þannig hvort færslan hafi verið skrifuð af fullorðinni manneskju, við góðar undirtektir. Þorvaldur Sverrisson, auglýsingamógúll, spyr: „Dó þýðandinn þinn af völdum Covid-19?“ Tónlistarmaðurinn Villi Goði snýr færslunni upp í það sem hefur verið kallað Nígeríusvindl, með illa skrifuðum enskum texta og gylliboðum sem ekki fást staðist. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, birtir lag Sigurrósar, Inní mér syngur vitleysingur, og segir að texti lagsins lýsi ástandi þess sem færsluna skrifar.

Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hæðast að sendiherranum eða reiðast skrifum hans. Bandaríkjamenn búsettir hér á landi og aðrir eru einnig reiðir og húðskamma sendiherrann fyrir framgöngu sína. Þannig vandar maður að nafni Dave Kelly sendiherranum ekki kveðjurnar í sínu innleggi.

„Eins innilega truflandi og sorglegar flestar fréttir síðustu fjögurra ára frá Bandaríkjunum hafa verið þá þykir mér þessi færsla meðal þeirra verstu. Skilaboð mín til bandaríska sendiherrans á Íslandi eru að halda sínum þröngsýnu og skekktu skoðunum fyrir sig. Hlutverk þitt er að stuðla að jákvæðri sýn á land þitt og halda uppi viðegiandi og virðingarfullum tengslum við gestgjafa þína.

Þér er að mistakast í öllum tilvikum.

Mikill meirihluti Íslendinga vonar heitt og innilega að í kjölfar kosninganna í næstu viku snúir þú þér fljótt og örugglega að hverju því sem þú varst að sinna fyrir þessa misheppnuðu komu þína inn í hinn diplómatíska heim.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
4
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár