Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Upplestur: Blóðrauður sjór

Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir rit­höf­und­ur les upp úr ný­út­kom­inni glæpa­sögu sinni, Blóð­rauð­ur sjór.

Bókaupplestri streymt Útsendingin hefst klukkan 12:15 og verður aðgengileg í þessari frétt.

Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Að þessu sinni mun rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir lesa upp úr nýútkominni skáldsögu sinni, Blóðrauður sjór, og ræða um hana við  Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, bókmenntafræðing og leikkonu. 

Streymið hefst í dag kl. 12:15 og er aðgengilegt á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Upptaka verður tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið. Streymið má nálgast hér.

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:

Lilja Sigurðardóttir rithöfundur les upp úr nýútkominni glæpasögu sinni, Blóðrauður sjór, og ræðir verkið við Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, bókmenntafræðing og leikkonu. Viðburðurinn verður sendur út á Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi miðvikudaginn 28.10. kl 12:15.

——————

Um Blóðrauðan sjó eftir Lilju Sigurðardóttur:

Þegar athafnamaðurinn Flosi kemur heim í kvöldmat er allt á rúi og stúi en Guðrún kona hans horfin. Á eldhúsborðinu bíður bréf um að henni hafi verið rænt og ef Flosi greiði ekki himinhátt lausnargjald verði hún drepin. Hann má ekki leita til lögreglunnar en eftir krókaleiðum kemst hann í samband við Áróru, sem vinnur við að finna falið fé, og Daníel rannsóknarlögreglumann.

Án þess að nokkuð spyrjist út reyna þau í sameiningu að átta sig á hvað hefur gerst. Getur verið að ránið á Guðrúnu tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti – eða er skýringin ef til vill mun nærtækari?

———————-

Menning á miðvikudögum verður næstu vikurnar helguð umfjöllun um nýútkomnar bækur - fram koma Auður Ava Ólafsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Lilja Sigurðardóttir, Ófeigur Sigurðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir. Maríanna Clara Lúthersdóttir ræðir við höfundana sex á Bókasafni Kópavogs.

Þættirnir verða sendir út á miðvikudögum kl. 12:15 í gegnum Facebook-síðu Menningarhúsanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menning á miðvikudögum

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár