Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Upplestur: Blóðrauður sjór

Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir rit­höf­und­ur les upp úr ný­út­kom­inni glæpa­sögu sinni, Blóð­rauð­ur sjór.

Bókaupplestri streymt Útsendingin hefst klukkan 12:15 og verður aðgengileg í þessari frétt.

Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Að þessu sinni mun rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir lesa upp úr nýútkominni skáldsögu sinni, Blóðrauður sjór, og ræða um hana við  Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, bókmenntafræðing og leikkonu. 

Streymið hefst í dag kl. 12:15 og er aðgengilegt á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Upptaka verður tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið. Streymið má nálgast hér.

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:

Lilja Sigurðardóttir rithöfundur les upp úr nýútkominni glæpasögu sinni, Blóðrauður sjór, og ræðir verkið við Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, bókmenntafræðing og leikkonu. Viðburðurinn verður sendur út á Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi miðvikudaginn 28.10. kl 12:15.

——————

Um Blóðrauðan sjó eftir Lilju Sigurðardóttur:

Þegar athafnamaðurinn Flosi kemur heim í kvöldmat er allt á rúi og stúi en Guðrún kona hans horfin. Á eldhúsborðinu bíður bréf um að henni hafi verið rænt og ef Flosi greiði ekki himinhátt lausnargjald verði hún drepin. Hann má ekki leita til lögreglunnar en eftir krókaleiðum kemst hann í samband við Áróru, sem vinnur við að finna falið fé, og Daníel rannsóknarlögreglumann.

Án þess að nokkuð spyrjist út reyna þau í sameiningu að átta sig á hvað hefur gerst. Getur verið að ránið á Guðrúnu tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti – eða er skýringin ef til vill mun nærtækari?

———————-

Menning á miðvikudögum verður næstu vikurnar helguð umfjöllun um nýútkomnar bækur - fram koma Auður Ava Ólafsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Lilja Sigurðardóttir, Ófeigur Sigurðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir. Maríanna Clara Lúthersdóttir ræðir við höfundana sex á Bókasafni Kópavogs.

Þættirnir verða sendir út á miðvikudögum kl. 12:15 í gegnum Facebook-síðu Menningarhúsanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menning á miðvikudögum

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár