Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja sýkja heilbrigða af COVID-19 á tilraunastofu

Breska rík­is­stjórn­in hyggst gefa leyfi fyr­ir til­raun­um þar sem allt að 90 sjálf­boða­lið­ar verða vilj­andi sýkt­ir með veirunni sem veld­ur COVID-19. Þá mun rík­is­sjóð­ur Bret­lands styrkja rann­sókn­ina um því sem nem­ur um sex millj­örð­um ís­lenskra króna.

Vilja sýkja heilbrigða af COVID-19 á tilraunastofu

Þarlendir vísindamenn segja þetta afar mikilvægt skref í að rannsaka áhrif sjúkdómsins. Fyllsta öryggis verði gætt þar sem allir sjúklingarnir verði í einangrun frá upphafi smits. Þannig sé hægt að fylgjast nákvæmlega með framgangi sjúkdómsins frá fyrsta degi og allt þar til nokkrum vikum eftir að sjálfboðaliðarnir verða einkennalausir. Þeir verða síðan kallaðir í regluleg viðtöl í heilt ár á eftir.

Meðal þess sem rannsóknin á að leiða í ljós er hversu mikið af veirunni þarf að vera til staðar til að valda smiti; sjálfboðaliðarnir koma til með að fá misstóra skammta sem verða gefnir með nefúða. Þeir verða allir á aldrinum 18 til 30 ára og án undirliggjandi sjúkdóma til að draga úr líkum á að þeir verði fyrir lífshættulegum einkennum. Allt mun þetta koma að gagni við þróun lyfjakúra og bólusetninga gegn veirunni.

Breska ríkisútvarpið leitaði álits á þessu hjá Julian Savulescu, sem er prófessor í siðfræði við Oxford-háskóla. Hann sagðist vænta þess að siðanefnd gæfi leyfi fyrir rannsókninni þar sem hún væri réttlætanleg á tímum faraldurs. „Þegar heimsfaraldur geisar er tíminn mældur í mannslífum,“ segir Savulescu. „Nú þegar hefur meira en milljón manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Vísindamönnum ber siðferðileg skylda til að þróa örugga og áhrifaríka bólusetningu – og gera það eins hratt og mögulegt er. Miðað við það sem er undir væri siðferðislega rangt að gera ekki slíkar rannsóknir.“

Rannsókninni verður stýrt af veirufræðingnum Chris Chiu við Imperial College í Lundúnum. Hann tjáði breska ríkisútvarpinu á dögunum að allir sem að þessu verkefni kæmu væru mjög meðvitaðir um siðferðilegar skyldur sínar í garð sjálfboðaliðanna, enda myndi enginn leika sér að því að smita svo stóran hóp af hættulegum sjúkdómi. 

„Við höfum staðið fyrir sambærilegum rannsóknum á öðrum öndunarfærasjúkdómum í meira en áratug og alltaf gætt fyllsta öryggis,“ sagði Chiu. „Svona rannsóknir eru aldrei án áhættu en við munum í samstarfi við kollega okkar sjá til þess að áhættan sé eins lítil og mögulegt er.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár