Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði

Frétta­blað­ið er upp­nefnt „Fals-Frétta­blað­ið“ í færslu banda­ríska sendi­ráðs­ins. Banda­ríski sendi­herr­ann á Ís­landi, Jef­frey Ross Gun­ter, fær harða út­reið í at­huga­semd­um. „Dó þýð­and­inn þinn af völd­um Covid-19?“

Sendiherra Bandaríkjanna dreginn sundur og saman í háði
Sakar Fréttablaðið um falsfréttaflutning Sendiherra Bandaríkjanna, Jeffrey Ross Gunter, sést hér, annar frá hægri, klippa á borða við vígslu nýrrar sendiráðsbyggingar við Engjateig. Eins og sjá má var tveggja metra fjarlægðartakmörkun ekki í hávegum höfð. Mynd: U.S Embassy

Ýmist er hæðst að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, eða hann húðskammaður fyrir færslu sem birt var á Facebook-síðu sendiráðsins í gærkvöldi. Þar er Fréttablaðið uppnefnt „Fals-Fréttablaðið“ fyrir fréttaflutning af Covid-19 smiti starfsmanns sendiráðsins.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með Covid-19 í síðustu viku. Jafnframt var greint frá því að allir starfsmenn sendiráðsins hefðu þrátt fyrir það verið kallaðir til vinnu næstkomandi sunnudag til að aðstoða við flutninga sendiráðsins, en sendiráðið er að flytja af Laufásvegi og á Engjateig.

Þessi fréttaflutningur virðist hafa farið afskaplega fyrir brjóstið á einhverjum þeim sem sér um Facebook-síðu sendiráðsins. Á síðuna var sett inn færsla í gærkvöldi með yfirskriftinni „Eru falsfréttir komin til Íslands?“ Ensk útgáfa textans var „Has Fake News Arrived in Iceland?“ Eitt af því sem fólk hæðist að er íslensk þýðing textans en þar er setningauppbygging og málfræði ekki alveg eftir því sem rétt er eða tíðkast. Þá þykir mörgum lítið koma til hins sama í enskri útgáfu textans.

Notar orðfæri Trumps

Í færslunni er því haldið fram að tekist hafi að vígja nýtt sendiráð Bandaríkjanna hér á landi og aldrei í sögu sendiráðsins hefði komið upp Covid-smit þar. „Löngu eftir vígslu kom upp eitt tilfelli vegna smits í íslenskum skóla,“ segir svo í færslunni. Umrædd vígsla fór fram 20. október, í sömu viku og Covid-19 smit starfsmannsins kom upp samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Sjá má á myndum á Twitter síðu sendiherrans að þrátt fyrir að fólk hafi borið grímur fór því fjarri að tveggja metra nálægðartakmörk hefðu verið virt við vígsluna.

Þá er því haldið fram að Fréttablaðið noti Covid-19 í pólitískum tilgangi. Hver sá pólitíski tilgangur á að vera er hins vegar ekki útskýrt. Þess ber þó að geta að sendiherrann Gunter er harður stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og var settur sendiherra hér á landi af honum árið 2018. Trump hefur sjálfur notað hugtakið „Fake News“ um fjölmarga fjölmiðla.

Var færslan skrifuð af fullorðinni manneskju?

Í athugasemdum við færsluna á síðu sendiráðsins, sem flestir tengja beint við Gunter sendiherra sjálfan, er hæðst af henni og Gunter sjálfur fær að heyra það. Illugi Jökulsson spyr þannig hvort færslan hafi verið skrifuð af fullorðinni manneskju, við góðar undirtektir. Þorvaldur Sverrisson, auglýsingamógúll, spyr: „Dó þýðandinn þinn af völdum Covid-19?“ Tónlistarmaðurinn Villi Goði snýr færslunni upp í það sem hefur verið kallað Nígeríusvindl, með illa skrifuðum enskum texta og gylliboðum sem ekki fást staðist. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, birtir lag Sigurrósar, Inní mér syngur vitleysingur, og segir að texti lagsins lýsi ástandi þess sem færsluna skrifar.

Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hæðast að sendiherranum eða reiðast skrifum hans. Bandaríkjamenn búsettir hér á landi og aðrir eru einnig reiðir og húðskamma sendiherrann fyrir framgöngu sína. Þannig vandar maður að nafni Dave Kelly sendiherranum ekki kveðjurnar í sínu innleggi.

„Eins innilega truflandi og sorglegar flestar fréttir síðustu fjögurra ára frá Bandaríkjunum hafa verið þá þykir mér þessi færsla meðal þeirra verstu. Skilaboð mín til bandaríska sendiherrans á Íslandi eru að halda sínum þröngsýnu og skekktu skoðunum fyrir sig. Hlutverk þitt er að stuðla að jákvæðri sýn á land þitt og halda uppi viðegiandi og virðingarfullum tengslum við gestgjafa þína.

Þér er að mistakast í öllum tilvikum.

Mikill meirihluti Íslendinga vonar heitt og innilega að í kjölfar kosninganna í næstu viku snúir þú þér fljótt og örugglega að hverju því sem þú varst að sinna fyrir þessa misheppnuðu komu þína inn í hinn diplómatíska heim.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár