Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Upplestur: Blóðrauður sjór

Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir rit­höf­und­ur les upp úr ný­út­kom­inni glæpa­sögu sinni, Blóð­rauð­ur sjór.

Bókaupplestri streymt Útsendingin hefst klukkan 12:15 og verður aðgengileg í þessari frétt.

Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Að þessu sinni mun rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir lesa upp úr nýútkominni skáldsögu sinni, Blóðrauður sjór, og ræða um hana við  Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, bókmenntafræðing og leikkonu. 

Streymið hefst í dag kl. 12:15 og er aðgengilegt á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Upptaka verður tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið. Streymið má nálgast hér.

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:

Lilja Sigurðardóttir rithöfundur les upp úr nýútkominni glæpasögu sinni, Blóðrauður sjór, og ræðir verkið við Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, bókmenntafræðing og leikkonu. Viðburðurinn verður sendur út á Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi miðvikudaginn 28.10. kl 12:15.

——————

Um Blóðrauðan sjó eftir Lilju Sigurðardóttur:

Þegar athafnamaðurinn Flosi kemur heim í kvöldmat er allt á rúi og stúi en Guðrún kona hans horfin. Á eldhúsborðinu bíður bréf um að henni hafi verið rænt og ef Flosi greiði ekki himinhátt lausnargjald verði hún drepin. Hann má ekki leita til lögreglunnar en eftir krókaleiðum kemst hann í samband við Áróru, sem vinnur við að finna falið fé, og Daníel rannsóknarlögreglumann.

Án þess að nokkuð spyrjist út reyna þau í sameiningu að átta sig á hvað hefur gerst. Getur verið að ránið á Guðrúnu tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti – eða er skýringin ef til vill mun nærtækari?

———————-

Menning á miðvikudögum verður næstu vikurnar helguð umfjöllun um nýútkomnar bækur - fram koma Auður Ava Ólafsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Lilja Sigurðardóttir, Ófeigur Sigurðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir. Maríanna Clara Lúthersdóttir ræðir við höfundana sex á Bókasafni Kópavogs.

Þættirnir verða sendir út á miðvikudögum kl. 12:15 í gegnum Facebook-síðu Menningarhúsanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menning á miðvikudögum

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár